Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga

26. fundur 11. júní 2025 kl. 16:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Guðrún Kristín Ragnarsdóttir formaður
  • Ragnar Karl Kay Frandsen varaformaður
  • Þórunn Brynja Júlíusdóttir aðalmaður
  • Inga Sigrún Baldursdóttir aðalmaður
  • Karen Irena Mejna aðalmaður
Starfsmenn
  • Davíð Viðarsson Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
  • Hanna Lísa Hafsteinsdóttir Verkefnastjóri á umhverfis- og skipulagssviði
Fundargerð ritaði: Davíð Viðarsson Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá

1.Umhirðuáætlun 2025

2502021

Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja kemur með erindi.
Umhverfisnefnd þakkar aðilum Heilbrigðisefirlits Suðurnesja fyrir kynninguna og óskar eftir að samstarfi um umhirðumál, úrræði og lausnir á hinum ýmsu málum er varða samstarf HES og sveitarfélagsins verði elft og unnið í góðu samstarfi. Nefndin hvetur umhverfis- og skipulagssvið að senda ákoranir um umhirðu lóða og eigna.

2.Vinnuskóli 2025

2412008

Fyrirkomulag og áherslur vinnuskólans 2025
Farið yfir dagskrá og verkefni vinnuskólans fyrir sumarið sem og önnur áhersluverkefni er snúa að umhirðumálum. Nefndin hvetur íbúa til að nota ábendingahnapp á vefsíðu sveitarfélagsins, hafi það góða hugmynd að verkefnum fyrir vinnuskólann.

3.Göngu- og hjólreiðastígur Vogastapi

2107005

Lagt fram fyrirhugaðar framkvæmdir á hjóla- og göngustíg upp Stapann í átt til Reykjanesbæjar.
Umhverfisnefnd tekur vel í erindið og hvetur umhverfis- og skipulagssvið til að koma þessum máli sem fyrst í farveg. Gera þarf ráð fyrir umferð hesta við lagningu nýs stígs um Stapann.

4.Grenndarstöðvar í Hvassahraun

2506012

Lagt fram vegna eftirspurnar um grenndargáma í Hvassahrauni.
Umhverfisnefnd felur umhverfis- og skipulagssviði að skoða fjölgun grenndarstöðva í sveitarfélaginu s.s. varðandi mögulegar staðsetningar og kostnað.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?