Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

27. fundur 15. júní 2021 kl. 17:30 - 19:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Áshildur Linnet formaður
  • Ingþór Guðmundsson aðalmaður
  • Oktavía Ragnarsdóttir aðalmaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Gísli Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðmundur Kristinn Sveinsson varamaður
Starfsmenn
  • Davíð Viðarsson
Fundargerð ritaði: Davíð Viðarsson Sviðstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá

1.Deiliskipulag elsta hluta þéttbýlis í Vogum

2104100

Umfjöllun um deiliskipulag elsta hluta þéttbýlis í Vogum. Gestur undir þessum lið er Ómar Ívarsson skipulagsfræðingur.
Frestað
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Áframhald umfjöllunar nefndarinnar um málið. Frekari umfjöllun frestað til næsta fundar.

2.Hafnargata 101, uppbygging og þróun.

2104054

Áframhald umfjöllunar nefndarinnar um málið. Gestur undir þessum lið er Ómar Ívarsson skipulagsfræðingur.
Frestað
Afgreiða skipulagsnefndar: Umfjöllun nefndarinnar um hugmyndir á vinnslustigi fyrir lóðina. Frekari umfjöllun frestað til næsta fundar.

3.Frístundasvæði við Breiðagerðisvík - Deiliskipulagsmál

2104030

Farið yfir innkomnar athugasemdir landeigenda í Breiðagerði. Ásamt minnisblaði um áætlaðan kostnað sveitarfélagsins við gatnagerð, vatns- og fráveitu í Breiðagerði.
Frestað
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Umfjöllun nefndarinnar um innkomnar athugasemdir landeigenda í Breiðagerði og um minnisblað. Nefndin ákveður að eyða lögfræðilegri óvissu og fá lögfræðiálit á skilgreiningu á svæðinu. Sviðstjóra umhverfis- og skipulagssviðs er falið að svara þeim sem sendu nefndinni erindi um málið. Málinu frestað fram á næsta fund.

4.Aðalskipulag Grindavíkur 2018-2032

2106007

Óskað er eftir umsögn við skipulagslýsingu breytinga á aðalskipulagi Grindarvíkurbæjar 2018-2031.

Skipulagslýsingin varðar breytingar á Aðalskipulagi Grindavíkur 2018-2032 og nýs deiliskipulags sem gert verður til að skilgreina framkvæmdir sem fyrirhugað er að fara í landi Hrauns og Ísólfsskála til að bæta þjónustu og aðgengi að gosstöðvunum í Geldingadölum. Einnig verður gerð breyting á aðalskipulagi vegna tilfærslu hreinsivirkis við Eyjabakka í Grindavík, legu sæstrengs/ljósleiðara og uppbyggingu göngu og reiðhjólastíga frá íbúðarsvæðunum vestast í Grindavík.
Samþykkt
Afgreiða skipulagsnefndar: Nefndin gerir ekki efnislega athugasemd við skipulags- og matslýsingu vegna fyrirhugaðra aðalskipulagsbreytinga á aðalskipulagi Gríndavíkurbæjar 2018-2032 og skipulagslýsingu vegna nýs deiliskipulags í landi Hrauns og Ísólfsskála. Hins vegar eru ítrekaðar fyrri athugasemdir Sveitarfélagsins Voga vegna sveitarfélagsmarka Grindavíkurbæjar.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?