Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

53. fundur 28. ágúst 2023 kl. 17:30 - 18:45 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Andri Rúnar Sigurðsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson aðalmaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • Gísli Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Inga Sigrún Baldursdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Davíð Viðarsson Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
  • Hanna Lísa Hafsteinsdóttir Verkefnastjóri á umhverfis- og skipulagssviði
Fundargerð ritaði: Hanna Lísa Hafsteinsdóttir Verkefnastjóri á umhverfis- og skipulagssviði
Dagskrá

1.Ósk um heimild til óverulegar breytingar á deiliskipulagi - Sjávarborg 1-3-5

2308034

Óskað er eftir því að gera óverulega breytingu á deiliskipulagi fyrir Sjávarborg 1,3 og 5. Sú breyting sem lögð er til er að heimilt verði að byggja 4 íbúðir á lóð í stað 3 íbúða. Aðrir skilmálar verði óbreyttir.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin vill halda í núverandi fyrirkomulag og hafnar erindinu.

2.Frístundasvæði við Breiðagerðisvík - Deiliskipulagsmál.

2104030

Tekið fyrir að nýju eftir auglýsingu í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin fór yfir athugasemdir og umsagnir í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Unnið er úr athugasemdum og umsögnum, málinu frestað.


3.Deiliskipulag Grænubyggðar áfangi 2 (Norðursvæði)

2211023

Tekið fyrir að nýju að lokinni forkynningu skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Farið yfir athugasemdir.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin frestar málinu til næsta fundar.

4.Kirkjuholt aðalskipulagsbreyting og nýtt deiliskipulag

2206024

Tekið fyrir að nýju eftir auglýsingu í samræmi við 1. mgr. 31. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin fór yfir umsagnir og athugasemdir í samræmi við 3. mgr. 41. gr. og 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samþykkir tillögur að svörum athugasemda og umsagna. Nefndin telur athugasemdirnar ekki gefa ástæðu til breytingar á deiliskipulagi og aðalskipulagsbreytingu. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja skipulagstillögur skv. áðurnefndum greinum skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Deiliskipulag og uppbygging á reit IB-5

2205002

Tekið fyrir að nýju að lokinni forkynningu skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Farið yfir athugasemdir.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin þakkar fyrir athugasemdir við forkynningu og telur að athugasemdirnar kalli á óverulega lagfæringu á deiliskipulagstillögu. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að umhverfis- og skipulagssviði verði falið að auglýsa tillöguna skv. 41. gr. skipulaga nr 123/2010.

6.Endurskoðun aðalskipulags kjörtímabilið 2018 - 2022

2104026

Haldið áfram með endurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Tekið upp þar sem frá var horfið, en vinna við endurskoðun aðalskipulagsins hefur legið niðri frá upphafi árs 2022.
Afgreiðsla skipulagsnefnd: Farið yfir stöðu mála, áframhaldandi vinnu við aðalskipulag vísað til næsta fundar nefndarinnar.

7.Göngu- og hjólreiðastígur Vogastapi

2107005

Vegagerðinn hefur tekið frá 100 m.kr. í hjólastígaverkefni frá Vogum að Grindavíkurgatnamótum á árunum 2025 og 2026. 50 m.kr. á ári. Spurt er hvort vilji sé hjá sveitarfélagingu að flýta framkvæmdum og hefja framkvæmdir á næsta ári. Miðað er við að Vegagerði greiði 70% af heildarkostnaði verkefnsins.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin tekur vel í erindið og leggur til við bæjarráð að verkefnið verði tekið inn í fjárhagsáætlanagerð.

8.Breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025

2203035

Hafnarfjarðarkaupstaður óskar eftir umsögn vegna breytinga á aðal- og deiliskipulagi. Þann 30. nóvember 2018 var gerð breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar (ÍB6) þar sem fram kom í texta að núverandi hús við Suðurgötu 44 fengi nýtt hlutverk en yfirbragð að mestu látið halda sér. Í þessari breytingu, sem nú er til kynningar, er ákvæði um yfirbragð og hlutverk Suðurgötu fellt út.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin gerir engar athugasemdir við erindið.

Fundi slitið - kl. 18:45.

Getum við bætt efni síðunnar?