Hreppsnefnd

4. fundur 11. mars 2003 kl. 18:00 - 19:20 Iðndal 2

Fundur haldinn í hreppsnefnd, þriðjudaginn 11. mars 2003,
kl. 18 00 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir: Jón Gunnarsson, Birgir Þórarinsson, Kristinn Þór Guðbjartsson, Eiður
Örn Hrafnsson, Halldóra Baldursdóttir og Jóhanna Reynisdóttir sveitarstjóri
sem jafnframt ritar fundargerð.

DAGSKRÁ

Oddviti leitaði afbrigða varðandi erindi frá Sambandi sveitarfélaga á
Suðurnesjum dags. 10/2 2003 og var það samþykkt.
1. Fundargerð Skipulags-og byggingarnefndar Vatnsleysu-
strandarhrepps dags. 25/2 2003.
Fundargerðin er samþykkt.
Jón Gunnarsson tók ekki þátt í afgreiðslu 5. máls.
2. Fundargerð Fræðslunefndar Vatnsleysustrandarhrepps dags. 3/3 2003.
Fundargerðin er samþykkt.
3. Fundargerð Umhverfisnefndar Vatnsleysustrandarhrepps dags. 26/2
2003.
Fundargerðin er samþykkt. Varðandi önnur mál 5. mgr. bendir hreppsnefnd
á að HES fer alfarið með hundaeftirlit í hreppnum.
4. Fundargerð Íþrótta-og tómstundanefndar Vatnsleysu-strandarhrepps
dags. 13/1 og 10/2 2003.
Fyrri fundargerðin er samþykkt. Varðandi seinni fundargerðina 1. mál þá er
sveitarstjóra falið að svara nefndinni. Varðandi 2. mál þá er sveitarstjóra
ásamt tómstundarfulltrúa falið að útbúa minnisblað um lög og reglur er
varða dansleikjahald í Glaðheimum. Varðandi 3. mál fundargerðinnar sem
er ósk um breytingu á erindisbréfi nefndarinnar, þá er framkomnum tillögum
vísað til endurskoðunar erindisbréfa nefnda sem fram fer á miðju
kjörtímabili. Jafnframt mun nefndarmönnum verða boðið upp á námskeið í
fundarstjórn og fundarritun.

5. Fundargerðir stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum dags.
13/2 2003.
Fundargerðin er samþykkt.

2

6. Fundargerð Skólanefndar Fjölbrautaskóla Suðurnesja dags. 11/2 2003.
Fundargerðin er lögð fram.
7. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurnesja dags. 5/2 2003.
Fundargerðin er lögð fram.
8. Fundargerð stjórnar Sorpeyðingastöðvar Suðurnesja dags. 6/2 2003.
Fundargerðin er samþykkt. Hreppsnefnd lýsir ánægju sinni með fyrirhugað
gámaplan í Vogum.
9. Bréf frá Skógræktar-og landgræðslufélaginu Skógfelli dags. í febrúar
2003. Fram kemur í erindinu að Skógfell hefur nú eignast 15ha
landsvæði við Háabjalla. Félagið fer þess á leit að sveitarfélagið komi
að því að bæta aðkomu að svæðinu, ósk um vinnuframlag
vinnuskólans og að fasteignagjöld af því verði felld niður.
Hreppsnefnd fagnar því að umrætt svæði skuli komið í umsjón
heimamanna og mun taka upp viðræður við Vegagerðina um betra aðgengi
að svæðinu í tengslum við tvöföldun Reykjanesbrautarinnar. Hreppsnefnd
tekur jákvætt í vinnuframlag vinnuskólans og samþykkir jafnframt að fella
niður fasteignagjöld.
10. Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja dags. 23/2 2003 varðandi
hækkun á gjaldskrám.
Bréfið er kynnt.
11. Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja dags. 24/2 2003 varðandi
sviptingu hundaleyfis.
Málinu er frestað. Sveitarstjóra er falið að tilkynna viðkomandi aðila að málið
sé til meðferðar hjá sveitarstjórn.
12. Bréf frá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum dags. 6/2 2003
varðandi skipun í þjónustuhóp aldraðra.
Bréfið er kynnt.
13. Bréf frá Alþingi dags. 25/2 2003 umsögn að tillögu til þingsályktunar
um aðgang landsmanna að GSM-farsímakerfinu.
Hreppsnefnd tekur ekki afstöðu til erindis.

14. Bréf frá Úrvinnslusjóði dags. 11. febrúar 2003 varðandi samstarf
Úrvinnslusjóðs og sveitarfélaga um endurnýtingu úrgangs.
Bréfið er kynnt.
15. Samkomulag Skilanefndar Hafnarsamlags Suðurnesja.
Odviti kynnti samkomulagið og var það samþykkt samhljóða.
16. Tillaga að afslætti á fasteignagjöldum fyrir öryrkja.

3

Tillagan er samþykkt.
17. Leikskólamál.
Sveitarstjóri lagði fram til kynningar samanburð á gjaldskrám sveitarfélaga.
18. 3ja ára fjárhagsáætlun 2004-2006 – seinni umræða.
Helstu tölur samstæðureiknings eru eftirfarandi:

2004 2005 2006
Tekjur 346.798 381.217 414.023
Gjöld m/afskriftum 287.856 313.630 334.630
Niðurstaða án fjármagnsl. 58.941 67.586 79.393
Rekstrarniðurstaða 40.201 40.201 67.907
Eignir 918.892 934.916 947.129
Skuldir m/lífeyrisskuldb 498.234 460.637 404.942
Veltufé frá rekstri 53.317 67.023 82.248
Áætlunin er samþykkt með fjórum atkvæðum, einn sat hjá.

19. Ársreikningur 2002 – fyrri umræða.
Oddviti fór yfir ársreikninginn og var honum vísað til seinni umræðu.
20. Bréf frá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum dags. 10/2 2003
varðandi tilkynningu um afgreiðslu á fjárhagsáætlunum sameiginlegra
rekinna stofnana.
Bréfið er kynnt.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19 20

Getum við bætt efni síðunnar?