Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga

9. fundur 21. október 2020 kl. 17:30 - 18:30 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Guðrún Kristín Ragnarsdóttir formaður
  • Elísabet Ásta Eyþórsdóttir varaformaður
  • Helga Ragnarsdóttir aðalmaður
  • Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir aðalmaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Kristinn Björgvinsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Vignir Friðbjörnsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Vignir Friðbjörnsson forstöðumaður umhverfis og eigna
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2021-2024

2007001

Umfjöllun nefndarinnar um fjárhagsáætlun 2021-2024
Afgreiðsla Umhverfisnefndar:Nefndin óskar eftir því að bæjarstjórn beiti sér fyri því að veita fjármunum til að bæta umhverfi og aðkomu bæjarskrifstofunar sem og annarra eigna sveitarfélagsins.

2.Vogatjörn verndun lífríkis

2010021

Umfjöllun um verndun lífríkis vogatjarnar
Afgreiðsla Umhverfisnefndar:Umhverfisnefnd skorar á bæjarstjórn að sjá til þess að verndun Vogatjarnar sem er á náttúruminjaskrá meðal annars vegna lífríkis tjarnarinnar og fuglalífs sé virt og takmarka meðferð flugelda í og við tjörnina.

3.Jólaskraut endurnýjun

2010022

Umfjöllun um endurnýjun jólaskrauts
Afgreiðsla Umhverfisnefndar: Nefndin óskar eftir því að fjármunum verði veitt til kaupa á jólaskreytingum fyrir miðbæjarsvæðið og endurnýjunnar á eldri skreytingum.

4.Arahólsvarða.

2001021

Eftirfylgni með vísan til fyrri umfjöllunar á vettvangi nefndarinnar
Afgreiðsla Umhverfisnefndar: Nefndin ítrekar fyrri bókun frá 5.fundi sem varðar þetta mál. Nefndin óskar eftir að verkefnið verði sett á verkáætlun fyrir árið 2021.

5.Vogagerði 23, skipulag lóðar

1905031

Bæjarstjórn hefur óskað eftir tillögum nefndarinnar um nýtingu lóðarinnar
Afgreiðsla Umhverfisnefndar: Nefndin ítrekar fyrri bókun frá 31. júli 2019 og óskar eftir að verkefnið fari á framkvæmdaáætlun 2021.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Getum við bætt efni síðunnar?