Laust starf aðalbókara

Sveitarfélagið Vogar óskar eftir að ráða til sín aðalbókara. Aðalbókari ber ábyrgð á bókhaldi sveitarfélagsins, stofnana og fyrirtækja þess. Starfið er hluti af fjármála- og stjórnsýslusviði og felur í sér umsjón með bókhaldi og þátttöku í uppgjörum og áætlanagerð. Um fullt starf er að ræða og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Umsjón, eftirlit og ábyrgð á bókhaldi
 • Umsjón með bókhaldskerfinu Navision
 • Skilagreinar, milliuppgjör og áætlanagerð
 • Uppgjör og frágangur bókhalds
 • Innra eftirlit
 • Þátttaka í gerð verkferla og eftirfylgni þeirra
 • Aðstoð við stjórnendur og starfsmenn
 • Önnur tilfallandi verkefni

Hæfniskröfur

 • Menntun sem nýtist í starfi er kostur
 • Þekking og góð reynsla af bókhaldi er skilyrði
 • Haldbær þekking og reynsla af Navision er kostur
 • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu, einkum sveitarfélaga, er æskileg
 • Starfið krefst nákvæmi, skipulags og sjálfstæðra vinnubragða
 • Jákvæðni í samstarfi, lausnamiðað viðhorf og rík þjónustulund.


Laun og starfskjör fara eftir samningum Launanefndar sveitarfélaga við Starfsmannafélag Suðurnesja. Tekið er mið af jafnréttisáætlun sveitarfélagsins við ráðningar. Starfið hentar öllum kynjum og áhugasöm eru hvött til að sækja um. Sveitarfélagið Vogar hefur hlotið jafnlaunavottun og starfar í samræmi við betri vinnutíma.

Umsóknarfrestur er til og með 6. júní nk. Umsækjendur eru vinsamlega beðnir að sækja um starfið á Alfred.is. Umsóknum eiga að fylgja ítarlegar starfsferilskrár og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Nánari upplýsingar veitir

Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri, gunnar.axelsson@vogar.is, S: 440 6200

Sveitarfélagið Vogar er eitt fjögurra sveitarfélaga á Suðurnesjum og eru íbúar tæplega 1500 talsins. Talsverð uppbygging á sér stað í sveitarfélaginu og gera áætlanir ráð fyrir að íbúum muni fjölga umtalsvert á næstu árum. Sveitarfélagið er mjög vel staðsett í nágrenni við þjónustu og vinnumarkað höfuðborgarsvæðisins en býður upp á rólegt og vinalegt umhverfi þar sem stutt er í náttúruna.