Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

72. fundur 19. ágúst 2025 kl. 17:30 - 18:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Guðrún Sigurðardóttir varaformaður
  • Ingþór Guðmundsson aðalmaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • Guðmundur Kristinn Sveinsson aðalmaður
  • Gísli Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Inga Sigrún Baldursdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Davíð Viðarsson Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Fundargerð ritaði: Davíð Viðarsson Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
Óskað var eftir því að taka mál nr. 4 málsnr. 2309023 og mál nr. 5 málsnr. 2203035, inn með afbrigðum og var það samþykkt samhljóða.

1.Flekkuvík 2 - Húsarústir eftir bruna

2508009

Óskað ef eftir heimild sveitarfélagsins til niðurrifs á brunarústum íbúðarhússins að Flekkuvík 2. Einnig er óskað eftir skriflegri heimild sveitarfélagsins til að byggja ekki annað íbúðarhús í stað þess sem brann og sveitarfélagið falli frá kröfu um endurbyggingu hússins að Flekkuvík 2.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin gerir ekki athugasemdir við að húsið verði rifið og ekki endurbyggt. Í gildandi og endurskoðuðu aðalskipulagi sveitarfélagsins er gert ráð fyrir iðnaðar- og hafnarsvæði á og við lóðina. Niðurrifi mannvirkja er vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa sveitarfélagsins þegar fullnægjandi gögn hafa borist embættinu.

2.Fyrirspurn um byggingarmál - Hrafnaborg 11

2507002

Óskað er eftir fjölgun íbúða úr 4 í 5, tvær 109m2 og þrjár 97m2 íbúðir.

Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin hafnar erindinu.

3.Óskað er eftir gusuaðstöðu

2505014

Lögð er fyrir nefndina ný staðsetning Gusu-aðstöðu við Hafnargötu 10.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti erindið og vísar stöðuleyfisumsókn til byggingarfulltrúa. Leggja þarf fram skriflegt leyfi lóðarhafa með umsókn um stöðuleyfi.

4.Endurskoðun aðalskipulags Keflavíkurflugvallar

2309023

Megintilgangur endurskoðunar fyrir flugvallarsvæðið er að festa í sessi þá stefnu sem fram kemur í Þróunaráætlun Isavia til 2045. Í þeirri áætlun hafa framtíðarmöguleikar flugvallarins verið kortlagðir og þannig skapar hún forsendur fyrir langtímahugsun og leggur fram áfangaskiptingu til að byggja upp flugvallarsvæðið til ársins 2045. Endurskoðuninni er ætlað að tryggja að unnt verði að sinna varnarskuldbindingum Íslands sem best. Tekur það m.a. til flugbrautarkerfis, byggingarheimilda, innviða og nauðsynlegs svigrúms fyrir þá starfsemi sem felast í þjóðréttarlegum skuldbindingum Íslands.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin gerir ekki athugasemdir við tillöguna en óskar eftir henni til umfjöllunar á síðari stigum.

5.Breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025

2203035

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti þann 26. febrúar 2025 að hefja vinnu við breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 og gerð deiliskipulags vegna rannsóknarborunar í Krýsuvík, KR-11, í Hafnarfirði. Vinnslutillaga að aðalskipulagsbreytingu byggir á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005-2025, sem staðfest var með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda 18. maí 2007 m.s.br., samþykktri rammaáætlun dags. 15. júní 2022 og samningi Hafnarfjarðar og HS Orku um heimild til rannsókna, landnota, lóðarleigu og nýtingu auðlindaréttinda í tengslum við mögulega nýtingu auðlinda í Krýsuvík.

Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin gerir ekki athugasemdir við skipulagsgögnin.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Getum við bætt efni síðunnar?