Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

4. fundur 18. júní 2019 kl. 17:30 - 18:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Áshildur Linnet formaður
  • Friðrik V. Árnason varaformaður
  • Ingþór Guðmundsson aðalmaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Gísli Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðmundur Kristinn Sveinsson
Starfsmenn
  • Sigurður H. Valtýsson, skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigurður H. Valtýsson skipulags-og byggingarfulltrúi.
Dagskrá

1.Suðurgata 4. Umsókn um byggingarleyfi

1905015

Gunnar Þór Ármannsson sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á fasteigninni F2096531, skv. bréfi dags. 13.05.2019 og rissi af grunnmyndum. Breytingarnar felast í að geymslu er breytt í baðherbergi við þvottahús, hurð lokað milli eldhúss og þvottahúss vegna breytingar á eldhúsi og notkun bílskúrs sem tilheyrir fasteigninni verði breytt í stúdíóíbúð.
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Umsóknin er í samræmi við aðalskipulag og er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar en deiliskipulag liggur ekki fyrir. Umsóknina skal grenndarkynna í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 áður en umsókn um byggingarleyfi er afgreidd. Kynna skal umsóknina fyrir meðeigendum hússins, lóðareiganda og íbúum og eigendum Suðurgötu 2A og 6, Brekkugötu 9, 11, 13, 15 og 17.

2.Hvassahraun-frístundabyggð. Breyting á aðal- og deiliskipulagi

1810076

Breyting á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2008-2028, tillaga dags. 10.05.2019 og breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar í Hvassahrauni, uppdrættir og greinargerð dags. 13.05.2019. Í breytingunni felst m.a. að lóðum er fjölgað um eina, gerðar breytingar á byggingarreitum tveggja lóða, hámarksstærð og hámarkshæð húsa aukin og skilgreind heimild til gististarfsemi. Tillögurnar hafa verið kynntar í samræmi við 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Tillögurnar eru samþykktar og lagt til við bæjarstjórn að þær verði auglýstar í samræmi við 1. mgr. 31. gr. og 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Matsáætlun - Suðurnesjalína 2

1803025

Beiðni Skipulagsstofnunar um umsögn, skv. bréfi dags. 31. maí 2019, um frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum dags. í maí 2019.
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Beiðnin lögð fram til upplýsingar.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Getum við bætt efni síðunnar?