Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

71. fundur 23. júní 2025 kl. 17:30 - 17:55 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Guðrún Sigurðardóttir varaformaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson formaður
  • Guðmundur Kristinn Sveinsson aðalmaður
  • Gísli Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Birkir Rútsson 2. varamaður
  • Valdimar Pétursson 1. varamaður
Starfsmenn
  • Davíð Viðarsson Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Fundargerð ritaði: Davíð Viðarsson Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá

1.Heiðarholt 2, óveruleg breyting á deiliskipulagi

2203006

Lögð er fyrir breyting á deiliskipulagi við Heiðarholt 2. Breytingin felur í sér að skipta einni lóð í tvær en húsagerðir og skilmálar innan beggja lóðanna verður sú sama og í samræmi við þær byggingar sem gert er ráð fyrir á aðliggjandi lóðum.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Það er mat skipulagsnefndar að um óverulega breytingu sé að ræða skv. 2. mgr. 43. gr. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila breytinguna og að fyrirliggjandi tillaga verði samþykkt og málsmeðferð verði í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa er falið að grenndarkynna erindið.

2.Frístundasvæði við Breiðagerðisvík - Deiliskipulagsmál

2104030

Lokaafgreiðsla deiliskipulags við Breiðagerðisvík fyrir auglýsingu í b-deild Stjórnartíðinda.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja rökstuðning vegna athugasemda Skipulagslagsstofnunar um efni deiliskipulags og samþykkja tillöguna skv. 1. mgr. 42. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa er falið að sjá um gildistöku deiliskipulagsins með auglýsingu í B-deild.

3.Svæðisskipulag Suðurnesja 2024-2040

2411027

Tillaga að Svæðisskipulagi Suðurnesja 2024-2040 lögð fram til kynningar.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 17:55.

Getum við bætt efni síðunnar?