Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

57. fundur 16. janúar 2024 kl. 17:30 - 18:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Guðrún Sigurðardóttir varaformaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson aðalmaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • Guðmundur Kristinn Sveinsson aðalmaður
  • Gísli Stefánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Davíð Viðarsson Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
  • Hanna Lísa Hafsteinsdóttir Verkefnastjóri á umhverfis- og skipulagssviði
Fundargerð ritaði: Hanna Lísa Hafsteinsdóttir Verkefnastjóri á umhverfis- og skipulagssviði
Dagskrá
Óskað var eftir því að taka mál nr. 5 málsnr. 2309030, umsókn um byggingarleyfi - Narfakot, inn með afbrigðum og var það samþykkt samhljóða.

1.Fyrirspurn um skipulagsmál - Hvassahraun

2302006

Landeigandi kynnir mögulega framtíðaruppbyggingu svæðisins.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin tekur vel í erindið og þakkar Þórarni og Pálínu fyrir komuna á fundinn. Nefndin vísar erindinu til vinnu við endurskoðun aðalskipulags.

2.Deiliskipulag Grænubyggðar áfangi 2 (Norðursvæði)

2211023

Tekið fyrir að nýju að lokinni forkynningu skv. 4. mgr. 40 gr. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig liggur fyrir viðauki við samkomulag við Grænubyggð vegna uppbyggingar svæðisins (áfanga 6-10).
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að auglýsa skipulagstillöguna til kynningar í samræmi við ákvæði skipulagslaga nr. 123 frá 2010 sbr. 1. mgr. 41. gr. sbr. 31. gr. sömu laga. Nefndin telur þó nauðsynlegt að áður en tillagan verður afgreidd, að loknum auglýsingatíma, liggi fyrir viðauki við samkomulag við landeigendur um uppbyggingu hverfisins m.a. um uppbyggingarhraða, áfangaskiptingu og heimildir til uppbyggingar hvers hluta m.a. m.t.t. kostnaðar og möguleika sveitarfélagsins til að tryggja þjónustu við íbúa hins nýja hverfis í samræmi við uppbyggingu þess. Vísað til bæjarstjórnar.“

3.Hafnargata 101, uppbygging og þróun.

2104054

Lagt fyrir nefndina minnisblað vegna samantektar á kynningum og næstu skrefum í málinu.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Lagt fyrir, skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram og afla frekari gagna.

4.Umsókn um lóð undir auglýsingaskilti

2401019

Óskað er eftir lóð undir LED auglýsingaskilti við Reykjanesbraut. Fylgigögn sýna nánari tillögu að staðsetningu og útlit skiltisins.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin hafnar erindinu þar sem hún álítur að upplýst skilti i náttúrunni eigi ekki við á þessum stað.



5.Umsókn um byggingarleyfi - Narfakot

2309030

Erindið var grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust frá erfingjum Halldórsstaða vegna grenndarkynningar á byggingarleyfi fyrir bragga í Narfakoti. Óska erfingjar Halldórsstaða eftir því að komist verði að samkomulagi um skipting lands sem hingað til hefur verið óskipt þar sem óvissa ríki um landamerki.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Þar sem óvissa er um landamerki er málinu frestað. Ganga þarf frá samkomulagi um skiptingu lands áður en málsmeðferð um byggingarleyfi verður tekið fyrir.

6.Aðalskipulag Reykjanesbæjar 2020-2035

2109014

Reykjanesbær í samstarfi við Kadeco leggur fram til kynningar Framtíðarsýn fyrir Ásbrú til 2050. Rammahluti Aðalskipulags Reykjanesbæjar 2023- 2035.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin hefur engar athugasemdir við skipulagið.

7.Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025 iðnaðarsvæði I4 breyting á aðalskipulag

2309032

Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt skipulagslýsing eftirfarandi aðalskipulagsbreytingar: Stækkun iðnaðarsvæðisins I4 inn á óbyggt svæði til austurs vegna stækkunar lóðarinnar Álhellu 1. Stærð skipulagssvæðis er um 75 ha en stærð á því svæði þar sem landnotkunin breytist úr óbyggðu svæði í iðnaðarsvæði er 1,2 ha.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Ekki er gerð athugasemd við skipulagslýsinguna.

8.Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2026-2040

2401013

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur samþykkt að hefja vinnu við endurskoðun Aðalskipulags Hafnarfjarðar 2026 - 2040. Lögð er fram skipulags- og matslýsing. Skipulagslýsing er verkáætlun um mótun tillögu að endurskoðun á gildandi aðalskipulagi þar sem tildrögum og forsendum skipulagsgerðarinnar er lýst og áherslur sveitarstjórnar lagðar fram ásamt tímaáætlun skipulagsferlisins.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Ekki eru gerðar athugasemdir við skipulags- og matslýsingu.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Getum við bætt efni síðunnar?