Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

16. fundur 17. nóvember 2009 kl. 18:00 - 21:45 Iðndal 2

Fundur haldinn í umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga, þriðjudaginn 17.

nóvember 2009 kl. 18:00 að Iðndal 2.

Mættir eru: Þorvaldur Örn Árnason, Oktavía Ragnarsdóttir, Agnes Stefánsdóttir, Guðbjörg

Theódórsdóttir og Þórður K. Guðmundsson. Einnig sitja fundinn Sigurður H. Valtýsson

skipulags- og byggingarfulltrúi. Sigurður H. Valtýsson ritar fundargerð í tölvu.

Formaður leitar afbrigða frá áður auglýstri dagskrá um að taka eitt annað mál á dagskrá,

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Voga 2008-2028, bréf Vegagerðarinnar og Skipulagsstofnunar,

samþykkt að taka málið undir 11. lið.

 

Ýmis mál frá bæjarráði til upplýsingar fyrir nefndina

1. Tölvupóstur frá 08.09.2009 um umhverfisþing dagana 9. – 10. október 2009.

Málið lagt fyrir nefndina til upplýsingar. Þorvaldur Örn Árnason sat þingið og sagði frá.

 

2. Tölvupóstur frá 05.10.2009 um málþing um sjálfbærni og lýsingarhönnun.

Málið lagt fyrir nefndina til upplýsingar.

 

3. Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 17.09.09. varðandi Suðvesturlínur, álit

Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum.

Málið lagt fyrir nefndina til upplýsingar.

 

4. Bréf umhverfisstofnunar dags. 23.09.2009 um ársfund Umhverfisstofnunar og

náttúruverndarnefnda sveitarfélaga árið 2009.

Málið lagt fyrir nefndina til upplýsingar. Þorvaldur Örn Árnason og Oktavía

Ragnarsdóttir sátu fundinn og sögðu frá.

 

5. Bréf frá Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu dags. 08.10.2009 um

endurskoðun jarða- og ábúðalaga.

Málið lagt fyrir nefndina til upplýsingar. Nefndin styður endurskoðun laganna og telur

að athuga þurfi sérstaklega liði 5, 6 og 11 hvað varðar eignarhald á jörðum.

 

2

 

Umhverfismál

6. Umhverfisframkvæmdir, farið yfir framkvæmdir sveitarfélagsins sl. sumar og

gerðar tillögur um framkvæmdir næsta árs.

Rætt um framkvæmdir sumarsins. Nefndin lýsir ánægju með framkvæmdir sl. sumar.

Rætt um ýmsar framkvæmdir sem þörf er að ráðast í. Í endurbyggingu gatna er lagt til

að í forgang verði Iðndalur og þar á eftir Vogagerði og síðan aðrar eldri götur.

Þórður Guðmundsson bókar að of mikil áhersla hafi verið lögð á gerð göngustíga í stað

þess að endurbyggja eldri götur sem meiri þörf er fyrir.

 

7. Samstarfssamningur Sveitarfélagsins Voga og Umferðarstofu um gerð

umferðaröryggisáætlunar.

Samningurinn kynntur fyrir nefndinni.

 

Byggingarleyfi

8. Sveitarfélagið Vogar sækir um uppsetningu strætóbiðskýla við gatnamót

Vogabrautar og Reykjanesbrautar skv. uppdráttum Verkfræðistofu Suðurnesja

dags. 15.09.2008..

Samþykkt, samræmist kröfum skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.b.

 

9. Auðnir II, Vatnsleysuströnd, reyndarteikningar af geymsluhúsnæði skv.

aðaluppdráttum Rúnólfs Þ. Sigurðssonar byggingatæknifræðings, dags. 20. 08

2006.

Um er að ræða tvö hús sem ekki hafa verið skráð í fasteignaskrá, annað þeirra, skáli 4

er upphaflega samþykkt í byggingarnefnd Vatnsleysustrandarhrepps 1.9.1989 og gefið

út fokheldisvottorð fyrir 6.10.1989, ekki liggur fyrir hvenær hitt húsið hefur verið

byggt.

Samþykkt, samræmist kröfum skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.b.

 

Framkvæmdaleyfi

10. Sveitarfélagið Vogar sækir um framkvæmdaleyfi fyrir stíg að Háabjalla um

undirgöng Reykjanesbrautar skv. uppdrætti Tækniþjónustu SÁ ehf. dags.

05.10.2009..

Fallið hefur verið frá framkvæmdinni að sinni þar sem landeigendur leggst gegn henni,

og afgreiðslu framkvæmdaleyfis því frestað.

 

3

 

Skipulagsmál

11. Aðalskipulag Sveitarfélagsins Voga 2008-2028. Bréf Vegagerðarinnar dags.

10.11.2009 og Skipulagsstofnunar dags. 14.11.2009 varðandi lokagerð skipulagsins

eftir umfjöllun athugasemda eftir auglýsingu skipulagsins.

Nefndin fellst á sjónarmið Skipulagsstofnunar um að tillaga um nýtt þjónustusvæði við

vegamót Grindavíkurvegar og Reykjanesbrautar (VÞ-4) sé veruleg breyting frá

auglýstri tillögu og leggur til að breytingartillagan verði felld út.

Nefndin fellst á sjónarmið Skipulagsstofnunar um að ekki sé nauðsynlegt að skilgreina

sérstaklega landbúnaðarsvæði L-3, L-4 og L-5 heldur falli þau undir almenna

skilgreiningu landbúnaðarsvæða skv. kafla 2.2.6 greinagerðar aðalskipulagsins.

Nefndin leggur til að tekið verði tillit til athugasemda Vegagerðarinnar varðandi legu

jarðstrengja meðfram Reykjanesbrautinni.

Vegna athugasemda Skipulagsstofnunar varðandi byggingu stakra íbúðarhúsa á

bújörðum verði bætt við að átt sé við núveraandi bújarðir.

Nefndin felur skipulagsráðgjafa að lagfæra þau atriði sem lúta að frágangi og

upplýsingum sem Skipulagsstofnun óskar eftir.

Nefndin leggur til að aðalskipulagstillagan verði tekin til afgreiðslu að nýju í

bæjarstjórn að loknum breytingunum.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21:45.

Getum við bætt efni síðunnar?