Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

75. fundur 08. desember 2025 kl. 17:30 - 18:45 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Andri Rúnar Sigurðsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson aðalmaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • Guðmundur Kristinn Sveinsson aðalmaður
  • Gísli Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Inga Sigrún Baldursdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Davíð Viðarsson Skipulagsfultrúi
  • Ólafur Melsted Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Fundargerð ritaði: Davíð Viðarsson Skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.CanAm Iceland Hill Rally 2026

2511017

CanAm Iceland Hill Rally óska eftir leyfi vegna afnota á vegum sveitarfélagsins undir rallykeppni 6.-8. ágúst 2026.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin telur umræddan veg óheppilegan undir slíka keppni og hafnar erindinu.

2.Bifreiðastæði fyrir stóra bíla

2511016

Vegna fyrirspurna um bílastæði fyrir stóra bíla leggur umhverfis- og skipulagssvið til að skoðað verði svæði sem henti vel undir slík bílastæði.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin bendir á lóð við Heiðarholt 3, gæti hentað til bráðabirgða þar til að lóð verði úthlutað fyrir stærri bíla.

3.Byggingarleyfi Brekkugata 3

2511007

Róbert Svavarsson sendir inn teikningar vegna fyrirhugaðrar viðbygginga við Brekkugötu 3. Um er að ræða viðbyggingu sem gert er ráð fyrir að verði forstofa, þetta rými mun tengja aðalbyggingu og bílskúr saman í eina heild, 12,2 fm.

Einnig er um að ræða aðra viðbyggingu 44,7 fm sem stækkun til suðvesturs, í þeirri byggingu er gert ráð fyrir alrými þar sem reiknað er með að vera með heitapott og setstofu.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Umsóknin samræmist aðalskipulagi en deiliskipulag liggur ekki fyrir og er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar. Samþykkt er að grenndarkynna erindið í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 áður en umsókn um byggingarleyfi er afgreidd. Erindið skal kynna aðliggjandi lóðum, Brekkugötu 1,2,4,5,6 og Akurgerði 24.

4.Vegir í náttúru Íslands

2512002

Tekin fyrir skrá yfir vegi í náttúru Íslands sem er skrá yfir vegi aðra en þjóðvegi sem sveitarstjórn skal skrá samhliða gerð aðalskipulags skv. 32. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013. Fyrir liggur tillaga að skrá yfir þá vegi sem koma til greina skv. leiðbeiningum Skipulagsstofnunar.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga að vegum í náttúru Íslands verði samþykkt og send Skipulagsstofnun skv. 32. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013.

5.Iðndalur 23 - aðkoma að baklóð

2512010

Eigenda að Iðndal nr. 23, bil 103 og 104, krefst þess að sveitarfélagið lagfæri aðkomu að baklóð lóðarinnar. Vegstubbur á milli lóðanna Iðndalur 15 og Iðndalur 23, sem tilkomin er með breytingu á skipulagi frá 2017, hefur verið þannig útfærður að hann nýtist Iðndal 23 ekki. Veghæðin er ekki í samræmi við hæð lóðarmarka að iðndal 23. Skv. skipulagi frá 2017 átti vegstubbur að vera aðkomuleið að baklóðum lóða við Iðndal 15 og 23.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Það er mat nefndarinnar að það sé hlutverk lóðarhafa að ganga frá aðkomu að baklóð hússins að Iðndal 23.

6.Iðndalur 23 - ósk um íbúðir á neðri hæð

2512011

Eigandi að bilum 103 og 104 við Iðndal 23 fasteignanúmer 2246732 og 2246733 óskar eftir heimild til að breyta notkun húsnæðisins (2246732 og 2246733) og standsetja íbúðir á fyrstu og annari hæð í umræddum bilum, beiðni á grundvelli gildandi aðalskipulags og endurskoðað aðalskipulag 2024-2040 (sem er í vinnslu). Lóðin er staðsett á miðsvæði M1 þar sem heimilt er að hafa íbúðir á efri hæðum. Eigandi óskar eftir heimild fyrir að koma fyrir íbúðum á neðri hæð einnig, líkt og fordæmi eru fyrir á umræddu miðsvæði M1.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin ítrekar fyrri afstöðu sína og felst ekki á íbúðir á neðri hæðum en samkvæmt skipulagi eru samþykktar íbúðir aðeins heimilaðar á efri hæðum. Þar sem íbúðir eru á neðri hæðum nú þegar er það heimilt skv. skipulagi eða hús verið skilgreint sem slíkt fyrir gildistöku núgildandi deiliskipulags. Erindinu er hafnað.

7.Svæðisskipulag Suðurnesja 2024-2040

2411027

Lögð er fram vinnslustillaga svæðisskipulags. Margvíslegar breytingar hafa orðið á mikilvægum forsendum sem snúa að Suðurnesjum. Vegna þessara breytinga var ákveðið að endurskoða stefnu svæðisskipulagsins um auðlindir, samgöngur og veitur, atvinnu og samfélag. Jafnframt er lögð fram stefna sem tekur til náttúruvár, loftslagsmála, auðlinda, innviða og heimsmarkmiða.

Tilgangur með endurskoðun svæðisskipulagsins er jafnframt að draga fram mikilvægi þeirra fyrir hagsmuni Suðurnesja og móta þá umgjörð sem þarf að fylgja til að tryggja fjölbreytta hagsmuni samfélags, umhverfis og efnahags. Kynningartími frá 4. des til og með 30. janúar nk.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Vinnslutillagan lögð fram.

8.Keilisnes - þróun og uppbygging iðnaðarsvæðis

2305063

Lögð eru fyrir lokadrög skýrslu um iðnaðar á Keilisnesi sem Alta ráðgjöfar unnu. Yfirlit yfir helstu forsendur um svæðið og mögulega uppbyggingu svæðisins.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:45.

Getum við bætt efni síðunnar?