Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

3. fundur 11. apríl 2005 kl. 18:04 - 19:55 Iðndal 2

Mættir: Helga Friðfinnsdóttir, , Bergur Álfþórsson Snæbjörn Reynisson og Áshildur

Linnet sem jafnframt ritaði fundargerð

Ólafur Tryggvi Gíslason og Kjartan Hilmisson boðuðu forföll

Fundur settur kl. 18:14

1. Staðfest endurritun úr fundargerðabók Vatnsleysustrandarhrepps

Formaður las upp endurritunina og þakkar nefndin skýr svör.

Dagmar Eiríksdóttir mætti til fundar kl. 18:18

2. Bréf frá Lýðheilsustöð, dags. 6. desember 2004 varðandi

kynningarbæklinginn, Allt hefur áhrif, einkum við sjálf

Fræðslunefnd sér ekki að leikskóli og gunnskóli hreppsins geti tekið þátt í

þróunarverkefninu að svo stöddu. Í leikskólanum er nú þegar unnið að

heilsustefnu og ekki er ljóst hvernig mötuneytismálum í grunnskóla verður háttað

næsta skólaár. Fræðslunefnd lýsir þó yfir áhuga sínum á að fylgjast með

framgangi verkefnisins og skoða hvort taka megi upp þessa stefnu þegar fram líða

stundir.

3. Mats- og þróunaráætlun fyrir gunnslóla

Helga lýsti ánægju sinni með mats- og þróunaráætlunina. Formaður spurði hvaða

áhrif starf sérkennsluteymis hefði haft. Snæbjörn fór yfir þær breytingar sem hafa

orðið á formi kennslunnar sem m.a. fellst í því að sérkennarinn kemur í auknu

mæli inní bekkina og nemendur eru ekki teknir út úr bekkjum í sama mæli og

áður. Inní breytingar á sérkennslunni kemur breyting vegna áherslu á

einstaklingsmiðaðnám sem nú er verið að taka upp í skólanum. Dagmar spurði

hvernig fræðslu varðandi t.d. meðhöndlun ofvirkra nemenda, til kennara væri

háttað. Snæbjörn greindi frá því að bæði væri haldin námskeið og námsefni væri

til staðar í skólanum fyrir kennara. Helga spurði hvort sérkennarinn væri

menntaður sem slíkur og svaraði Snæbjörn því að hún hefði árs menntun í

sérkennslufræðum.

Formaður spurði einnig hvenær mætti vænta niðurstaðna á mati samvinnu-

verkefnis milli leikskóla og grunnskóla og hvort þær verði tilbúnar áður en skóli

hefst næsta haust? Snæbjörn væntir þess að skýrslu verði skilað fyrir skólalok

þ.e.a.s. fyrir 15. júní.

Formaður spurði hvort til stæði að ráða námsráðgjafa og húsvörð fyrir næsta

skólaár? Snæbjörn svaraði því til að ekki hefði verið á dagskrá að ráða

násmráðgjafa nema þá í hlutastarf en rætt hefur verið um að ráða húsvörð í hálft

starf.

4. Reglur um skólaakstur

Farið var yfir þær breytingar og athugasemdir sem Snæbjörn hafði við drögin.

Bergur tekur að sér að kanna hvort reglur séu um vegalengd frá bæ að vegi í öðrun

 

sveitarfélögum og formaður tekur að sér að kanna hvort skólabíllinn er á

rekstrarleigu eða kaupleigu.

5. Skólafatnaður

Formaður lagði til að haldin yrði kynning um málið fyrir foreldra áður en könnun

varðandi málið verði lögð fyrir foreldra. Lagt var til að reynt verði að fá Leif

Garðarsson skólastjóra Áslandsskóla í Hafnarfirði til að kynna reynslu þeirra af

skólafatnaði. Samþykkt að halda kynningarfund í samvinnu við foreldrafélag

skólans og nota tækifærið og kynna einnig vetrafrí næsta skólaár.

6. Starfsmannaráðningar fyrir Stóru-Vogaskóla næsta skólaár

Búið er að auglýsa eftir starfsmönnum fyrir næsta skólaár. Það vantar verk- og

listgreinakennara en ekki er alveg ljóst með allar stöður.

7. Skóladagatal fyrir Stóru-Vogaskóla næsta skólaár

Snæbjörn lagði fram drög að skólatagatali fyrir 2005-2006, en ekki er komið inn

t.d. vetrarfrí ef af því verður. Eftir á að setja inn prófdaga, skólabúðir o.fl.

8. Umræður um grein Bryndísar Schram, Hvað getum við lært af Finnum?

Umræðum frestað vegna fjarveru frummælanda Ólafs Tryggva Gíslasonar.

9. Innflytjendur og grunnskólinn

Formaður kynnti hvað fram fór á málþingi á vegum RKÍ, HÍ, HKÍ, og

Alþjóðahúss. Farið var lauslega yfir fjölda barna sem hafa íslensku sem annað mál

og tvítyngdra barna (í blönduðum hjónaböndum af íslensku móður- eða faðerni).

10. Önnur mál

a) Fjöldi fulltrúa foreldra í fræðslunefnd

Umræður um fjölda fulltrúa foreldra. Fræðslunefnd óskar eftir því að

erindisbréf nefndarinnar verði skýrt hvað varðar fjölda fulltrúa foreldra

sem hafa seturétt á fundum nefndarinnar. Vísar nefndin til 13 gr. og 16. gr.

Grunnskólalaga.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 19:55

Getum við bætt efni síðunnar?