Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

52. fundur 29. júní 2023 kl. 17:30 - 18:35 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Guðrún Sigurðardóttir varaformaður
  • Ingþór Guðmundsson aðalmaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • Guðmundur Kristinn Sveinsson aðalmaður
  • Gísli Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Inga Sigrún Baldursdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Davíð Viðarsson Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
  • Hanna Lísa Hafsteinsdóttir
Fundargerð ritaði: Hanna Lísa Hafsteinsdóttir Verkefnastjóri á umhverfis- og skipulagssviði
Dagskrá

1.Trúnaðarmál

2306029

Lagt er fyrir nefndina drög að samkomulag vegna flýtingar framkvæmda v. SN2 vegna mögulegrar uppbyggingar raforkuinnviða í Sveitarfélaginu Vogum.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Lagt fram til kynningar.

Ívar Pálsson lögmaður sat fundinn undir þessum lið.

2.Trúnaðarmál

2104113

Tekið fyrir að nýju erindi Landsnets hf. dags. 11.12.2020, umsókn um framkvæmdaleyfi Suðurnesjalínu 2, ásamt fylgigögnum.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að greinargerð „sveitarstjórnar“, dagsett í júní 2023, um umsókn framkvæmdaleyfi. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að að fallist verði á umsókn Landnets um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 skv. leið C. með vísan til rökstuðnings og þeirra skilyrða sem fram koma í 5. kafla í tillögu að greinargerð sveitarstjórnar, m.a. um að hluti Suðurnesjalínu 1, þar sem hún liggur næst Reykjanesbraut og þéttbýlinu í Vogum, verði strax lagður sem jarðstrengur meðfram Reykjanesbraut.

Með samkomulagi milli Sveitarfélagsins Voga og Landsnets, um að Suðurnesjalína 1, loftlína, verði tekin niður og lögð sem jarðstrengur, telur nefndin að komið sé til móts við sjónarmið sveitarfélagsins um að til framtíðar litið liggi ekki tvær háspennulínur í lofti um sveitarfélagið með tilheyrandi sjónrænum áhrifum. Með því að leggja Suðurnesjalínu 1 í jörðu norðan við línustæði núverandi línu, einkum ef það verður gert norðan Reykjanesbrautar s.s. með meðfram Vatnsleysustrandarvegi, verði afhendingar öryggi kerfisins í heild aukið til muna m.t.t. jarðvár.

Ívar Pálsson lögmaður sat fundinn undir þessum lið.

3.Deiliskipulag Grænubyggðar áfangi 2 (Norðursvæði)

2211023

Lögð er fyrir nefndina vinnslustillaga svæðisins. Viðfangsefni deiliskipulagsins er m.a. að skipuleggja íbúðarbyggð með 334 íbúðum í sérbýlishúsum og fjölbýlishúsum. Gert er ráð fyrir að einbýlishús og parhús á einni hæð verði vestast á svæðinu nærst ströndinni en þar fyrir ofan komi lítil fjölbýlishús eða raðhús á tveimur hæðum. Stærri og hærri fjölbýlishús (allt að 4 hæðir) verða við norðurjarðar svæðisins nærst Vatnsleysustrandarvegi. Dælustöð fráveitu verður vestan og neðan byggðarinnar.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin samþykkir að vinnslutillagan verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að uppfæra vinnslutillögu deiliskipulagsins í samræmi við umræður á fundinum. Nefndin leggur áherslu á að framkvæmdir við áfanga 1-5 í Grænubyggð verði kláraðir áður en framkvæmdir síðari áfanga hefjast.

4.Aðalskipulag Grindavíkur 2018-2032

2106007

Lögð er fram tillaga að aðalskipulagsbreytingu íþróttasvæðis (ÍÞ1) og íbúðarbyggðar (ÍB7) í Grindavík. Breytingin felst í að íbúðarbyggð ÍB7 er stækkuð til suðurs meðfram íþróttasvæði ÍÞ1 að miðsvæði M1, núverandi svæði sem fellur undir breytingu aðalskipulags er skilgreint sem opið svæði (OP) og íþróttasvæði (IÞ1). Núverandi Íbúðarbyggð (ÍB7) er 11,7 ha og gerir ráð fyrir blöndun fjölbýlis og sérbýlis. Svæði stækkunar ÍB7 er áætlað fyrir fjölbýlishús, í samræmi við byggðamynstur í nágrenni.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin gerir ekki efnislega athugasemd við fyrirhugaðar aðalskipulagsbreytingu. Hins vegar eru ítrekaðar fyrri athugasemdir Sveitarfélagsins Voga vegna sveitarfélagsmarka Grindavíkurbæjar.

Fundi slitið - kl. 18:35.

Getum við bætt efni síðunnar?