Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

48. fundur 21. mars 2023 kl. 17:30 - 19:35 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Guðrún Sigurðardóttir varaformaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson aðalmaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • Gísli Stefánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Davíð Viðarsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
  • Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri
  • Hanna Lísa Hafsteinsdóttir
Fundargerð ritaði: Hanna Lísa Hafsteinsdóttir
Dagskrá

1.Fyrirspurn um Hlýraeldi á Keilisnesi

2211017

Aðilum DWI ehf. er boðið á fund nefndarinnar til að kynna erindið.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin tekur vel í erindið og þakkar aðilum DWI ehf. fyrir góða og áhugaverða kynningu.

2.Fyrirspurn um skipulagsmál - Hvassahraun

2302006

Landeiganda er boðið á fund nefndarinnar til að kynna erindið.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin tekur vel í erindið og þakkar landeiganda fyrir góða og áhugaverða kynningu. Nefndin vísar erindinu til vinnu nýs aðalskipulags.

3.Fyrirspurn um byggingarmál - Heiðarholt 5 (Linde Gas ehf.)

2301009

Bæjarstjórn vísar erindinu aftur til nefndarinnar. Fyrir liggur umsókn um bygggingaráform og byggingarleyfi. Sótt er um á ný fyrir stækkun á skrifstofurými, í þetta skipti innan byggingareits. Um er að ræða 4 20 feta skrifstofugáma. Jafnframt er sótt um byggingaleyfi fyrir 20 feta gám fyrir mótorræsir. Ásamt greinargerð um rekstur Linde Gas.

Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin gerir enga athugasemd við skrifstofueiningar og gám fyrir mótorræsir og vísar því til afgreiðslu hjá byggingarfulltrúa. Nefndin tekur undir með bæjarstjórn að fyrir þarf að liggja frekari ásýnd svæðisins og hljóðvist. Nefndin óskar því eftir að fá aðila Linde Gas á fund nefndarinnar til að kynna framtíðaráform og áhrif þeirra á svæðið.

4.Umsókn um byggingarleyfi - Staðarborg 26

2303004

Óskað er eftir því að staðsetja geymslur utan byggingareits, tekur málið til Staðarborgar 22, 24 og 26 sbr. fylgibréf arkiteks, Óla Rúnar Eyjólfssonar, dagsett 01.03.2023.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Það er mat skipulagsnefndar að um óverulegt frávik sé að ræða skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og því vikið frá breytingu á skipulagi. Það er mat nefndarinnar að frávikið varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda og er því er fallið frá að grenndarkynna erindið. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila frávik og málsmeðferð verði í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Deiliskipulag og uppbygging á reit IB-5

2205002

Lagt fyrir nefndina athugasemdir vegna skipulagslýsingar.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin þakkar fyrir ábendingar og athugasemdir við skipulagslýsingu. Nefndin felur umhverfis og skipulagssviði og skipulagsfræðing sveitarfélagsins að vinna málið áfram.

6.Ósk um heimild til áframhaldandi vinnu við deiliskipulag í landi Grænuborgar

2211023

Lagðar fram ábendingar og athugasemdir við skipulagslýsingu.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin þakkar fyrir ábendingar og athugasemdir við skipulagslýsingu. Nefndin felur umhverfis og skipulagssviði og skipulagsfræðing sveitarfélagsins að vinna málið áfram.

Fundi slitið - kl. 19:35.

Getum við bætt efni síðunnar?