Skipulagsauglýsing, Hvassahraun

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga auglýsir hér með tillögu að breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2008-2028 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samhliða er auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í Hvassahrauni, skv. 1. mgr. 43. gr. sömu laga.  

Breyting á aðalskipulagi felst í eftirfarandi:

Breyting á aðalskipulagi varðar skilmála fyrir Frístundasvæði við Hvassahraun (F-1) í kafla 2.3.3 um frístundabyggð í greinargerð aðalskipulagsins. Breytingin felur í sér að heimilt verður að hafa gististarfsemi í flokki II sem fellur undir atvinnustarfsemi í

frístundabyggðinni. Gististarfsemi þessi er þó takmörkunum háð, sem nánar er lýst í greinargerð á uppdrætti. 

Breyting á deiliskipulagi felst í eftirfarandi:

Í breytingunni felst m.a. að lóðum er fjölgað um eina, gerðar breytingar á byggingarreitum tveggja lóða, hámarksstærð og hámarkshæð húsa aukin og skilgreind heimild til gististarfsemi. 

Tillögurnar eru settar fram á uppdráttum og greinargerð og vísast til þeirra um nánari upplýsingar. 

Tillögurnar verða til sýnis á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar frá og með miðvikudeginum 2. október 2019 til og með miðvikudagsins 13. nóvember 2019 og hjá Skipulagsstofnun að Borgartúni 7b, Reykjavík. Tillögurnar eru einnig aðgengilegar á vef Sveitarfélagsins Voga:

  https://www.vogar.is/is/thjonusta/skipulag/skipulag-i-kynningu

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Skila skal skriflegum athugasemdum til skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar eða á netfangið skrifstofa@vogar.is eigi síðar en miðvikudaginn 13. nóvember 2019.

 

Vogum, 2. október 2019

F.h. bæjarstjórnar,

Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri