Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

58. fundur 20. febrúar 2024 kl. 17:30 - 19:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Guðrún Sigurðardóttir varaformaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson aðalmaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • Guðmundur Kristinn Sveinsson aðalmaður
  • Gísli Stefánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Davíð Viðarsson Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Fundargerð ritaði: Davíð Viðarsson Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá

1.Endurskoðun aðalskipulags kjörtímabilið 2018 - 2022

2104026

Haldið áfram með vinnu við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins. Ómar Ívarsson skipulagsfræðingur tekur þátt í þessum dagskrárlið í gegnum fjarfundabúnað.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Unnið í endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins.

2.Frístundasvæði við Breiðagerðisvík - Deiliskipulagsmál

2104030

Tekið fyrir að nýju eftir auglýsingu í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin fór yfir umsagnir og athugasemdir í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samþykkir tillögur að svörum athugasemda og umsagna. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja skipulagstillögur skv. áðurnefndri grein skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Færanlegar kennslustofur

2211011

Fyrirhugað er að setja 84 fm. kennslustofu við leikskólann Suðurvelli til að mæta fjölgun leikskólabarna í sveitarfélaginu. Ekki liggur fyrir deiliskipulag og var því málið kynnt nágrönnum og barst athugasemd á kynningartíma.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Erindið hefur verið kynnt nágrönnum og barst athugasemd á kynningartíma. Það er mat nefndarinnar að fyrirhuguð áform hafi óveruleg áhrif. Um sé að ræða tímabundna lausn sem nýtir þá innviði sem til staðar eru en áður var hús á þessum stað.

4.Fyrirspurn um byggingarmál - Hvassahraun 14

2402026

Óskað er eftir undanþágu frá skipulagi með það að leiðarljósi að hafa eina byggingu samtal 200 fm í stað 2 bygginga (150 fm 50 fm). Byggingareitur er þröngur vegna 100 metra fjarlægðarlínu frá Reykjanesbraut.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin hafnar erindinu og vísar til gildandi deiliskipulags fyrir svæðið.

5.Fyrirspurn um byggingarmál - Hrafnaborg 11

2402022

Haukur Ásgeirsson sendir inn fyrirspurnarteikningu fyrir lóð Hrafnaborgar 11. Óskað er eftir því að lóð nr. 11 verði stækkuð þannig að göngustígur er sveigður til og byggingarreitur og lóð stækki. Ætlunin er að eins raðhús verði þá á lóðum 7, 9, 11 og 13.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Tekið er vel í erindið. Skipulagsnefnd telur að um sé að ræða óverulegt frávik skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt er það mat nefndarinnar að breytingin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda og er því fallið frá að grenndarkynna tillöguna. Skipulagsfulltrúa er falið að klára málið.

6.Breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025

2203035

Skipulags- og matslýsing, breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 og nýjar deiliskipulagsáætlanir fyrir borteiga Coda Terminal. Á svæðinu verða skipulagðir 8 nýir iðnaðarsvæðisreitir á aðalskipulagsstigi. Áætluð stærð hvers iðnaðarsvæðisreits er um 0,7 ha. Staðsetning reita á þessu stigi er til viðmiðunar og endanleg staðsetning mun koma fram í skipulagsgögnum. Deiliskipulagsbreytingar og/eða nýjar deiliskipulagsáætlanir verða unnar fyrir iðnaðarsvæðisreiti. Skipulagsbreytingar þær sem hér er lýst miða að því að koma fyrir borteigum með nauðsynlegum veg- og lagnatengingum, en borteigur er hugtak sem notað er yfir svæði þar sem niðurdæling koldíoxíðs fer fram.





Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin gerir ekki athugasemd við erindið.

7.Aðalskipulag Reykjanesbæjar 2020-2035

2109014

Skipulagslýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2020-2035 og nýs deiliskipulags fyrir íbúðabyggð í Keflavíkurborgum. Gert er ráð fyrir að breyta landnotkun á hluta opins 38,0 ha., svæðis OP6 í íbúðarsvæði. Breytingin mun taka til 43,0 ha. svæðis. Núverandi landnotkun svæðisins er skilgreind sem opið svæði. Ástæða breytingar er að skortur er á íbúðarlóðum í Reykjanesbæ. Fyrirhugað er að stækka núverandi íbúðarsvæði (íb25) sem er 5,0 ha. um 24, ha. Gert er ráð fyrir að íbúðasvæði verði ca 29,0 ha. að stærð.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin gerir ekki athugasemd við erindið.

8.Aðalskipulag Reykjanesbæjar 2020-2035

2109014

Aðalskipulagsbreyting Höfnum - Hvammur og Selvogur. Hvammur, verður með skilgreinda landnotkun sem frístundabyggð í stað opins svæðis ætlað fyrir samfélagsþjónustu. Við breytnguna minnkar það land sem er ætlað sem opið svæði um 0,34 ha og undir samfélagsþjónustu um 0,06 ha sbr. gildandi landnotkunaruppdrátt aðalskipulagsins. Seljavogur 2a L129943, um 0,8 ha af 3.3 ha verður með skilgreinda landnotkun sem íbúðarbyggð ásamt hverfisvernd að hluta í stað opins svæðis og hverfisvernd að hluta sbr. gildandi þéttbýlisuppdrátt aðalskipulagsins.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin gerir ekki athugasemd við erindið.

9.Aðalskipulag Reykjanesbæjar 2020-2035

2109014

Vatnsnes breyting á aðalskipulagi. Breyting á miðsvæði Vatnsness, M9. Svæðið er um 18,5 ha. Núgildandi aðalskipulag gerir ráð fyrir 600 íbúðum á svæðinu. Við breytinguna fjölgar íbúðum í 1250 og heildar byggingarmagn eykst sem gerir ráð fyrir íbúðum og annarri þjónustu á svæðinu.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin gerir ekki athugasemd við erindið.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni síðunnar?