Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

38. fundur 14. júní 2022 kl. 17:30 - 19:25 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Andri Rúnar Sigurðsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson aðalmaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • Guðmundur Kristinn Sveinsson aðalmaður
  • Gísli Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Inga Sigrún Baldursdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Davíð Viðarsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Davíð Viðarsson skipulags-og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Formaður óskaði eftir því að taka mál nr. 8, málsnr. 2109014, Aðalskipulag Reykjanesbæjar 2020-2035, inn með afbrigðum og var það samþykkt samhljóða.

1.Frístundasvæði við Breiðagerðisvík - Deiliskipulagsmál

2104030

Deiliskipulagstillaga tekin fyrir að lokinni kynningu skv. 4. mgr, 40 gr skipulagslaga. Ábendingar og athugasemdir bárust frá 11 aðilum.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin þakkar fyrir athugasemdir sem bárust á kynningartíma. Nefndin fór yfir athugsemdir og var tekið tillit til þeirra eins og ástæða þykir til við lokavinnslu tillögu að deiliskipulagi. Nefndin samþykkir tillögu að deiliskipulagi og leggur til við að bæjarstjórn/bæjarráð samþykki að auglýsa tillöguna skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Breiðagerði 15 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2111003

Sótt er um byggingarleyfi fyrir 40 fermetra húsi við Breiðagerði 15. Um er ræða geymslu og aðstöðuhús. Húsið verður notað til aðstöðu meðan stærra hús er í smíðum og þjóna sem geymsla að lokinni byggingu stærra húss.
Hafnað
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin bendir umsækjanda á að deiliskipulagsgerð er í vinnslu og getur umsækjandi sótt um byggingarleyfi þegar deiliskipulagið hefur öðlast gildi.


3.Fyrirspurn um byggingarmál

2205036

Sigurður Ásgrímsson sendir inn teikningu vegna fyrirhugaðar byggingu bílgeymslu við Fagradal 8. Um er að ræða 70,8 fermetra bílgeymslu á lóð, 1 metra frá lóðarmörkum. Bílgeymsla er byggð úr timbri á staðsteyptar undirstöður og botnplötu.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Umsóknin samræmist aðalskipulagi en deiliskipulag liggur ekki fyrir og er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar. Samþykkt er að grenndarkynna erindið í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 áður en umsókn um byggingarleyfi er afgreidd. Erindið skal kynna aðliggjandi lóðum, Fagradal 6, 7, 9 og 10, Miðdal 5, 7 og 9.

4.Umsókn um framkvæmdaleyfi Suðurnesjalína 2

2104113

Lögð fram umsögn Landsnets um gögn tengd afgreiðslu umsóknar um framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2
Lagt fram
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Umsögn Landsnets lögð fram, sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs falið að vinna áfram að málinu.

5.Deiliskipulag og uppbygging á reit IB-5

2205002

Bæjarráð vísaði erindinu til Skipulagsnefndar. Arnarviki ehf. í samvinnu við Teiknistofu Arkitekta óskar að vinna deiliskipulag á svæði ÍB-5 sem skilgreint hefur verið Íbúðarsvæði í aðalskipulagi.
Hafnað
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin leggur til við bæjarráð að erindinu verði hafnað og sveitarfélagið sjái sjálft um að deiliskipuleggja svæðið.

6.Kirkjuholt aðalskipulagsbreyting

2206024

Lögð er fyrir lýsing að aðalskipulagbreytingu vegna Kirkjuholts.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin samþykkir skipulagslýsingu deiliskipulags og aðalskipulagsbreytingar Kirkjuholts. Nefndin leggur til við bæjarstjórn/bæjarráð að samþykkja kynningu skipulagslýsingar skv. 1. mgr. 30 gr. og 1. mgr. 40 gr. skipulagslaga 123/2010.

7.Fyrirspurn vegna skipulags- og byggingarmála

2206025

Hannibal Sigurvinsson sendir inn erindi vegna skipulags- og byggingarmála vegna lóðanna Hafnagötu 4 og Iðndal 23.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin þakkar fyrir erindið en varðandi Iðndal 23 vegna nálægðar við íbúðarhverfi þá telur nefndin nauðsynlegt að fylgt sé skipulagi og ekki byggt meira en skipulag gerir ráð fyrir. Varðandi Hafnargötu 4 þá hefur sveitarfélagið orðið við óskum lóðarhafa um að breytta landnotkun í endurskoðun aðalskipulags. Með þeirri breytingu hefur lóðarhafi möguleika á fjölbreyttari starfsemi líkt og umsækjandi nefnir.

8.Aðalskipulag Reykjanesbæjar 2020-2035

2109014

Reykjanesbær óskar eftir umsögn Aðalskipulags Reykjanesbæjar 2020-2035 og umhverfisskýrslu.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin gerir ekki athugasemdir við Aðalskipulag Reykjanesbæjar 2020-2035.

Fundi slitið - kl. 19:25.

Getum við bætt efni síðunnar?