Hreppsnefnd

9. fundur 02. september 2003 kl. 18:00 - 20:00 Iðndal 2

Fundur haldinn í hreppsnefnd, þriðjudaginn 2. september 2003,
kl. 18 00 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir: Jón Gunnarsson, Birgir Þórarinsson, Kristinn Þór Guðbjartsson, Birgir
Örn Ólafsson, Halldóra Baldursdóttir og Jóhanna Reynisdóttir sveitarstjóri sem
jafnframt ritar fundargerð.

DAGSKRÁ

1. Fundargerð Skipulags-og byggingarnefndar Vatnsleysu-
strandarhrepps dags. 29/7 2003.
Fundargerðin er samþykkt. Varðandi 7. mál þá vill hreppsnefnd leggja
áherslu á að enn hefur ekki farið fram endurskoðun aðal-skipulags og
skipulagning einstakra reita þarf að fara fram í tengslum við heildarskipulag.
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær ráðist verður í gerð nýs
aðalskipulags.
2. Fundargerð Umhverfisnefndar Vatnsleysustrandarhrepps dags. 25/6
2003.
Fundargerðin er samþykkt. Varðandi 2. mál 6. málsgrein þá er hreppsnefnd
í viðræðum við Varnamálaskrifstofu um hreinsun Hábjallasvæðisins og telur
ekki tímabært að loka svæðinu að svo komnu máli.
3. Fundargerð Félagsmálanefndar Vatnsleysustrandarhrepps dags. 12/5
2003.
Fundargerðin er samþykkt.
4. Fundargerðir Menningarnefndar Vatnsleysustrandarhrepps dags. 4/6
og 24/6 2003.
Fundargerðirnar eru samþykktar.
5. Fundargerðir stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum dags.
10/7 og 28/7 2003.
Fundargerðirnar eru samþykktar.
6. Fundargerðir stjórnar Sorpeyðingastöðvar Suðurnesja dags. 12/6, 19/6
og 21/8 2003.
Fundargerðirnar eru samþykktar.

7. Fundargerð stjórnar Brunavarna Suðurnesja dags. 4/6 2003.
Fundargerðin er samþykkt.

2

8. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurnesja dags. 4/6 og 12/6 2003.
Fundargerðirnar eru lagðar fram.
9. Fundargerð Launanefndar sveitarfélaga dags. 13/8 2003.
Fundargerðin er lögð fram.
10. Fundargerðir Bláfjallanefndar dags. 13/5 og 3/6 2003.
Fundargerðirnar eru lagðar fram.
11. Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 16/5 og
20/6 2003.
Fundargerðirnar eru lagðar f ram.
12. Bréf frá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum vegna fjármögnunar á
viðbyggingu Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Hreppsnefnd staðfestir hér með ábyrgð sína í hlutfalli við eignarhluta sinn, á
lántöku S.S.S. að upphæð 500.000,- vegna viðbyggingar F.S.
13. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi nýtt fyrirkomulag
við kostnaðarskiptingu tónlistarkennslu í Reykjavík.
Bréfið er kynnt.
14. Bréf frá Sandgerðisbæ dags. 23/7 2003 varðandi hugsanlega sölu á lóð
og húsakosti Garðvangs.
Hreppsnefnd tekur undir að skipuð verði nefnd til að kanna hagkvæmni
þess að selja lóð og húsakost Garðvangs til ríkisns og tilnefndir Jóhönnu
Reynisdóttur, sveitarstjóra í viðræðunefndina.
15. Bréf frá Gerðahreppi dags. 23/5 2003 þ.s. óskað er eftir leyfi til að
vinna að frekari útfærslu á lóð Garðvangs. Áður tekið fyrir á síðasta
reglulega fundi hreppsnefndar.
Hreppsnefnd tekur ekki afstöðu til málsins að svo komnu máli þ.s. skipuð
hefur verið viðræðunefnd um að skoða sölu á lóð og húsakosti Garðvangs
til ríkisins.
16. Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga dags. 1/7 2003 þ.s. lánasjóðurinn
samþykkir lán til hreppsins.
Hreppsnefnd samþykkir að að taka að láni hjá Lánasjóði sveitarfélaga 15
milljónir króna með 4,5% vöxtum af eigin ráðstöfunarfé sjóðsins og 9
milljónir króna með 5,32% vöxtum af endurlánafé sjóðsins. Jafnframt veitir
hreppsnefnd Lánasjóðnum tryggingu í tekjum sveitarfélagsins vegna
lántökunnar, sbr. 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 og 13. gr.
laga um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 35/1966.

17. Bréf frá Golfklúbbi Vatnsleysustrandar dags. 1/7 2003 varðandi
landbrot við Kálfatjörn.

3

Hreppsnefnd mun óska eftir því við Siglingastofnun að fram fari skoðun á
aðstæðum og hreppsnefnd fái sendar niðurstöður þeirra skoðunar.
18. Bréf frá Fuglaverndarfélagi Íslands dags. 13/7 2003 varðandi mikilvægi
Vatnsleysustrandar fyrir fuglalíf.
Bréfið er kynnt.
19. Beiðni um styrk vegna heimildarmyndar um Reykjanes-brautina dags.
24/6 2003.
Hreppsnefnd hafnar erindinu.
20. Bréf frá Sýslumanninum í Keflavík dags. 2/7 og 14/7 2003 varðandi
beiðni um afgreiðslu á afskriftum útsvars.
Tillögur um afskriftir að upphæð kr.480.966,- eru samþykktar
21. Tillögur um afskriftir leikskóla-og grunnskólagjalda.
Sveitarsstjóri lagði fram lista yfir tillögur um afskriftir á gjöldum sem fullreynt
er að innheimta.
Hreppsnefnd samþykkir að afskrifa óbeint leikskóla-og grunnskólagöld að
upphæð kr. 840.236,-
22. Endurskoðun ráðningasamnings sveitarstjóra.
Oddviti lagði fram endurskoðaðann ráðningasamning sveitarstjóra. Í stað
viðmiðunar við þingfararkaup, kemur launavísitala. Heildarmánaðarlaun
verða kr. 607.000,- Að öðru leyti er samningurinn óbreyttur. Laun
sveitarstjóra hækka ekki við þessa breytingu.
Ráðningasamningurinn er samþykktur með þremur atkvæðum meirihluta.
Minnihlutinn situr hjá.
23. Skipun í þarfagreininganefnd skóla.
Hreppsnefnd samþykkir að tilnefna eftirtalda aðila í nefndina:
Jóhanna Reynisdóttir, sveitarstjóri.
Jón Ingi Baldvinsson, aðstoðarskólastjóri
Kristján Baldursson, tækni-og umhverfisstjóri.
Lena Rós Matthíasdóttir, formaður fræðslunefndar.
Snæbjörn Reynisson, skólastjóri.
Hlutverk nefndarinnar verður að greina þarfir skólans til framtíðar í
húsnæðismálum og skila tillögum til hreppsnefndar fyrir 31. desember 2003.

24. Hlutabréf í Hitaveitu Suðurnesja hf.
Hreppsnefnd samþykkir að fá utanaðkomandi ráðgjafa til að leggja mat á
hugsanlegt markaðsvirði hlutafjár hreppsins í H.S. Kostnaði vegna matsins
er vísað til fjárhagsáætlunagerðar.
25. Vatnsveitumál.

4

Hreppsnefnd felur oddvita og sveitarstjóra að ræða við Hitaveitu Suðurnesja
um hugsanleg kaup H.S. á Vatnsveitu hreppsins.
26. Sameiningarmál.
Samband íslenskra sveitarfélaga og Félagsmálaráðuneytið hafa ákveðið að
hefja átak í sameiningamálum sveitarfélaga. Félagsmálaráðherra mun skipa
tvær nefndir, annars vegar sameininganefnd sem útfæra á tillögur um nýja
sveitarfélagaskipan og hins vegar nefnd um aðlögun tekjustofna að nýrri
sveitarfélagaskipan. Þriggja manna verkefnastjórn mun hafa yfirumsjón með
verkefninu.
Birgir Örn Ólafsson leggur fram eftirfarandi tillögu/bókun:
Birgir leggur til að sveitarstjórn kanni nú þegar hug nágranna-sveitarfélaga
til sameiningar við Vatnsleysustrandarhrepp. Lagt er til að viðræður hefjist
eins fljótt og auðið er og að sameiningarferlinu verði lokið fyrir næstkomandi
sveitarstjórnarkosningar.
Tillagan er felld með þremur atkvæðum, einn situr hjá og einn samþykkir.
Meirihluti hreppsnefndar telur ekki tímabært að fara í formlegar viðræður en
er sammála um að fylgjast vel með málinu.
27. Bréf frá Landslögum dags. 28/8 2003 varðandi afstöðu
Félagsmálaráðuneytisins til erindis hreppsins um viðbótarlán.
Í bréfinu kemur fram að ráðuneytið fellst í öllum meginatriðum á sjónarmið
hreppsins varðandi úthlutun Garðabæjar og Seltjarnarneskaupstaðar á
viðbótarlánum til kaupa á húsnæði í Vatnsleysustrandarhreppi. Áður hafði
lögfræðingur Sambands íslenskra sveitarfélaga ekki treyst sér til að fullyrða
að ólögmætt væri að eitt sveitarfélag heimili viðbótarlán til kaupa á
íbúðarhúsnæði í öðru sveitarfélagi.
Samband íslenskra sveitarfélaga sendi málið til nefndar um framkvæmd
viðbótarlána og í framhaldi af því gerði nefndin eftirfarandi tillögu:
"Nefndarmenn eru sammála um að meginregla verði sú að viðbótarlán
skulu veitt af því sveitarfélagi þar sem eignin er staðsett í. Í
undantekningatilvikum megi þó víkja frá þeirri reglu vegna sérþarfa
umsækjanda. Sem dæmi um slíkar sérþarfir má nefna þarfir umsækjanda
vegna fötlunar eða hagsmuna barna hans. Skilyrði fyrir þessari undanþágu
er að fyrir liggi skriflegt samþykki bæjarstjóra/sveitarstjóra eða formanns
húsnæðisnefndar þess sveitarfélags þar sem eignin er staðsett í". Af
afgreiðslu nefndarinnar má sjá að hún er sammála hreppsnefnd
Vatnsleysustrandarhrepps um lagatúlkun í málinu.
Einnig kemur fram í bréfi ráðuneytisins að húsnæðisnefnd Garðabæjar hafi
brotið eigin verklagsreglur við úthlutun viðbótarláns til kaupa á húsnæði í
Vogum, en í verklagsreglum Garðabæjar sem samþykktar voru í bæjarstjórn
5. mars 2002 segir, að skilyrði fyrir veitingu viðbótarlána sé að umsækjandi
kaupi fasteign í Garðabæ.

5

Félagsmálaráðuneytið tekur undir þau sjónarmið hreppsins að með lögum
um húsnæðismál nr. 44/1998 og reglugerð um viðbótarlán nr. 783/1998, er
á því byggt að það séu húsnæðisnefndir viðkomandi sveitarfélags sem taki
ákvarðanir um húsnæðisúrræði á sínu svæði og að það sé verkefni
viðkomandi sveitarfélags að ráða málum innan sinna umdæma. Ráðuneytið
samþykkir ekki að fella niður áðurgerðar úthlutanir vegna ríkra hagsmuna
þeirra umsækjenda sem keypt hafa húsnæði á grundvelli þeirra.
Ráðuneytið tekur hinsvegar undir þá ósk hreppsins að gerðar verði
ráðstafanir til þess að ekki verði um endurtekningu slíkra gerninga að ræða.
Sveitarstjóri mun eiga fund með lögfræðingi hreppsins um framhald málsins,
þar sem ljóst er að hreppurinn hefur borið talsverðan kostnað af því að leita
leiðréttingar á gerningum bæjarstjórna Garðabæjar og
Seltjarnarneskaupstaðar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20 00

Getum við bætt efni síðunnar?