Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

9. fundur 11. desember 2019 kl. 17:30 - 19:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Áshildur Linnet formaður
  • Friðrik V. Árnason varaformaður
  • Ingþór Guðmundsson aðalmaður
  • Baldvin Hróar Jónsson aðalmaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Gísli Stefánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurður H. Valtýsson, skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigurður H. Valtýsson skipulags-og byggingarfulltrúi.
Dagskrá

1.Endurskoðun aðalskipulags kjörtímabilið 2018 - 2022

1806008

Sveitarfélagið Vogar. Aðalskipulag 2020-2040. Tillaga að skipulags- og matslýsingu. Dags. 6. desember 2019.
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Tillaga að skipulags- og matslýsingu er samþykkt og lagt til við bæjarstjórn að leitað verði umsagna um hana og hún kynnt í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

2.Nýtt vatnsból sveitarfélagsins

1506017

Breyting á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2008-2028, sem felst í breyttri staðsetningu á fyrirhuguðu vatnsbóli þéttbýlisins í Vogum (VB-2), tillaga dags. 04.12.2019. Tillaga að deiliskipulagi fyrir nýtt vatnsból, uppdrættir og greinargerð ásamt umhverfisskýrslu dags. 04.12.2019. Tillögur og umhverfisskýrsla hafa verið kynntar í samræmi við 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. afgreiðslu skipulagsnefndar á 7. fundi 22.10.2019.
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Tillögur og umhverfisskýrsla með breytingum eftir kynningartíma eru samþykktar og lagt til við bæjarstjórn að þær verði auglýstar í samræmi við 1. mgr. 31. gr. og 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Grænaborg. Breyting á deiiskipulagi

1912016

Bréf frá Grænubyggð ehf. dags. 06.12.2019 þar sem óskað er heimildar til að vinna breytingar á gildandi deiliskipulagi 1. áfanga íbúðarsvæðisins Grænuborgar. Jafnframt er óskað eftir afstöðu til þess hvort breytingin sé í samræmi við gildandi aðalskipulag og ef þörf er á breytingu þess er beiðst að gerð verði breyting á því samhliða breytingu deiliskipulags.
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Hemilað er að unnin verði tillaga að deiliskipulagsbreytingu og jafnframt að samhliða verði unnin tillaga að breytingu á aðalskipulagi. Nefndin telur að deiliskipulagsbreytingin eins og henni er lýst kalli á breytingu á aðalskipulagi.

4.Skyggnisholt 12-14. Fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi

1912006

Fyrirspurn frá SES Hús ehf. dags. 22.11.2019 um fjölgun íbúða úr 6 í 8 í hvoru húsi.
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Tekið er jákvætt í fyrirspurnina.

5.Hafnargata 101, uppbygging og þróun.

1911029

Bæjarráð vísaði málinu til umfjöllunar hjá skipulagsnefnd og óskar eftir tillögum nefndarinnar um þróun og uppbyggingu á reitnum.
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Málinu frestað til næsta fundar.

6.Kerfisáætlun Landsnets 2020-2029

1911032

Kynning Landsnets á verkefnis- og matslýsingu Kerfisáætlunar 2020-2029.
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Lagt fram.

7.Deiliskipulag við Krýsuvíkurberg í Hafnarfirði.

1812024

Ósk um umsögn frá Hafnarfjarðarbæ skv. bréfi dags. 01.11.2019.
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Ekki eru gerðar athugasemdir við deiliskipulagstillöguna.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni síðunnar?