2510015
Óskað er eftir breytingu á lóðarmörkum. Um er að ræða tilfærslu á lóðarmörkum lóðar 16 að lóðarmörkum lóðar númer 18, sem nemur breidd göngustígsins sem er á deiliskipulaginu. Þar með hverfur stígurinn af deiliskipulaginu, en stígur þessi þjónar ekki lengur þeim tilgangi sem að var stefnt í upphaflegu skipulagi hverfisins.
-Umfjöllun um svæði í B hluta Náttúruminjaskrár bætt við í greinargerð.
-Bætt er við þremur varúðarsvæðum vegna gruns um mengaðan jarðveg skv. ábendingu Náttúruverndarstofnunar.
Skipulagsnefnd telur umræddar breytingar á tillögu ekki vera grundvallar breytingar í skilningi 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga að Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2024-2040 verði samþykkt skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að bæjarstjórn geri svör skipulagsnefndar að sínum. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að senda Skipulagsstofnun tillöguna, ásamt athugasemdum og umsögn bæjarstjórnar um þær.