Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

45. fundur 13. desember 2022 kl. 17:30 - 19:20 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Guðrún Sigurðardóttir varaformaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson aðalmaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • Guðmundur Kristinn Sveinsson aðalmaður
  • Gísli Stefánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Davíð Viðarsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
  • Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Davíð Viðarsson Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá

1.Umsókn um framkvæmdaleyfi Suðurnesjalína 2

2104113

Sveinn Valdimarsson verkefnastjóri fer yfir mat á nýlegum gögnum sem Landsnet lagði fram í málinu.
Frestað
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin þakkar Sveini fyrir komuna og fyrir yfirferð gagna. Erindinu er frestað til næsta fundar.

2.Frístundasvæði við Breiðagerðisvík - Deiliskipulagsmál

2104030

Deiliskipulagstillagan tekin fyrir að nýju að lokinni forminjaskráningu á svæðinu en áður hafði hún verið kynnt skv. 4 mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin samþykkir tillögu að deiliskipulagi og leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki að auglýsa tillöguna skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Ósk um heimild til áframhaldandi vinnu við deiliskipulag í landi Grænuborgar

2211023

Lögð er fram skipulagslýsing skv. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna deiliskipulags nýrrar íbúðabyggðar norðan núverandi byggðar í Grænuborg. Um er að ræða áfanga 6-10 samkvæmt samkomulagi og er gert ráð fyrir um 330 íbúðum í sérbýli og fjölbýli á svæðinu.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt skv. 3. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Fyrirspurn um byggingarmál - Fagridalur 8

2205036

Í sumar voru kynnt áform vegna byggingar bílgeymslu við Fagradal 8. Að lokinni grenndarkynningu var það mat skipulagsnefndar að miða við eldri byggingaráform sem samþykkt voru árið 2000. Þar sé bílgeymsla bæði lægri og minni um sig. Eigandi Fagradals 8 hefur orðið við þeim ábendingum og eru þau áform kynnt hér með.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Umsóknin samræmist aðalskipulagi en deiliskipulag liggur ekki fyrir og er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar. Samþykkt er að grenndarkynna erindið í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 áður en umsókn um byggingarleyfi er afgreidd. Erindið skal kynna aðliggjandi lóðum, Fagradal 6, 7, 9 og 10, Miðdal 5, 7 og 9.

5.Geo Salmo ehf. óskar viðræðum við sveitarfélagið um lóð undir landeldi

2202005

Lagðar eru fyrir nefndina útlitsteikningar vegna landeldis Geo Salmo við Keilisnes.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin tekur jákvætt í erindið og leggur til við bæjarstjórn að lóð undir fiskeldi sé inn á eignarlandi sveitarfélagsins og hefja viðræður við Geo Salmo ehf. um framhaldið.

6.Miðbæjarreitur (Skyggnisholt 16) - Framtíðarþróun

2212011

Lagt er til að nefndin skoði framtíðarþróun svæðisins.
Frestað
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin frestar málinu til næsta fundar.

7.Aðalskipulag Reykjanesbæjar 2020-2035

2109014

Reykjanesbær auglýsir vinnslutillögu að breytingu á aðalskipulagi. Iðnaðarsvæði I5 á Reykjanesi er stækkað og heimilt byggingarmagn aukið skv. uppdrætti og greinargerð VSÓ ráðgjöf dags. 16 nóvember 2022.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin gerir ekki athugasemdir við vinnslutillögu Aðalskipulags Reykjanesbæjar 2020-2035 er snýr að Iðnaðarsvæði I5 á Reykjanesi.

8.Breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025

2203035

Hafnarfjarðarbær auglýsir lýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025, Hamranes M3.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin gerir ekki athugasemdir við skipulagslýsingu vegna breytinga á aðaskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025, Hamranes M3.

Fundi slitið - kl. 19:20.

Getum við bætt efni síðunnar?