Hreppsnefnd

11. fundur 07. desember 2004 kl. 18:00 - 20:00 Iðndal 2

Fundur haldinn í hreppsnefnd, þriðjudaginn 7. desember 2004,
kl. 18 00 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir: Jón Gunnarsson, Hanna Helgadóttir, Sigurður Kristinsson, Birgir Örn
Ólafsson, Hörður Harðarsson og Jóhanna Reynisdóttir sem jafnframt ritaði
fundargerð í tölvu.

DAGSKRÁ

1. Fundargerðir Skipulags-og bygginganefndarnefndar
Vatnsleysustrandarhrepps dags. 3/12 2004.
Fundargerðin er samþykkt. Varðandi 1. og 3. mál þá heimilar hreppsnefnd
sveitarstjóra að auglýsa breytingu á deiliskipulagi við Heiðargerði annars
vegar og Iðndal og Stapaveg hins vegar.
2. Fundargerð Fræðslunefndar Vatnsleysustrandarhrepps dags. 15/11
2004.
Fundargerðin er samþykkt.
3. Fundargerðir Umhverfisnefndar Vatnsleysustrandarhrepps dags.
24/11 2004.
Varðandi 2. mál þá hefur athugasemdum verið komið á framfæri við
verktaka og Fasteign ehf. Varðandi 3. lið þá er sveitarstjóra falið að skrifa
Kölku bréf og kanna hvort að unnt sé að taka upp sveigjanlegra
losunarkerfi til að koma til móts við vistverndunaraðila.
Að öðru leyti eru fundargerðirnar samþykktar.
4. Fundargerð aðalfundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum dags.
30/10 2004.
Fundargerðin er lögð fram.
5. Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum dags. 29/10 og
12/11 2004.
Fundargerðirnar eru samþykktar.
6. Fundargerð stjórnar Brunavarna Suðurnesja dags. 2/11 2004.
Varðandi 1. mál þá óskar hreppsnefnd eftir viðræðum við eignaraðila. Að
öðru leyti er fundargerðin samþykkt.

7. Fundargerð stjórnar Dvalarheimilis aldraðra á Suðurnesjum dags.
10/11 2004.

2

Fundargerðin er samþykkt.
8. Fundargerð Þjónstuhóps aldraðra á Suðurnesjum dags. 24/11 2004.
Fundargerðin er lögð fram.
9. Fundargerðir stjórnar Skíðasvæða á höfuðborgarsvæðinu dags. 15/9
og 27/10 2004.
Fundargerðirnar eru lagðar fram.
10. Bréf frá Salvöru Jóhannesdóttur dags. 8/11 2004 varðandi beiðni um
styrk vegna ferðar starfsmanna á heilsuleikskóla í Danmörku.
Hreppsnefnd vísar málinu til fjárhagsáætlunar 2005.
11. Bréf frá Arndísi Einarsdóttur og Róberti Kristjánssyni dags. 16/11
2004 varðandi beiðni um að skrá lögheimili sitt í Hvassahrauni.
Í bréfinu er vitnað í nýlegan dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem íbúum
er heimilt að skrá lögheimili sitt í frístundarbyggðum Bláskógarbyggðar.
Hreppsnefnd Bláskógarbyggðar hefur áveðið að áfrýja dómnum á þeim
forsendum að hann kalli á grundvallarbreytingu á uppbyggingu og
starfsemi margra sveitarfélaga.
Á ofangreindum forsendum frestar hreppsnefnd afstöðu til erindisins þar til
niðurstaða Hæstaréttar liggur fyrir.
12. Tillaga að sameiginlegum þjónustusamningi Sandgerðis, Garðs og
Vatnsleysustrandarhrepps um barnaverndarmál.
Hreppsnefnd samþykkir þjónustusamninginn og felur sveitarstjóra að
undirrita. Sædís Guðmundsdóttir verður áfram fulltrúi hreppsins í hinni nýju
barnaverndarnefnd
13. Bréf frá Garði dags. 19/11 2004 varðandi framtíðarhúsnæði BS og
skipan fulltrúá í nefnd til að fara yfir stöðu samstarfsins.
Bréfið er kynnt.
14. Bréf frá Grindavíkurbæ dags. 29/11 2004 varðandi sameiningarmál.
Bréfið er kynnt.
15. Bréf frá Ferðamálasamtökum Suðurnesja dags. 8/11 2004 varðandi
beiðni um samstarf um rekstur og uppbyggingu á ferðavefnum
reykjanes.is
Hreppsnefnd vísar erindinu til fjárhagsáætlunar 2005.
16. a) Bréf frá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum dags. 1/11 2004
þ.s. ályktanir frá síðasta aðalfundi eru kynntar.
Bréfið er kynnt.
b) Bréf frá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum dags. 15/11 2004
varðandi beiðni um tilnefningu í nefnd til að fara yfir núverandi stöðu
samstarfsins.
Hreppsnefnd tilnefnir Birgir Þórarinsson í nefndina.

3

c) Bréf frá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum dags. 16/11 2004
varðandi afgreiðslu á fjárhagsáætlun sameiginlegra rekinna stofnana
fyrir árið 2005.
Hreppurinn greiðir samtals 19,2 milljónir til samstarfsins samkvæmt
áætluninni. Samþykkt samhljóða.
17. Bréf frá Menntamálaráðuneytinu dags. 22/11 2004 þar sem óskað er
eftir upplýsingum um hvernig skólahald verði skipulagt út skólaárið í
kjölfar verkfalls grunnskólakennara.
Hreppsnefnd felur Fræðslunefnd í samstarfi við sveitarstjóra og skólastjóra
að gera tilögu til hreppsnefndar um skipulag skólahalds út skólaárið.
18. Bréf frá Gróðri fyrir fólk dags. 17/11 2004 varðandi beiðni um
áframhaldandi samstarf um uppgræðslu í hreppnum.
Hreppsnefnd vísar erindinu til umsagnar til Umhverfisnefndar og
endanlegri afgreiðslu til fjárhagáætlunargerðar 2005.
19. Bréf frá Háskólasetrinu í Hveragerði dags. 1/11 2004 varðandi beiðni
um styrk til að uppbyggingu á gagnagrunni um baðlaugar.
Erindinu er hafnað.
20. Bréf frá Stigamótum dags. 2/11 2004 varðandi beiðni um styrk.
Hreppsnefnd vísar erindinu til fjárhagsáætlunar 2005.
21. Sameiningamál.
Sveitarstjóri lagði fram bréf frá nefnd um sameiningu sveitarfélaga þar sem
sameininganefndin svarar erindi oddvita um frestun til að skila inn afstöðu
til framkominnar sameiningatillögu. Nefndin veitir frest til 13. desember.
Hreppsnefnd harmar þann skamma frest sem veittur er, en farið var fram á
frest til 31. janúar 2005. Ætlunin var að halda íbúaþing, þar sem fram færi
upplýst umræða um málið og í framhaldi af því könnun á hug íbúa til
sameiningakosta. Í ljósi þess skamma frests sem veittur er, er ljóst að
hugmyndir heppsnefndar um kynninguna ná ekki fram að ganga.
Hreppsnefnd samþykkir að kanna hvort unnt sé að gera skoðanakönnun
meðal íbúa föstudaginn 10. desember til að leiða í ljós hug þeirra til
sameiningar við önnur sveitarfélög. Í kjölfarið mun hreppsnefnd taka
afstöðu til málsins.
22. Framkvæmdir
Sveitarstjóri fór yfir stöðu framkvæmda við göngustíga, viðbyggingu. Stóru-
Vogaskóla og fjölbýlishúsið við Heiðargerði.
23. Lóðarmál.
Oddviti fór yfir viðræður við Trésmiðju Snorra Hjaltasonar varðandi
rammasamning um húsnæðisframkvæmdir. Stefnt er að því að ljúka
samkomulagi fyrir lok ársins.
Hreppsnefnd samþykkir að lóðum verði úthlutað til þeirra einstaklinga sem
hafa nú þegar skilað inn gildum lóðarumsóknum sem uppfylla öll skilyrði.
Stefnt verði að því að lóðarúthlutun fari fram á fyrsta fundi hreppsnefndar í
janúar 2005.

4

24. Skólamálaskrifstofa.
Óformleg beiðni hefur komið frá Skólamálaskrifstofu Reykjanesbæjar að
fresta lok gildistíma þjónustusamningsins til næsta vors í stað næstu
áramóta. Hreppsnefnd samþykkir beiðnina og felur sveitarstjóra jafnframt
að halda áfram vinnu að endurskoðun samningsins.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20 00

Getum við bætt efni síðunnar?