Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga

19. fundur 09. ágúst 2023 kl. 17:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Guðrún Kristín Ragnarsdóttir formaður
  • Ragnar Karl Kay Frandsen varaformaður
  • Inga Sigrún Baldursdóttir aðalmaður
  • Karen Irena Mejna aðalmaður
Starfsmenn
  • Hanna Lísa Hafsteinsdóttir Verkefnastjóri á umhverfis- og skipulagssviði
Fundargerð ritaði: Hanna Lísa Hafsteinsdóttir Verkefnastjóri á umhverfis og skipulagssviði
Dagskrá

1.Umhverfisviðurkenningar 2023

2308002

Umfjöllun nefndarinnar um umhverfisviðurkenningar ársins.
Nefndarmenn ræddu umhverfisviðurkenningar sveitarfélagsins og ákveðið var hver hljóti umhverfisverðlaunin í ár. Verðlaunin verða afhent á Fjölskyldudögum sveitarfélagsins.

2.Vinnuvélar o.fl. við Hofgerði 6

2308004

Sveitarfélaginu hafa borist kvartanir frá íbúum vegna vinnuvéla sem lagt hefur verið við Hofgerði 6.
Nefndin skorar á Skipulagsnefnd að finna svæði innan sveitarfélagsins fyrir vinnuvélar. Nefndin óskar eftir að umhverfis- og skipulagssvið sendi erindi á eiganda lóðarinnar með áskorun um úrbætur. Staða þessara mála í sveitarfélaginu almennt rædd og hvaða úrræði séu möguleg, svo sem að leita samstarfs við heilbrigðiseftirlit og lögreglu.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?