Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

76. fundur 20. janúar 2026 kl. 17:30 - 18:45 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Andri Rúnar Sigurðsson formaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • Guðmundur Kristinn Sveinsson aðalmaður
  • Inga Sigrún Baldursdóttir varamaður
  • Eðvarð Atli Bjarnason áheyrnarfulltrúi
  • Birkir Rútsson 3.varamaður
Starfsmenn
  • Davíð Viðarsson Skipulagsfultrúi
  • Ólafur Melsted Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Fundargerð ritaði: Davíð Viðarsson Skipulagsfulltrúi
Dagskrá
Óskað var eftir því að taka mál nr. 5 málsnr. 2407029, inn með afbrigðum og var það samþykkt samhljóða.

1.Svæðisskipulag Suðurnesja 2024-2040

2411027

Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja óskar eftir umsögn við tillögu að Svæðisskipulagi Suðurnesja 2024-2040.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við tillögu að svæðisskipulagi Suðurnesja.

2.Viðhald og framkvæmdir 2026

2601023

Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs kynnir helstu viðhalds- og framkvæmdaverkefni ársins 2026.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Sviðsstjóri fór yfir fyrirhuguð viðhalds- og framkvæmdarverkefni.

3.Miðbæjarreitur (Skyggnisholt 16) - Framtíðarþróun

2212011

Tekið fyrir skipulag svæðisins og möguleg framtíðarþróun þess.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin ræddi skipulag svæðisins. Málinu frestað til næsta fundar.

4.Umhirðuáætlun Sveitarfélagsins Voga

2104040

Farið yfir umhirðumál í sveitarfélaginu, áherslusvæði ársins og annað sem betur má fara.



Afgreiðsla skipulagsnefndar: Farið yfir umhirðumál í sveitarfélaginu. Lagt er til að fá HES á fund nefndarinnar.

5.Innviðalóð undir tækjahús

2407029

Mál tekið upp að nýju vegna óska Mílu um staðsetningu á mastri og tækjahúsi.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Umhverfis- og skipulagssviði falið að vinna málið áfram.

6.Breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025

2203035

Hafnarfjarðarkaupstaður óskar eftir umsögn vegna tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013 - 2025 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í breytingartillögu aðalskipulagsins er bætt við nýju iðnaðarsvæði, 4 ha að stærð í Krísuvík.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd sveitarfélagsins Voga gerir ekki athugasemdir við breytingartillöguna.

Fundi slitið - kl. 18:45.

Getum við bætt efni síðunnar?