Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

23. fundur 23. febrúar 2021 kl. 17:30 - 18:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Áshildur Linnet formaður
  • Friðrik V. Árnason varaformaður
  • Ingþór Guðmundsson aðalmaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Gísli Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir varamaður
  • Guðmundur Kristinn Sveinsson varamaður
Starfsmenn
  • Sigurður H. Valtýsson, skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Daníel Arason, forstöðumaður stjórnsýslu
Fundargerð ritaði: Sigurður H. Valtýsson skipulags-og byggingarfulltrúi.
Dagskrá

1.Stóra Vatnsleysa - Deiliskipulag fyrir íbúðarlóðir

2001033

Samþykkt
Daníel Arason forstöðumaður stjórnsýslu var ritari undir þessum lið og einnig var Atli Geir Júlíusson settur skipulagsfulltrúi undir þessum lið. Þá sat Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir þennan lið sem varamaður fyrir Andra Rúnar Sigurðsson

Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Tillaga að deiliskipulagi fyrir Stóru-Vatnsleysu lögð fram til umfjöllunar og meðferðar hjá Skipulagsnefnd. Nefndin samþykkir að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga 123/2010. Afgreiðslu nefndarinnar er vísað til bæjarstjórnar

2.Hrafnaborg 2, 4, 6 og 8 - Ósk um óverulega breytingu á deiliskipulagi

2102032

Óveruleg breyting á deiliskipulagi vegna lóðanna Hrafnaborg 2, 4, 6 og 8, skv. tillögu að deiliskipulagsbreytingu, dags. 18.02.2021. Í breytingunni felst að;
Hámarksfjöldi íbúða innan hverrar lóðar var 6 en verður 8.
Óverulegar breytingar eru gerðar á stæðum lóða og byggingarreita innan lóðanna.
Innan hverrar lóðar skal koma fyrir a.m.k. 1,5 bílastæðum fyrir hverja íbúð en áður var gert ráð fyrir 2 bílastæðum fyrir hverja íbúð.
Skilmálum er breytt á þann hátt að í stað þess að hús verði með flötu þaki og 8,0 m hámarkshæð er mögulegt að hafa hús með flötu þaki og 7,0 m hámarkshæð eða hallandi þak og þá verður hámarkshæð 8,5 m.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Það er mat skipulagsnefndar að um óverulega breytingu sé að ræða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt er það mat nefndarinnar að breytingin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda og er því fallið frá að grenndarkynna tillöguna. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila breytinguna og fyrirliggjandi tillaga verði samþykkt og málsmeðferð verði í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Grænaborg - Breyting á aðal- og deiliskipulagi

2005039

Tillögur að breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2008-2028 vegna íbúðarsvæðis ÍB-3-1, uppdráttur og greinargerð dags. október 2020 og á deiliskipulag Grænuborgar, uppdráttur og greinargerð dags. 30.04.2020, sem hafa verið kynntar í samræmi við 2. mgr. 30. gr. og 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga.
Bréf Skipulagsstofnunar dags. 15.12.2020 vegna athugunar stofnunarinnar skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga um auglýsingu tillögu að breytingu á aðalskipulagi.
Fyrir liggur ný tillaga að breytingu á deiliskipulagi, dags. 18.02.2021, vegna lóða við Grænuborg og Hrafnaborg. Í breytingunni felst m.a. að;
Lóðarmörkum, byggingarreitum og aðkomum að lóðum við Grænuborg 2-16 er breytt.
Hámarksfjöldi íbúða í fjölbýlis- eða raðhúsum innan nokkurra lóða og byggingarreita við Hrafnaborg breytist. Innan byggingarreita á lóðum við Hrafnaborg 7, 9, 10, 11, 12 og 13 er sú breyting gerð að heimilt verður að byggja fjölbýlis eða raðhús á 1-2 hæðum en áður var aðeins heimilt að byggja á tveimur hæðum.
Skilmálum fyrir fjölbýlishús eða raðhús á tveimur hæðum (E) er breytt á þann hátt að í stað þess að hús verði öll með flötu þaki og 8,0 m hámarkshæð er mögulegt að hafa hús með flötu þaki og 7,0 m hámarkshæð eða hallandi þak og þá verður hámarkshæð 8,5 m.
Skilmálum fyrir fjölbýlishús á fjórum hæðum (F) er breytt á þann hátt að í stað þess að hús verði öll með flötu þaki og 13,5 m hámarkshæð er mögulegt að hafa hallandi þak og þá verður
hámarkshæð 15,0 m.
Heildarfjöldi íbúða á skipulagssvæðinu var í gildandi deiliskipulagi 269 en verður skv. breytingu á deiliskipulagi 303.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Skipulagsnefnd fellur frá frekari málsmeðferð á kynntri tillögu að breytingu á aðalskipulagi og vísar breytingu á aðalskipulagi til heildarendurskoðunar aðalskipulags sem er í vinnslu. Einnig fellur nefndin frá frekari málsmeðferð á kynntri deiliskipulagstillögu.
Skipulagsnefnd samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að tillaga að deiliskipulagsbreytingu, dags. 18.02.2021, verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

4.Umsókn um framkvæmdaleyfi

2006011

Grænabyggð ehf. sækir um framkvæmdaleyfi á Grænuborgarhverfi skv. umsókn dags. 11.06.2020 og verklýsingu og teikningum dags. janúar 2020, gerðum af Tækniþjónustu SÁ ehf.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Skipulagsnefnd samþykkir umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð 1. áfanga fyrir göturnar Grænaborg og Hrafnaborg og lagnir niður Vesturborg. Útgáfa framkvæmdaleyfis er þó háð því að áður hafi verið skilað ábyrgðaryfirlýsingu og tímasettri verkáætlun. Skipulagsnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að annast afgreiðslu málsins að uppfylltum fyrrnefndum skilyrðum.

5.Breiðuholt 3 - Beiðni um aukið nýtingarhlutfall lóðar

2102022

Hanna Lísa Hafsteinsdóttir leggur fram beiðni um aukið nýtingarhlutfall lóðar skv. bréfi og tölvupósti dags. 16.02.2021. Um er að ræða að nýtingarhlutfall lóðar sem skv. skipulagsskilmálum er 0,40 verður 0,44. Byggingin verður eftir sem áður innan byggingareits.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Skipulagsnefnd telur að um óverulegt frávik sé að ræða skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hagsmunir nágranna skerðist í engu og heimilar því frávikið.


6.Svæðisskipulag Suðurnesja 2020-2035

2102011

Drög að lýsingu dags. í janúar 2021, óskað er eftir ábendingum og eða umsögn.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Ekki eru gerðar athugasemdir við drögin.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Getum við bætt efni síðunnar?