Leikskólakennari óskast

Heilsuleikskólinn Suðurvellir óskar eftir að ráða leikskólakennara

Suðurvellir er þriggja deilda leikskóli sem starfar eftir viðmiðum Heilsustefnunnar. Aðal áhersluþættir eru næring, hreyfing og listsköpun. Einnig er unnið eftir kennslufræði Leikur að læra.

Við leggjum áherslu á góðan starfsanda þar sem áhersla er lögð á liðsheild, heilsuvernd, jákvæð samskipti og lausnamiðaða hugsun.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Vinnur að uppeldi og menntun barna.
  • Tekur þátt í gerð skólanámskrár, mati á starfsemi leikskólans og þróunarverkefnum undir stjórn leikskólastjóra.
  • Tekur þátt í skipulagningu faglegs starfs undir stjórn deildarstjóra.
  • Vinnur í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn barnanna.
  • Sinnir þeim verkefnum er varða uppeldi og menntun barnanna sem yfirmaður felur honum.

 

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Leikskólakennaramenntun. Ef ekki fæst leikskólakennari verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun eða leiðbeinandi.
  • Góðir samskiptahæfileikar.
  • Áhugasamur einstaklingur.
  • Stundvísi og áreiðanleiki.
  • Gott vald á íslensku.

 

Ráðningartími og starfshlutfall:

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 2.janúar

Starfshlutfall er 100%

 

Frekari upplýsingar:

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til og með 7. nóvember 2022.

Umsókn óskast fyllt út rafrænt á heimasíðu leikskólans www.sudurvellir.leikskolinn.is

Vakin er athygli á að starfið hentar einstaklingum óháð kyni.

Frekari upplýsingar veitir María Hermannsdóttir leikskólastjóri í síma 4406240 eða á leikskoli@vogar.is