Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

70. fundur 20. maí 2025 kl. 17:30 - 19:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Andri Rúnar Sigurðsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson aðalmaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • Guðmundur Kristinn Sveinsson aðalmaður
  • Gísli Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Inga Sigrún Baldursdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Davíð Viðarsson Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
  • Hanna Lísa Hafsteinsdóttir Verkefnastjóri á umhverfis- og skipulagssviði
Fundargerð ritaði: Davíð Viðarsson Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá

1.Óskað er eftir gusuaðstöðu við enda Hvammsgötu

2505014

Óskað er eftir varanlegu stöðuleyfi fyrir því að setja gám á grassvæði við enda Hvammsgötu. Í gámnum verður starfrækt Gusa sem býður upp á skipulagða tíma undir handleiðslu Gusumeistara. Aðilar kynna erindið.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Andri Rúnar Sigurðsson vék af fundi undir þessum lið. Skipulagsnefnd þakkar aðilum Gusuhóps fyrir kynninguna. Nefndin felur umhverfis- og skipulagssviði að kynna erindið nágrönnum.

2.Endurskoðun aðalskipulags 2024 - 2040

2104026

Tekið fyrir að nýju, farið yfir ábendingar og athugasemdir Skipulagsstofnunar ásamt tillögu að viðbrögðum við þeim.Lögð fyrir tillaga að Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2024-2040 sem lagfærð hefur verið vegna ábnedinga og athugasemda Skipulagsstofnunar.

Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin samþykkir aðalskipulagstillöguna og leggur til við bæjarstjórn að hún verði send til Skipulagsstofnunar til athugunar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og í framhaldi auglýst í samræmi við 31. gr. sömu laga.

3.Fyrirspurn um byggingarmál - Tjarnargata 11

2503050

AIA og Jónsvör ehf. óska eftir fjölgun íbúða úr fjórum í sex íbúðir við Tjarnargötu 11. Þannig yrðu tvær 95fm íbúðir og ein 60fm íbúð á jarðhæð auk inntaksrýmis og hjólageymslu og tvær 95fm íbúðir og ein 85fm íbúð á annarri hæð. Telja aðilar þetta vera í takt við þarfir og kröfur markaðarins í dag, þ.e. að mikil þörf sé á smærri íbúðum fyrir ungt fólk til að kaupa sína fyrstu eign.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin hafnar erindinu.

4.Umsókn um byggingarleyfi - Narfakot

2309030

Sótt er um byggingarleyfi fyrir 40 fm bragga skemmu sem nýtt verður sem geymsla. Mannvirkið hefur verið fært og talið vera innan lands Narfakots. Framkvæmdin er í samræmi við aðalskipulag en ekki liggur fyrir deiliskipulag. Óskað er eftir leyfi án deiliskipulagsgerðar skv. 44. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Unnið er að merkjalýsingu fyrir landamerki Narfakots.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd heimilar að umsókn um byggingarleyfi verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málsmeðferð umsóknar um byggingarleyfi verði í samræmi við ákvæði laga um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.

5.Skipulagsbreyting vegna kennsluhúsnæðis - byggingarreitur

2505013

Sveitarfélagið Vogar óskar eftir að settar verði upp lausar kennslustofur á opið svæði og hluta til á lóðina Tjarnargötu 4 (Garðhús). Þetta er til að bregðast við óvenju mikilli fjölgun grunnskólabarna í Stóru-Vogaskóla síðustu ár. Húsnæðið verði fjarlægt þegar frekari uppbyggingu skólans er lokið eða eftir að hámarki fjögur ár.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd samþykkir erindið. Heimildin gildir í fjögur ár og skal kynna fyrir nágrönnum.

6.Fyrirspurn um byggingarmál - Skyggnisholt 16

2505022

Lagðar eru fram tillögur Hauks Óskarssonar vegna Skyggnisholts 16.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Lagt fram.

7.Aðal- og deiliskipulagstillaga Hafnargötu 101

2501010

Tekið fyrir að nýju að lokinni kynningu skipulagslýsingar aðalskipulagsbreytingar og deiliskipulags. Engin athugasemd barst á kynningartíma en 3 umsagnir frá umsagnaraðilum bárust vegna deiliskipulags og 5 umsagnir frá umsagnaraðilum vegna breytingar á aðalskipulagsi.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu að breytingu á aðalskipulagi og tillögu að deiliskipulagi ásamt því að óska eftir því við Skipulagsstofnun að fá að auglýsa tillögu að aðalskipulagi skv. 31. gr. skipulagsslaga nr. 112/2010. Samhliða auglýsingu aðalskipulagsbreytingar verður nýtt deiliskipulag auglýst.

8.Göngu- og hjólreiðastígur Vogastapi

2107005

Lögð er fram umsókn sveitarfélagsins Vogar um framkvæmdaleyfi vegna göngu- og hjólastígs, um 3 km langur, frá þéttbýlinu til vesturs upp á Vogastapa til móts við mislæg gatnamót til Grindavíkurbæjar. Um er að ræða fyrsta áfanga af nokkrum í tengingu á stígakerfum Voga, Reykjanesbæjar og Grindavíkurbæjar.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Framkvæmdin er í samræmi við aðalskipulag Voga 2008-2028 ásamt því að vera í samræmi við tillögu að endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins sem er í vinnslu. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að leita umsagnar frá Minjastofnun Íslands ásamt því að ræða við Vegagerðina um framkvæmdina. Þá er mikilvægt að halda áfram samtali við Reykjanesbæ um stígatengingar við sveitarfélagamörkin ásamt því að ræða við HS veitur um þann möguleika að leggja grunninnviði í stíginn vegna þeira náttúruhamfara sem eru í gangi á svæðinu.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni síðunnar?