Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

74. fundur 21. október 2025 kl. 17:30 - 19:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Guðrún Sigurðardóttir varaformaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson aðalmaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • Guðmundur Kristinn Sveinsson aðalmaður
  • Gísli Stefánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Davíð Viðarsson Skipulagsfultrúi
  • Ólafur Melsted Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Fundargerð ritaði: Davíð Viðarsson Skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Endurskoðun aðalskipulags 2024 - 2040

2104026

Tekin fyrir að nýju tillaga að endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga að loknu auglýsingaferli skv. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var auglýst frá og með 28. júlí til og með 8. september 2025. Umsagnir og athugasemdir bárust frá 13 aðilum. Ómar Ívarsson situr fundinn undir þessum lið.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Tekið hefur verið tillit til þeirra umsagna og athugasemda sem bárust á auglýsingartíma tillögunnar og eftirfarandi breytingar gerðar:
-Umfjöllun um svæði í B hluta Náttúruminjaskrár bætt við í greinargerð.
-Bætt er við þremur varúðarsvæðum vegna gruns um mengaðan jarðveg skv. ábendingu Náttúruverndarstofnunar.

Skipulagsnefnd telur umræddar breytingar á tillögu ekki vera grundvallar breytingar í skilningi 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga að Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2024-2040 verði samþykkt skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að bæjarstjórn geri svör skipulagsnefndar að sínum. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að senda Skipulagsstofnun tillöguna, ásamt athugasemdum og umsögn bæjarstjórnar um þær.

2.Óveruleg breyting á lóðarmörkum milli Sjávarborgar 16 og 18

2510015

Óskað er eftir breytingu á lóðarmörkum. Um er að ræða tilfærslu á lóðarmörkum lóðar 16 að lóðarmörkum lóðar númer 18, sem nemur breidd göngustígsins sem er á deiliskipulaginu. Þar með hverfur stígurinn af deiliskipulaginu, en stígur þessi þjónar ekki lengur þeim tilgangi sem að var stefnt í upphaflegu skipulagi hverfisins.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Það er mat skipulagsnefndar að um óverulega breytingu sé að ræða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin felur Umhverfis- og skipulagssviði að grenndarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og leggur til við bæjarstjórn að heimila breytinguna og fyrirliggjandi tillaga verði samþykkt og málsmeðferð verði í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Göngu- og hjólreiðastígur Vogastapi

2107005

Umhverfis- og skipulagssviði var falið að ræða við HS-veitur og landeigendur með það fyrir augum að hjóla- og göngustígur verði á hitaveituslóð. Ný tillaga kynnt nefndinni eftir samtal við framgreinda aðila.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir fyrsta áfanga stígsins, frá þéttbýlinu til vesturs upp að Vogastapa og grenndarkynna framkvæmdarleyfið. Framkvæmdin er í samræmi við aðalskipulag Voga 2008-2028 ásamt því að vera í samræmi við tillögu að endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins sem er í vinnslu.

4.Framkvæmdarleyfi vegna jarðvegsmana við Heiðarholt

2509011

Sótt er framkvæmdaleyfi fyrir mön skv. skipulagi og meðfylgjandi útfærslu. Mönin er 60 m á lengd, 20m á breidd og um 3-4 metrar á hæð.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsfulltrúa er falið að gefa út framkvæmdarleyfi fyrir jarðvegsmön sem er í samræmi við gildandi deiliskipulag svæðisins.

5.Uppbygging og þróun ferðamannastaða í sveitarfélaginu

2209016

Farið yfir forgangslista um uppbyggingu ferðamannastaða í sveitarfélaginu og möguleg verkefni.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssvið er falið að sækja um styrk til að halda hönnunarsamkeppni fyrir hafnarsvæði, ásamt strandlengju meðfram byggð þéttbýlissins í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða.

6.Ályktun samþykkt á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands

2509036

Málinu er vísað til um skipulagsnefndar frá bæjarráði en um er að ræða ályktun vegna aðalskipulag sveitarfélaga frá Skógræktarfélagi Íslands.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Lagt fram og ályktunin verður tekin til greina þar sem við á.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni síðunnar?