Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

6. fundur 21. apríl 2009 kl. 18:00 - 20:40 Iðndal 2

Fundur haldinn í umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga, þriðjudaginn

21.apríl 2009 kl. 18:00 að Iðndal 2.

.

Mættir eru: Þorvaldur Örn Árnason, Hörður Harðarson, Oktavía Ragnarsdóttir og Guðbjörg

Thedórsdóttir. Einnig situr fundinn Sigurður H. Valtýsson skipulags- og byggingarfulltrúi.

Hörður Harðarson ritar fundargerð í tölvu.

Formaður leitar afbrigða frá fundarsköpum með að taka eitt annað mál á dagskrá, tillögu að

sveitarfélagið sæki um aðild að Reykjanesfólkvangi, samþykkt að taka það undir 18. lið.

 

Skipulagsmál

1. Bréf Skipulagsstofnunar dags. 25. mars 2009 um tillögu að Aðalskipulagi

Sveitarfélagsins Voga 2008-2028.

Skipulagsstofnun gerir ekki athugasemd við að skipulagstillagan verði auglýst þegar

tekið hefur verið tillit til athugasemda stofnunarinnar sem eru um nánari

skilgreiningu á eftirfarandi íbúðasvæðum.

Þegar byggð íbúðarsvæði í þéttbýlinu í Vogum (ÍB-1)

Ekki er gert ráð fyrir frekari þéttingu byggðar á svæði ÍB-1 fyrir utan tvö svæði sem

þegar er til deiliskipulag af, þau eru Vogagerði 21-23 og Aragerði 2-4. Uppbygging

á þessum svæðum verður í samræmi við þá byggð sem fyrir er en varðandi nánari

útfærslu er vísað til deiliskipulags.

Þegar byggð íbúðarsvæði í Brunnastaðahverfi (ÍB-2)

Nokkur íbúðarhús eru í Brunnastaðahverfi sem er rétt norðan við þéttbýlið í

Vogum. Gert er ráð fyrir að einhver þétting geti orðið á þeirri íbúðarbyggð sem þar

er en ekki er til staðfest deiliskipulag fyrir hverfð. Frekari uppbygging skal vera í

samræmi við þá byggð sem fyrir er en nánari útfærslu er vísað til deiliskipulags.

Íbúðarsvæði í landi Þórustaða og Norðurkots (ÍB-7)

Svæðið er um 17 ha og er gert ráð fyrir blandaðri landnotkun, íbúðarsvæði og opin

svæði til sérstaka nota. Um er að ræða svokallaða golfgarða, að danskri fyrirmynd,

þar sem golfvöllur og æfingasvæði hans er í tengslum við íbúðarsvæði. Gert er ráð

fyrir byggðarklösum, með litlum sérbýlishúsum, sem eru staðsettir í nágrenni við

golfvöllinn. Á opnum svæðum milli húsanna er gert ráð fyrir æfingasvæðum,

púttvöllum og gönguleiðum sem tengjast golfvellinum að Kálfatjörn. Gert er ráð

fyrir allt að 170 íbúðum á svæðinu.

Öðrum atriðum tæknilegs eðlis vísað til skipulagshöfunda til úrlausnar.

Lagt er til að tillagan verði lagfærð og skýrð nánar sbr. athugasemdir

Skipulagsstofnunar og skv. framangreindri bókun og að því búnu verði tillagan

auglýst.

 

2

 

2. Tillaga samstarfsnefndar um Svæðisskipulag Suðurnesja. Vísað til

nefndarinnar af bæjarráði til umsagnar.

Sökum umfangs er ákveðið að halda aukafund um málið.

 

3. Spilda úr landi Stóra Knarrarness, Vatnsleysuströnd, landnr. 211259, tillaga að

deiliskipulagi.

Því er beint til landeigenda að óska formlega eftir samstarfi við sveitarfélagið um

gerð deiliskipulagstillögunnar.

Fyrir liggja umsagnir Fornleifaverndar ríkisins og Vegagerðarinnar.

Nefndin samþykkir að deiliskipulagstillagan verði auglýst þegar tekið hefur verið

tillit til neðangreindra athugasemda og sveitarstjórn hefur samþykkt erindi frá

landeiganda um samstarf við gerð deiliskipulagstillögunnar.

1. Nefndin hafnar nýrri tengingu við Vatnsleysustrandarveg.

2. Í texta um auglýsingu skal vitna til 25. gr. skipulags- og byggingarlaga.

3. Gera þarf grein fyrir landnotkun svæðisins skv. gildandi aðalskipulagi.

4. Gera þarf grein fyrir fjarlægð byggingarreits frá lóðarmörkum.

5. Gera þarf grein fyrir umhverfisáhrifum tillögunnar.

6. Gera grein fyrir umsögnum Fornleifaverndar ríkisins og Vegagerðarinnar á

uppdrætti.

 

4. Úrskurður úrskurðarnefndar um skipulags- og byggingarmál í kærumáli vegna

breytingar á deiliskipulagi fyrir Heiðardal, Miðdal, Lyngdal og Leirdal. Vísað

til nefndarinnar af bæjarráði til upplýsingar.

Úrskurðurinn lagður fram til upplýsingar.

Umhverfismál

5. Bréf Umhverfisstofnunar dags. 16. mars 2009 um móttöku á raf- og

rafeindatækjaúrgangi Vísað til nefndarinnar af bæjarráði til upplýsingar.

Bréfið lagt fram til upplýsingar.

Móttaka mun vera á gámastöðinni hér. Á heimasíðu Kölku er rafeindabúnaður

nefndur en engar skýringar gefnar eins og þó er um flesta aðra flokka. Vísað til

fulltrúa sveitarfélagsins í stjórn Kölku að kippa því í lag.

 

6. Bréf Skipulagsstofnunar dags. 26. mars 2009 um niðurstöðu stofnunarinnar um

tillögu Landsnets að matsáætlun um lagningu Suðvesturlína. Vísað til

nefndarinnar af bæjarráði til upplýsingar.

Bréfið lagt fram til upplýsingar.

 

3

 

7. Umhverfisvika í sveitarfélaginu í vor. Umræður og hugmyndir.

Umhverfisvika sveitarfélagsins verður 1. til 9. maí og hefur verið kynnt á heimasíðu

sveitarfélagsins. Nefndin hvetur bæjarbúa og forráðamenn fyrirtækja til að taka

virkan þátt í fegrun umhverfis okkar.

 

Umferðarmál

8. Ályktun umferðarráðs frá 31. mars 2009 um bættar merkingar og aðgengi á

bílastæðum fatlaðra.

Nefndin tekur undir ályktunina og hvetur forráðamenn stofnana og fyrirtækja að

huga að merkingum og frágangi bílastæða fatlaðra og bæta úr þar sem þörf er á.

M.a. eiga að vera sérmerkt stæði á forræði sveitarfélagsins við Iðndal 2,

leikskólann, Álfagerði, grunnskólann, og íþróttamiðstöðina. Athuga merkin um leið

og aðrar umferðarmerkingar verða teknar í gegn vegna samræmds hámarkshraða.

Tilvalið er að láta sumarvinnuflokka mála merkin á malbik þar sem það á við.

 

9. Minnisblað frá framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 3.

apríl 2009, frá fundi með Vegagerðinni um vegaskrá. Vísað til nefndarinnar af

bæjarráði til upplýsingar.

Minnisblaðið lagt fram til upplýsingar.

 

10. Framkvæmdir Vegagerðarinnar við Vogabraut. Staða mála.

Byggingarfulltrúi sagði frá fundi sem bæjarstjóri og hann áttu með fulltrúum

Vegagerðarinnar 3. apríl sl. Vegagerðin stefnir að því að hefja viðhaldsframkvæmdir í lok

maí eða byrjun júní.

 

Byggingarleyfi

11. Tjarnargata 1b og Hábær 1, Vogum. Breyttir aðaluppdrættir frá

aðaluppdráttum sem fylgdu byggingarleyfisumsókn sem afgreidd var 17.

febrúar 2009.

Breytt er innra skipulagi í geymsluskúr og geymsludyrum.

Samþykkt, samræmist lögum nr. 73/1997.

 

Sigurður H. Valtýsson víkur af fundi við afgreiðslu 12. máls vegna vensla.

12. Stóra Vatnsleysa, Vatnsleysuströnd. Umsókn Sæmundar Þórðarsonar dags.

16.04.2009 um leyfi til niðurrifs hlöðu og haughúss.

Samþykkt, samræmist lögum nr. 73/1997.

 

4

Sigurður H. Valtýsson tekur aftur sæti á fundinum.

13. Stóru Vogaskóli. Umsókn skólastjóra um uppsetningu listaverks á húsið sem

unnið er af nemendum 4. bekkjar og samanstendur af 25 leirflísum sem eru 20

cm á kant, sbr. meðfylgjandi lýsingu.

Samþykkt með fyrirvara um samþykki eiganda hússins, samræmist lögum nr.

73/1997.

Oktavía Ragnarsdóttir víkur af fundi við afgreiðslur á 14. og 15. máli vegna stjórnarsetu

í minjafélaginu.

14. Gamla skólahúsið Norðurkot, sem stendur á Kálfatjörn. Umsókn Minjafélags

Vatnsleysustrandar um byggingarleyfi fyrir endurbótum innanhúss.

Skv. gögnum með umsókninni er eingöngu um að ræða endurbætur innanhúss þar

sem engu er verið að breyta frá því sem var og varðar ekki form, svipmót eða

burðarvirki hússins og er því ekki byggingarleyfisskylt.

Samt sem áður er umsóknin tekin til afgreiðslu og samþykkt, samræmist lögum nr.

73/1997.

 

15. Hlaðan Skjaldbreið, Kálfatjörn. Umsókn Minjafélags Vatnsleysustrandar um

byggingarleyfi fyrir endurbótum og endurgerð.

Skv. gögnum með umsókninni er um að ræða endurbætur og endurgerð hlöðunnar

til fyrra horfs. Ekki er verið að breyta notkun hússins.

Samþykkt, samræmist lögum nr. 73/1997.

Oktavía tekur aftur sæti á fundinum

Stöðuleyfi

16. Breiðagerði 3, Vatnsleysuströnd. Ákvörðun um frest til úrbóta og beitingu

dagsekta vegna óleyfisframkvæmda og lóðahreinsun að liðnum tímafresti sem

veittur var umsækjanda til að tjá sig um málið. Sbr. ákvörðun umhverfis- og

skipulagsnefndar frá 17. mars 2009.

Umsækjandi hefur ekki tjáð sig um málið.

Samþykkt að veita umsækjanda frest til 1. júní 2009 til að fjarlægja öll mannvirki af

lóðinni og hreinsa hana. Jafnframt að verði sá tímafrestur ekki virtur verði beitt

dagsektum sbr. ákvæði 210. gr. byggingarreglugerðar nr. 441/1998 að fjárhæð kr.

10.000 á dag eftir þann tíma og þær innheimtar í samræmi við gr. 210.3. Jafnframt

að verði ekki búið að fjarlægja öll mannvirki og hreinsa lóðina fyrir 1. júlí 2009

verði það gert á kostnað umsækjanda í samræmi við gr. 210.2.

 

Ýmis mál

 

5

 

17. Bréf Húsafriðunarnefndar dags. 10. mars 2009 um styrk til bæja- og

húsakönnunar í Vogum. Vísað til nefndarinnar af bæjarráði til kynningar.

Bréfið lagt fram til kynningar. Nefndin fagnar styrknum. Til athugunar komi að

hluti verksins verði unninn sem hluti af atvinnuátaki.

 

18. Umsókn um aðild sveitarfélagsins að Reykjanesfólkvangi.

Nefndin leggur til að Sveitarfélagið Vogar sæki um aðild að Reykjanesfólkvangi og

taki virkan þátt í rekstri hans og þróun.

Þar gætu gefist góð tækifæri til samstarfs við nágrannasveitarfélög um alhliða

landnýtingu, náttúruvernd og atvinnusköpun til framtíðar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl: 20.40

Getum við bætt efni síðunnar?