Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

56. fundur 21. nóvember 2023 kl. 17:30 - 19:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Guðrún Sigurðardóttir varaformaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson aðalmaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • Guðmundur Kristinn Sveinsson aðalmaður
  • Gísli Stefánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Davíð Viðarsson Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
  • Hanna Lísa Hafsteinsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Hanna Lísa Hafsteinsdóttir Verkefnastjóri á umhverfis- og skipulagssviði
Dagskrá

1.Hafnargata 101, uppbygging og þróun.

2104054

Aðilar sem sýnt hafa lóðinni áhuga er boðið á fund nefndarinnar. Þeim gefst kostur á að leggja fram sínar hugmyndir og heyra afstöðu nefndarinnar.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin þakkar aðilum fyrir komuna á fundin og fyrir samtalið.

2.Umsókn um byggingarleyfi - Narfakot

2309030

Sótt er um byggingarleyfi fyrir 40 fm bragga skemmu sem nýtt verður sem geymsla. Framkvæmdin er í samræmi við aðalskipulag en ekki liggur fyrir deiliskipulag. Óskað er eftir leyfi án deiliskipulagsgerðar skv. 44. gr skipulagslaga nr. 123/2010
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd heimilar að umsókn um byggingarleyfi verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málsmeðferð umsóknar um byggingarleyfi verði í samræmi við ákvæði laga um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.

3.Mál til umsagnar - frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf

2310024

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir inn erindi til umsagnar varðandi frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Erindið lagt fyrir, nefndin hefur engar athugasemdir við frumvarpið.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni síðunnar?