Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

18. fundur 20. október 2020 kl. 17:30 - 19:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Áshildur Linnet formaður
  • Friðrik V. Árnason varaformaður
  • Ingþór Guðmundsson aðalmaður
  • Oktavía Ragnarsdóttir aðalmaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður H. Valtýsson, skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigurður H. Valtýsson skipulags-og byggingarfulltrúi.
Dagskrá
Gísli Stefánsson hefur boðað forföll.

Formaður leitar afbrigða frá dagskrá um að taka 6. mál af dagskrá þar umsóknin hefur verið afturkölluð af umsækjanda, skv. tölvupósti dags. 20.10.2020. Er það samþykkt.

1.Grænaborg - breyting á aðalskipulagi

2005039

Teknar fyrir að nýju áður auglýstar tillögur að breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2008-2028 vegna íbúðarsvæðis ÍB-3-1, uppdráttur og greinargerð dags. október 2020 og á deiliskipulagi Grænuborgar, uppdráttur og greinargerð dags. 30.04.2020.
Breytingarnar varða þéttleika og fjölda íbúða á skipulagssvæðinu og kafla 2.1.1 um íbúðasvæði í greinargerð aðalskipulags. Sú breyting er gerð að mögulegum íbúðum á svæðinu fjölgar um 400 og verður hverfið fullbyggt eftir breytingu með um 850-900 íbúðum, eða um 35-37 íbúðir á hvern hektara. Breytingin er tilkomin vegna samkomulags landeigenda meginhluta svæðisins og sveitarfélagsins um uppbyggingu svæðisins með íbúðafjölda í samræmi við tillögu að breytingu á aðalskipulagi. Fyrir utan breytingar þessar gildir greinargerð Aðalskipulags Sveitarfélagsins Voga 2008-2028, sem samþykkt var 23. febrúar 2010, m.s.br.
Samhliða gerð breytingar á aðalskipulagi er gerð breyting á deiliskipulagi íbúðarsvæðisins Grænuborgar (sem nær yfir um helming íbúðarsvæðis ÍB-3-1) sem fellst m.a. í því að auka þéttleika byggðar á svæðinu og fjölga mögulegum íbúðum.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Skipulagsnefnd samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu á aðalskipulagi verði kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt tillögu að breytingu á deiliskipulagi skv. 3. mgr. 40. gr. sömu laga.

2.Frístundasvæði við Breiðagerðisvík - Deiliskipulagsmál

1810030

Búið er að taka saman upplýsingar um núverandi hús, byggðar og óbyggðar lóðir. Búið er að stilla upp drögum að uppdrætti sem unninn hefur verið fyrir svæðið, byggt á loftmynd og eldri uppdráttum og setja upp á skipulagsform.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Til umræðu er m.a. hvort rétt sé að breyta landnotkun svæðisins úr frístundabyggð í íbúðabyggð. Skipulagsnefnd leggur til að gerð verði viðhorfskönnun meðal lóðareigenda á svæðinu til slíkra breytinga. Einnig þarf að greina hverjar skyldur sveitarfélagsins eru gagnvart lóðarhöfum komi til slíkrar breytingar, t.a.m. gagnvart fráveitu, vatnsveitu, gatnagerð o.s.frv.

3.Deiliskipulag elsta hluta þéttbýlis í Vogum

2010018

Fyrirhugað er að vinna við deiliskipulag fyrir þann hluta þéttbýlisins sem ekki er til deiliskipulag fyrir. Búið er að setja saman drög að skipulagslýsingu sem liggur fyrir. Skipulagslýsing - Tillaga í vinnslu. Dags. 16.10.2020.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Skipulagsnefnd leggur til að deiliskipulagið fari í ferli samhliða nýju aðalskipulag.

4.Fyrirspurn um byggingarmál

2004007

Erindi Annýjar Helenu Hermansen, dags. 16.04.2020, fyrirspurn um hvort leyfð verði viðbygging við húsið Vogagerði 24. Með fyrirspurninni fylgja uppdrættir og ljósmyndir.
Frestað
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Nefndin tekur jákvætt í erindið en bendir jafnframt á að húsið er eitt af elstu húsum sveitarfélagsins, byggt árið 1927 og hefur húsið haldist nær óbreytt frá upphafi. Nefndin telur mikilvægt að hönnun hússins taki mið af því. Óskað er eftir fullunnum tekningum af fyrirhugðum breytingum svo hægt sé að samþykkja grenndarkynningu.

5.Matsskýrsla nýs Vatnsból

2007022

Kynnt umsögn bæjarráðs vegna erindis Skipulagsstofnunar dags. 21. september 2020, beiðni um umsögn.
Lagt fram
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni síðunnar?