Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

5. fundur 20. ágúst 2019 kl. 17:30 - 19:15 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Áshildur Linnet formaður
  • Friðrik V. Árnason varaformaður
  • Ingþór Guðmundsson aðalmaður
  • Gísli Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir varamaður
  • Guðmundur Kristinn Sveinsson varamaður
Starfsmenn
  • Sigurður H. Valtýsson, skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigurður H. Valtýsson skipulags-og byggingarfulltrúi.
Dagskrá

1.Suðurgata 4. Umsókn um byggingarleyfi

1905015

Gunnar Þór Ármannsson sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á fasteigninni F2096531, skv. bréfi dags. 13.05.2019 og rissi af grunnmyndum. Breytingarnar felast í að geymslu er breytt í baðherbergi við þvottahús, hurð lokað milli eldhúss og þvottahúss vegna breytingar á eldhúsi og notkun bílskúrs sem tilheyrir fasteigninni verði breytt í stúdíóíbúð. Umsóknin hefur verið grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir hafa borist frá meðeigendum hússins og lóðareiganda. Fyrir liggur umsögn skipulags- og byggingarfulltrúa um athugsemdirnar.
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Í ljósi framkominna athugasemda eru breytingarnar ekki samþykktar.

2.Hvassahraun-frístundabyggð. Breyting á aðal- og deiliskipulagi

1810076

Breyting á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2008-2028, tillaga dags. 10.05.2019 og breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar í Hvassahrauni, uppdrættir og greinargerð dags. 13.05.2019. Í breytingunni felst m.a. að lóðum er fjölgað um eina, gerðar breytingar á byggingarreitum tveggja lóða, hámarksstærð og hámarkshæð húsa aukin og skilgreind heimild til gististarfsemi. Fyrir liggur bréf Skipulagsstofnunar dags. 18. júlí 2019 vegna auglýsingar tillögu að breytingu á aðalskipulagi þar sem ekki er lagst gegn auglýsingu tillögunnar þegar tekið hefur verið tillit til athugasemda og ábendinga skv. bréfinu.
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Samþykkt er að tillögurnar verði lagfærðar sbr. eftirfarandi og lagt til við bæjarstjórn að að þær verði auglýstar í samræmi við 1. mgr. 31. gr. og 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með eftirfarandi lagfæringum:
Breyting á aðalskipulagi og breyting á deiliskipulagi:
Vegna umsagnar Skipulagsstofnunar er bætt við í skilmálum fyrir frístundasvæðið að tegund gististaða í flokki II (gististaðir án veitinga) sé aðeins í frístundahúsum í samræmi við h-lið 4. gr. reglugerðar um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 1277/2016.
Breyting á deiliskipulagi:
Vegna umsagnar UST við skipulagslýsingu er bætt við eftirfarandi ákvæði í greinargerð deiliskipulags:
Innan lóða og byggingarreita á svæðinu er nútímahraun sem fellur undir 61. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd. Í lögunum segir m.a. að forðast beri röskun slíkra náttúrufyrirbæra nema brýna nauðsyn beri til. Vegna þessa eru settir þeir skilmálar að frístundahúsum verði valin staður innan byggingarreita þar sem áhrif á nútímahraun verði sem minnst og að við allar framkvæmdir á skipulagssvæðinu er lögð áhersla á að nútímahraun verði fyrir sem minnstu raski.

3.Breiðuholt 12-14, 16-18 og 20-22. Fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi

1902017

Fyrirspurn frá Sparra ehf, beiðni um að þremur parhúsalóðum verði breytt í 3ja íbúða raðhúsalóðir.
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkt verði að heimila að unnin verði tillaga að breytingu á deiliskipulagi. Málsmeðferð verði í samræmi við óverulega breytingu á skipulagi.

4.Vogagerði 23, skipulag lóðar

1905031

Breyting á skipulagi og nýtingu lóðarinnar. Fyrir liggur tillaga umhverfisnefndar um nýtingu lóðarinnar.
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Tillögur umhverfisnefndar eru samþykktar um frágang og nýtingu lóðarinnar.
Lagt er til að skipulagi lóaðarinnar verði breytt í samræmi við tillöguna.

5.Hólagata - Ósk um breytingu húsnúmera

1711020

Ósk um breytingu húsnúmera hefur verið kynnt fyrir íbúum og eigendum húsa við götuna. Athugasemdir hafa borist við breytingarnar frá nokkrum aðilum.
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Fallið er frá áformum um breytinguna.

6.Svæðisskipulag Suðurnesja 2008-2024

1412019

Tillaga að breytingu á Svæðisskipulagi Suðurnesja 2008-2024 ásamt umhverfisskýrslu, dags. júlí 2019. Breytingin felur í sér breytta afmörkun vatnsverndarsvæðis í Reykjanesbæ, uppfærð flugbrautarkerfi
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Ekki eru gerðar athugasemdir við tillöguna og umhverfisskýrsluna.

7.Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025

1311026

Skipulagslýsing frá Hafnarfjarðarbæ dags. 28.05.2019 lögð fram til umsagnar.
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Ekki eru gerðar athugasemdir við skipulagslýsinguna.

8.Binding kolefnis og uppbyggingu skógarauðlindar á Íslandi.

1906017

Erindi Skógræktarinnar dagsett í júní 2019 varðandi bindingu kolefnis og uppbyggingu skógarauðlindar á Íslandi.
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:15.

Getum við bætt efni síðunnar?