Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

21. fundur 18. maí 2010 kl. 18:00 - 21:00 Iðndal 2

Fundur haldinn í umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga, þriðjudaginn 18.

maí 2010 kl. 18:00 að Iðndal 2.

Mættir eru: Þorvaldur Örn Árnason, Agnes Stefánsdóttir, Hörður Harðarson, Guðbjörg

Theódórsdóttir og Þórður K. Guðmundsson. Einnig situr fundinn Sigurður H. Valtýsson

skipulags- og byggingarfulltrúi. Hörður Harðarson ritar fundargerð í tölvu.

Formaður leitar afbrigða frá fundarsköpum með að taka eitt annað mál á dagskrá og er

samþykkt að taka það undir 4. lið.

Byggingarmál

1. Fundargerðir 2. og 3. afgreiðslufunda skipulags- og byggingarfulltrúa dags.

28.04.2010 og 12.05.2010.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

2. Óleyfisbyggingar að Auðnum á Vatnsleysuströnd.

Lagt fram bréf Jakobs Árnasonar dags. 02.05.2010 vegna málsins. Í bréfinu kemur

m.a. fram að boruð hefur verið rannsóknarhola og fyrirhugað sé að fara í

hreinsunardælingu úr henni. Jafnframt að skúr sé ætlaður sem tímabundin

starfsmannaaðstaða og gámur innihaldi dælustöð til dælingar úr holunni. Í bréfinu er

einnig bent á það að skv. leiðbeiningarblaði Skipulagsstofnunar nr. 6, 2. útgáfu febrúar

2007 séu húsbyggingar í tengslum við framkvæmdir undanþegnar leyfisskyldu og

nefnd sem dæmi stöðvarhús virkjunar og dæluhús.

Umhverfis og skipulagsnefnd bendir á að skv. leiðbeiningarblaði Skipulagsstofnunar

nr. 6, 2. útgáfu febrúar 2007 um byggingarleyfi eru stöðvarhús virkjunar og dæluhús

nefnd sem dæmi um húsbyggingar í tengslum við framkvæmdir sem eru undanþegnar

byggingarleyfi.

Skv. leiðbeiningarblaði Skipulagsstofnunar nr. 7, 2. útgáfu október 2007 um

framkvæmdaleyfi eru jarðvarmavirkjanir, borun eftir vatni eða gufu og dreifi- og

flutningskerfi hitaveitna framkvæmdaleyfisskyldar.

Í 2. mgr. 36. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 kemur fram að

byggingarleyfi þarf þó fyrir varanlegum húsbyggingum sem gerðar eru í tengslum við

þessar framkvæmdir.

Skv. 71. gr. byggingarreglugerðar nr. 441/1998 þarf stöðuleyfi byggingarnefndar fyrir

hjólhýsum, gámum, bátum, torgsöluhúsum og þess háttar.

Það er álit umhverfis- og skipulagsnefndar að sækja beri um stöðuleyfi fyrir skúr og

gámi skv. ofangreindu þar sem ekki sé um varanlegar húsbyggingar að ræða við

framkvæmd sem veitt hefur verið framkvæmdaleyfi fyrir.

Jafnframt er það skýrt að sækja ber um framkvæmdaleyfi ef af nýtingu vatns verður og

byggingarleyfi fyrir varanlegum húsbyggingum sem gerðar eru í tengslum við þær

framkvæmdir.

 

2

 

Umhverfis og skipulagsnefnd samþykkir að framlengja frest til að að sækja um

stöðuleyfi fyrir vinnuskúr og gámi til sveitarfélagsins til 1. júlí 2010.

Að þeim tíma liðnum mun verða tekin ákvörðun um tímafrest til að fjarlægja skúr og

gám hafi ekki verið sótt um leyfi. Verði sá tímafrestur ekki virtur verður beitt

dagsektum sbr. ákvæði 210. gr. byggingarreglugerðar nr. 441/1998 að fjárhæð kr.

10.000 á dag eftir þann tíma og þær innheimtar í samræmi við gr. 210.3. Verði ekki

búið að fjarlægja skúr og gám innan tveggja mánaða frá tilkynningu þar um verður það

gert á kostnað landeiganda í samræmi við gr. 210.2.

3. Golfklúbbur Vatnsleysustrandar sækir um stöðuleyfi fyrir geymsluskúr að

Kálfatjörn frá 15.05.2010 til 15.05.2012 skv. umsókn dags 06.05.2010.

Samþykkt að veita stöðuleyfi í eitt ár eða til 15.05.2011 í samræmi við 71. gr.

byggingarreglugerðar nr. 441/1998.

4. Árni Magnússon sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við einbýlishúsið að

Smáratúni ásamt bílgeymslu skv. umsókn dags 20.04.2010 og aðaluppdráttum

Kristjáns G. Leifssonar dags. 03.05.2010.

Fara skal fram grenndarkynning í samræmi við 7. mgr. 43. gr. laga nr. 73/1997, þar

sem ekki liggur fyrir deiliskipulag af svæðinu og það þegar byggt, áður en umsókn um

byggingarleyfi er afgreidd.

Kynna skal umsóknina fyrir íbúum og eigendum Halakots, Skólatúns 1 og 2, Borgar

og Sunnuhlíðar.

Skipulagsmál

5. Kynningarbæklingur um aðalskipulag Voga 2008-2028, drög lögð fram til

kynningar.

Nefndin lýsir ánægju sinni með drögin.

6. Deiliskipulagstillaga, Vogatjörn, Hábæjartún og skólasvæði skv. tillöguuppdrætti

Landslags dags. 17.05.2010, drög lögð fram til kynningar.

Nefndin fer yfir drögin og bendir á að skráðar fornminjar vantar í drögin.

Framkvæmdaleyfi

7. Framkvæmdaleyfi vegna uppbyggingu knattspyrnuvalla á Íþróttasvæði skv.

verklýsingu og uppdráttum Tækniþjónustu SÁ dags. í maí 2010.

Framkvæmdaleyfi samþykkt með 4 atkvæðum, 1 á móti, samræmist 27. gr. skipulags-

og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. og gildandi aðalskipulag.

Þórður Guðmundsson bókar: ég tel að fresta skuli framkvæmdaleyfi þar til

deiliskipulag liggur fyrir þar sem framkvæmdin samræmist ekki skipulagslögum.

8. Framkvæmdaleyfi/umsögn vegna fráveituframkvæmda verklýsingu og

uppdráttum VSÓ ráðgjafar dags. í maí 2010.

 

3

 

Framkvæmdaleyfi samþykkt í samræmi við 27. gr. skipulags- og byggingarlaga nr.

73/1997 m.sbr. og gildandi aðalskipulag.

Umhverfis- og skipulagsnefnd fagnar því að hægt verður að ljúka framkvæmdum við

nýja fráveitu í Vogum í sumar og að Vogafjara verði þar með að mestu laus við

gerlamengun og sjónmengun af völdum skólps. Þar með batna enn möguleikar bæjarbúa

á heilnæmri útivist. Þá verður rekstrarkostnaður lítil þar sem ekki þarf að kosta til

dælingu skólpsins heldur verður það sjálfrennandi.

Umhverfismál

9. Umhverfisverkefni sumarsins, verkefnalisti lagður fram til kynningar.

Sverrir Agnarsson og Vignir Friðbjörnsson starfsmenn sveitarfélagsins sitja fundinn

undir þessum lið og mæta þeir kl.19.15 og víkja af fundi kl 19.45.

Nefndin þakkar þeim fyrir komuna.

10. Umhverfisvikan, lagt mat á hvernig til tókst.

Nefndin telur að umhverfisvikan hafi tekist nokkuð vel og þakkar íbúum fyrir áhuga

þeirra á umhverfi sínu.

11. Hönnun upplýsingaskilta, lagt fram til kynningar.

Nefndin fer yfir drögin og kemur ábendingum sínum á framfæri en listi nefndarinnar

er ekki tæmandi..

12. Almenningssamgöngur, staðan kynnt.

Biðskýli við gatnamót Reykjanesbrautar eru komin upp, eftir er að tengja rafmagn sem

gert verður fljótlega. Sett verður upp leiðarkort í skýlin. Allt að17 ferðir verða á dag

milli Voga og Reykjavíkur/Keflavíkur frá gatnamótum við Reykjanesbraut. Mögulegt

er að panta 3-5 ferðir á dag niður í Voga skv. áætlun.

Nefndin fagnar því að með nýju leiðakerfi almenningssamgangna á Suðurnesjum

batna verulega almenningssamgöngur milli Voga og höfuðborgarsvæðisins annars

vegar og Voga Reykjanesbæjar og Bláa lónsins hins vegar. Áfram verður hægt að

panta ferðir niður í Voga og auk þess bætast við fjöldi ferða sem hægt verður að taka

við mislægu gatnamótin og koma þá ný og glæsileg biðskýli að góðum notum.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21:00

Getum við bætt efni síðunnar?