Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

10. fundur 18. febrúar 2020 kl. 17:30 - 19:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Áshildur Linnet formaður
  • Friðrik V. Árnason varaformaður
  • Ingþór Guðmundsson aðalmaður
  • Baldvin Hróar Jónsson aðalmaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Gísli Stefánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurður H. Valtýsson, skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigurður H. Valtýsson skipulags-og byggingarfulltrúi.
Dagskrá

1.Flekkuvík I fjarsk B - L219719. Umsókn um byggingarleyfi

2001056

Míla ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir tveimur vindtúrbínum til rafmagnsframleiðslu, skv. umsókn dags. 07.01.2020 og uppdráttum Icewind ehf. Um er að ræða tímabundna uppsetningu í tilraunaskyni og verður allur búnaður fjarlægður að prufutíma loknum. Fyrir liggur leyfi landeiganda til tímabundinnar uppsetningar til 01.09.2021 og leyfi nærliggjandi leigutaka fjarskiptalóða.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Umsóknin er samþykkt með þeim skilyrðum sem landeigandi setur. Skilyrt er að um tímabundna uppsetning til 01.09.2021 sé að ræða og að jarðraski sé haldið í lágmarki og allur búnaður verði fjarlægður að prufutíma loknum og jarðrask afmáð.

2.Hafnargata 101, uppbygging og þróun.

1911029

Umræða um þróun og uppbyggingu á reitnum. Gestur fundarins er Jakob S. Jónsson fulltrúi Sænsku húsin ehf. og kynnir hugmyndir sínar og áhuga á að byggja upp „vistþorp“ á reitnum.
Frestað
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Umræður um svæðið og samþykkt að fresta frekari umræðum til 13. fundar nefndarinnar.

3.Stapavegur 1. Breyting á deiliskipulagi.

2002028

Tölvupóstur Stofnfisks hf. dags. 13.02.2020 og drög að aðaluppdráttum fyrir seiðastöð og skrifstofubyggingu. Spurst er fyrir hvort byggingaráformin samræmist gildandi deiliskipulagi, ef ekki er óskað að gerð verði breyting á deiliskipulagi og vinna við það sett í farveg.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Það er mat skipulagsnefndar að byggingaráformin skv. drögum að aðaluppdráttum kalli á breytingu á deiliskipulagi. Samþykkt er að ráðist verði í breytingu á deiliskipulagi.

4.Stækkun fskeldis Stofnfisks við Vogavík.

2001019

Bréf Skipulagsstofnunar dags. 03.01.2020 þar sem óskað er umsagnar um tillögu að matsáætlun.
Lagt fram
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Umsögn skipulags- og byggingarfulltrúa sem kynnt var nefndarmönnum og send Skipulagsstofnun lögð fram.

5.Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025

1311026

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2015 og nýju deiliskipulagi fyrir Leiðarenda, helli í upplandi Hafnarfjarðar. Ósk um umsögn frá Hafnarfjarðarbæ skv. bréfi dags. 05.02.2020.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Ekki eru gerðar athugasemdir við tillögurnar.

6.Suðurgata 4. Umsókn um byggingarleyfi

1905015

Bréf Lögfræðistofu Reykjavíkur f.h. eigenda fasteignarinnar F2096532 að Suðurgötu 4 vegna ólögmætra breytinga á fasteigninni F2096531 í sama húsi.
Lagt fram
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Bréfið lagt fram. Einnig lagt fram bréf skipulags- og byggingarfulltrúa til eiganda fasteignarinnar F2096531 vegna synjunar umsóknar um byggingarleyfi og leyfislausra framkvæmda á fasteigninni.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?