Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

22. fundur 25. janúar 2021 kl. 17:30 - 19:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Friðrik V. Árnason varaformaður
  • Ingþór Guðmundsson aðalmaður
  • Oktavía Ragnarsdóttir aðalmaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Gísli Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðmundur Kristinn Sveinsson varamaður
Starfsmenn
  • Sigurður H. Valtýsson, skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigurður H. Valtýsson skipulags-og byggingarfulltrúi.
Dagskrá
Gestir fundarins undir 1. dagskrárlið eru fulltrúar Grænubyggðar ehf. Sverrir Pálmason, Arnar Sölvason og Árni Helgason, sem kynna áætlun um uppbyggingu Grænuborgarsvæðisins. Einnig er Róbert Ragnarsson gestur undir dagskrárliðnum, ráðgjafi sveitarfélagsins vegna verkefnisins. Einnig sitja fundinn undir dagskrárliðnum Daníel Arason, starfandi bæjarstjóri og Vignir Friðbjörnsson forstöðumaður umhverfis- og eigna.

1.Grænaborg - Kynning verkefnisins

2101034

Kynning og umræður um uppbyggingu Grænuborgarsvæðisins.
Lagt fram
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Fulltrúar Grænubyggðar kynntu verkefnið almennt og svöruðu spurningum nefndarmanna. Gestum er þakkað fyrir greinargóða kynningu.

2.Hrafnaborg 10 og 12 - Ósk um óverulega breytingu á deiliskipulagi

2101021

Tekið fyrir að nýju erindi Grænubyggðar ehf, dags. 11.01.2021 þar sem óskað er heimildar til óverulegrar breytingar á deiliskipulagi vegna lóðanna Hrafnaborg 10 og 12.
Fyrir liggur tillaga að deiliskipulagsbreytingu, dags. 15.01.2021. Breytingin felst m.a. í því að innan byggingareits verður heimilt að byggja fjölbýlis- eða raðhús á einni eða tveimur hæðum en áður var aðeins heimilt að byggja á tveimur hæðum. Í stað þess að hámarksfjöldi í búða á hvorri lóð sé 8 íbúðir verður hann 7 íbúðir fyrir Hrafnaborg 10 og 9 íbúðir fyrir Hrafnaborg 12. Skilmálum er breytt á þann hátt að í stað þess að hús verði með flötu þaki og 8,0 m hámarkshæð er mögulegt að hafa hús með flötu þaki og 7,0 m hámarkshæð eða hallandi þak og þá verður hámarkshæð 8,5 m.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Við nánari athugun erindisins breytir skipulagsnefnd fyrri afstöðu sinni og heimilar breytinguna. Það er mat skipulagsnefndar að um óverulega breytingu sé að ræða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt er það mat nefndarinnar að breytingin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda og er því fallið frá að grenndarkynna tillöguna. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila breytinguna og fyrirliggjandi tillaga verði samþykkt og málsmeðferð verði í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?