Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

54. fundur 19. september 2023 kl. 17:30 - 19:15 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Guðrún Sigurðardóttir varaformaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson aðalmaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • Guðmundur Kristinn Sveinsson aðalmaður
  • Gísli Stefánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Davíð Viðarsson Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
  • Hanna Lísa Hafsteinsdóttir Verkefnastjóri á umhverfis- og skipulagssviði
Fundargerð ritaði: Hanna Lísa Hafsteinsdóttir Verkefnastjóri á umhverfis- og skipulagssviði
Dagskrá

1.Ósk um lóð á Keilisnesi (Flekkuvík)

2305062

Aðilar BM Vallár kynna sveitarfélaginu starfsemi sína og mögulega framtíðaruppbyggingu sem gæti átt sér stað í sveitarfélaginu. Ráðgjafar Alta ráðgjafafyrirtækis sitja fundinn undir þessum dagskrárlið.

Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin þakkar Þorsteini Víglundssyni frá BM Vallá fyrir góða og áhugaverða kynningu. Erindinu vísað í áframhaldandi vinnu við þróun og uppbyggingu á svæðinu.

2.Keilisnes - þróun og uppbygging iðnaðarsvæðis

2305063

Ráðgjafar Alta fara yfir stöðuna á verkefninu.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin þakkar Árna Geirssyni frá Alta fyrir yfirferðina.

3.Lenging sjóvarnar við Breiðagerðisvík

2309021

Vegagerðin óskar eftir framkvæmdaleyfi til þess að halda áfram með framkvæmdir við sjóvarnir í Breiðagerðisvík. Um er að ræða 220 m lengingu á sjóvörnum.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin samþykkir framkvæmdaleyfi með fyrirvara um samþykki bæjarráðs fyrir fjármögnun sveitarfélagsins í verkefninu.

4.Endurskoðun aðalskipulags Keflavíkurflugvallar

2309023

Óskað er umsagnar á skipulags- og matslýsingu vegna endurskoðunar á aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar. Í lýsingu er gerð grein fyrir tildrögum skipulagsvinnunnar og hvernig fyrirhugað er að standa að skipulagsgerðinni auk þess sem megin áherslur eru skilgreindar, helstu forsendur við endurskoðunina og fjallað um fyrirkomulag samráðs og kynninga. Umhverfismat verður unnið samhliða endurskoðun aðalskipulags Keflavíkurflugvallar.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin gerir ekki athugasemd við skipulags- og matslýsingu vegna endurskoðunar á aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar.

Fundi slitið - kl. 19:15.

Getum við bætt efni síðunnar?