Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

73. fundur 16. september 2025 kl. 17:30 - 18:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Andri Rúnar Sigurðsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson aðalmaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • Guðmundur Kristinn Sveinsson aðalmaður
  • Eðvarð Atli Bjarnason áheyrnarfulltrúi
  • Inga Sigrún Baldursdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Ólafur Melsted Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
  • Davíð Viðarsson Skipulagsfultrúi
Fundargerð ritaði: Davíð Viðarsson Skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Göngu- og hjólreiðastígur Vogastapi

2107005

Farið yfir athugasemdir við drög að framkvæmdaleyfi og næstu skref með aðilum frá Tæknisþjónustu SÁ.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Umhverfis- og skipulagssviði er falið að ræða við HS-veitur og landeigendur með það fyrir augum að hjóla- og göngustígur verði á hitaveituslóð. Náist samkomulag um það er sviðinu falið að grenndarkynna nýja leið fyrir hagsmunaaðilum.

2.Endurskoðun aðalskipulags 2024 - 2040

2104026

Lagðar fyrir innkomnar athugasemdir og farið yfir næstu skref í úrvinnslu athugasemda.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Umhverfis- og skipulagssviði er falið að vinna áfram í úrvinnslu athugasemda fyrir vinnufund nefndarinnar í október.

3.Hvassahraun 21 umsókn byggingarheimild

2508033

Óskað er eftir því að bátaskýli /geymsla verði hluti af frístundarhúsi.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skilmálar í deiliskipulagi segja í raun ekki hvort bátaskýli og verkfærageymsla sem eitt hús skuli vera stakstætt eða sambyggt frístundarhúsinu. Nefndin samþykkir því erindið.

4.Framkvæmdarleyfi vegna jarðvegsmana við Heiðarholt

2509011

Umhverfis- og skipulagssvið óskar eftir að framkvæmdaleyfi vegna jarðvegsmana við iðnaðarsvæði við Heiðarholt.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Umhverfis- og skipulagssviði er falið að útfæra tillögu að útfærslu jarðvegsmana.

5.Erindi frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands

2509012

Lagt fram erindi frá Náttúruhamfaratrygginum Íslands.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Getum við bætt efni síðunnar?