Sunnudaginn 17. nóvember kl. 16.00 bjóðum við í ljóðakaffi í Álfagerði.
Skáldin Anton Helgi Jónsson, Eygló Jónsdóttir, Eyrún Ósk Jónsdóttir og Gunnhildur Þórðardóttir munu flytja ljóð fyrir gesti. Kaffi og veitingar í boði, allir velkomnir. Enginn aðgangseyrir.
Anton Helgi Jónsson hefur lengi starfað við ritstörf. Hann hefur gefið út fjöldann allan af bókum, ljóðum, sögum og leikritum auk þýðinga á verkum annarra rithöfunda. Hann hefur m.a hlotið fjölda viðurkenninag fyrir störf sín m.a ljóðstaf Jóns úr Vör 2014.
Eygló Jónsdóttir er með meistaragráðu í ritlist. Hún situr í ritnefnd fyrir tímaritið Mannúð, sem fjallar um frið og mannréttindi. Hún hefur gefið út barnabókina Ljóti jólasveinninn og ljóðabókina Áttun. Hún hefur skrifað fjölda greina í blöð/tímarit og ljóð eftir hana og sögur hafa birst í safnritum.
Eyrún Ósk Jónsdóttir vann bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2016. Auk þess að senda frá sér fjórar skáldsögur, fimm ljóðabækur og eina myndskreytta barnabók hefur Eyrún skrifað leikrit, kvikmyndahandrit, greinar og fyrirlestra, m.a um friðarmál og mannúðarheimspeki búddisma. Nýverið sendi hún frá sér ljóðabókina ,,Mamma má ég segja þér."
Gunnhildur Þórðardóttir er listamaður og ljóðskáld úr Keflavík og starfar sem kennari við Myllubakkaskóla. Hún vann m.a ljóðakeppni Ljósanætur 2019. Hún lærði við listaháskólann í Cambridge og útskrifaðist þaðan með meistaragráðu í list og stjórnun (Arts Management) og hefur m.a starfað hjá Listasafni Reykjanesbæjar og í Hafnarborg sem fræðsu- og upplýsingafulltrúi.