Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

74. fundur 17. nóvember 2015 kl. 17:30 - 19:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Áshildur Linnet formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • Hólmgrímur Rósenbergsson aðalmaður
  • Gísli Stefánsson aðalmaður
  • Sigurður H. Valtýsson, skipulags- og byggingarfulltrúi embættismaður
Fundargerð ritaði: Sigurður H. Valtýsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Lóð fyrir ÍSAGA ehf.

1204009

Framhaldsmál frá síðasta fundi
Erindi Ísaga ehf. dags. 22.09.2015. Í erindinu er lýst áformum fyrirtækisins um uppbyggingu nýrrar súrefnis- og köfnunarefnisverksmiðju á iðnaðarsvæði við Vogabraut, ásamt því að starfsemi fyrirhugaðrar verksmiðju er lýst nánar. Í erindinu er þess farið á leit við Sveitarfélagið Voga að það gefi á þessu stigi umsögn um fyrirhugaða framkvæmd og þeirri breytingu sem fyrirséð er að gera þurfi á deiliskipulagi vegna hæðar kæliturns og tanka, áður en lengra er haldið í undirbúningi.

Á 195. fundi bæjarráðs var erindinu vísað til umfjöllunar hjá umhverfis- og skipulagsnefnd, hvað varðar skipulagsþætti málsins.

Áður á dagskrá á 73. fundi umhverfis- og skipulagsnefndar.

Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Fyrir liggja kort um hljóðstig frá fyrirhugaðri starfsemi, sem sýna að hljóðstig er innnan viðmiðunarmarka reglugerðar um hávaða.
Nefndin tekur jákvætt í breytingu á deiliskipulagi sem þarf að gera vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar, málsmeðferð breytingarinnar verði í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Deiliskipulag fyrir Nesbú á Vatnsleysuströnd

1503011

Athugasemdarfrestur er til og með 16. nóvember.
Deiliskipulagstillaga fyrir alifuglabúið Nesbú á Vatnsleysuströnd, dags. 18.08.2015, br. dags. 14.09.15

Tillaga að deiliskipulagi hefur verið auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Eftirfarandi eru athugasemdir sem gerðar eru við tillöguna og umfjöllun umhverfis- og skipulagsnefndar:

2.1. Bréf undirritað af tíu ábúendum og landeigendum í nágrenni Nesbús, dags. 9. nóvember 2015. Í bréfinu er mótmælt fyrirhuguðum framkvæmdum við stækkun búsins. Því er haldið fram að stækkunin muni hafa margvísleg neikvæð áhrif á búsetuskilyrði svæðisins: Engin trygging sé fyrir því að með stækkuninni aukist ekki fuglafjöldi á búinu, lyktarmengun muni þar með aukast. Vegna lyktar- og sjónmengunar rýrni verðgildi eigna og dragi úr mögulekum á uppbyggingu í ferðaþjónustu. Dragi úr áhuga fólks á búsetu á svæðinu.

Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Skv. greinargerð deiliskipulagsins er verið að bæta húsakost búsins til að mæta kröfum um velferð dýra skv. nýsettum lögum þar um og að fuglum verði ekki fjölgað á búinu frá því sem nú er. Eftirlit með starfsemi búsins er í höndum opinberra eftirlitsaðila sem m.a. fylgjast með fuglafjölda og meðferð úrgangs og er vísað til þess eftirlits varðandi þau atriði. Skv. gildandi aðalskipulagi er lóðin á iðnaðarsvæði og umhverfis er skilgreint landbúnaðarsvæði, engu er verið að breyta varðandi þá landnotkun. Deiliskipulagið eitt og sér ætti því ekki að breyta neinu í þeim efnum sem snúa að búsetuskilyrðum fólks, lyktar- og sjónmengun, rýrara verðgildi eigna, að dragi úr mögulekum á uppbyggingu í ferðaþjónustu eða að dragi úr áhuga fólks á búsetu á svæðinu.

2.2. Bréf frá eigendum Narfakots, dags. 9. nóvember 2015. Í bréfinu er mótmælt auglýstri deiliskipulagstillögu á ætlaðri lóð Nesbús. Er því haldið fram að lögformleg skipti hafi ekki farið fram á landinu og því ekki heimilt að deiliskipuleggja svæðið. Fylgiskjöl með bréfinu eru landskiptalög og landamerkjalýsingar fyrir Hlöðuneshverfi.

Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Skv. landeignaskrá sem er hluti af fasteignaskrá og m.a. hefur tilvísun í afmörkun og eignarhald í samræmi við þinglýstar heimildir er Nesbúegg ehf. þinglýstur eigandi lóðarinnar. Það er sú opinbera skrá sem umhverfis- og skipulagsnefnd gengur út frá. Það er ekki hlutverk nefndarinnar að skera úr ágreiningi varðandi landamerki.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt óbreytt frá auglýsingu. Málsmeðferð verði skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Umsókn um framkvædaleyfi.

1511014

Orkufjarskipti hf. sækja um framkvæmdaleyfi fyrir lögn ljósleiðarröra meðfram Reykjanesbraut skv. bréfi dags, 27.10.2015 og loftmyndum þar sem farmkvæmdinni er nánar lýst.

Fyrir liggur heimild Vegagerðarinnar fyrir framkvæmdinni að uppfylltum skilyrðum skv. bréfi dags. 11.09.2015.

Fyrir liggur álit Skipulagsstofnunar sem telur að framkvæmdin falli ekki undir ákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum skv. tölvupósti dags. 13.11.2015.

Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Umsókn um framkvæmdaleyfi er samþykkt með þeim skilyrðum sem koma fram í bréfi Vegagerðarinnar.

4.Umsókn um stöðuleyfi gáma.

1511015

Umsókn í kjölfar útsendingu gámabréfa
Jónsvör 7. Selhöfði ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir þremur 40 feta gámum á lóðinni skv. umsókn dags. 11.11.2015.

Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Stöðuleyfi er samþykkt í 12 mánuði, frá 12.11.2015 til 12.11.2016. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ganga frá leyfinu.

5.Umsókn um stöðuleyfi gáma.

1511026

Indalur 10. Stálafl Orkuiðnaður sækir um stöðuleyfi fyrir fjórum 20 feta og einum 40 feta gámum á lóðinni skv. umsókn mótt. 13.11.2015.

Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Stöðuleyfi er samþykkt í 12 mánuði, frá 13.11.2015 til 13.11.2016. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ganga frá leyfinu.

6.Endurskoðun Aðalskipulags Grindavíkur 2010-2030.

1510044

Grindavíkurbær óskar eftir umsögn á skipulags- og matslýsingu vegna endurskoðunar aðalskipulags Grindavíkur 2010-2030 skv. tölvupósti dags. 26.10.2015.

Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Nefndin mælist til þess að sveitarfélögin beiti sér fyrir því að við endurskoðunina verði skýrð sveitarfélagamörk sveitarfélaganna sem eru sýnd óviss í núgildandi aðlskipulagi beggja sveitarfélaganna.

7.Skipulags og ferðamál.

1511018

Bréf Skipulagsstofnunar dags. 10.11.2015 þar sem kynnt er hugmyndahefti um skipulag og ferðamál.

Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?