Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

5. fundur 30. maí 2005 kl. 18:05 - 19:30 Iðndal 2

Mættir: Bergur Álfþórsson, Helga Friðfinnsdóttir, Ólafur Tryggvi Gíslason, Þorbera

Fjölnisdóttir, Snæbjörn Reynisson og Áshildur Linnet sem jafnframt ritaði fundargerð

 

Fundur settur kl. 18:05

1. Ráðningar starfsmanna við Stóru-Vogaskóla

Snæbjörn geindi frá ráðningu tveggja kennara sem búið er að ráða. Ráðnir voru

kennarar í 2/3 stöðu myndmentakennara og 2/3 stöðu handmenntakennara.

Myndmenntakennarinn sem ráðinn hefur verið heitir Valgerður Guðlaugsdóttir og

útskrifaðist frá KHÍ 2004. Handmenntakennarinn heitir Guðrún Svava

Viðarsdóttir og er að brautskrást frá KHÍ á þessu ári. Fjórar umsóknir eru um

stöðu íþróttakennara og ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um þá ráðningu.

Einnig greindi hann frá auglýsingu frá skólanum um stöðu sérkennara og

heimilisfræðikennara í Morgunblaðinu í dag.

2. Skóladagatal 2005-2006

Snæbjörn lagði fram skóladagatalið fyrir skólaárið 2005-2006. Ekki verður neitt af

vetrarfríi við skólann þar sem foreldrar höfnuðu hugmyndum um vetrarfrí í

skoðanakönnun sem skólinn stóð fyrir.

3. Reglur um skólaakstur

Fundurinn samþykkti eftirfarandi reglur um skólaakstur:

 

1. gr.

Skólabifreið

 

Vatsleysustrandarhreppur útvegar bifreið til skólaaksturs og skal sjá til þess að bifreið

sú er notuð er til skólaakstursins uppfylli öll ávæði laga, reglugerða og settra reglna

um gerð, búnað og merkingu sem í gildi eru á hverjum tíma.

Vatnsleysustrandarhreppur skal sjá til þess að bifreið sú er notuð er til skólaakstursins

sé vátryggð sem og farþegar og bílstjóri.

Rekstrarkostnaður skólabifreiðar greiðist af sérmerktum lið á fjárhagsáætlun Stóru-

Vogaskóla. Skólabílstjóri er einn af starfsmönnum skólans og er undir verkstjórn

skólastjóra. Akstur í þágu annarra stofnana hreppsins er gjaldfærður á þær, sem og

laun bílstjóra

 

2. gr.

Áætlun

 

Daglegur skólaakstur er samkvæmt skólaakstursáætlun sem skólastjóri vinnur í

upphafi hvers skólaárs í samræmi við kennsluskipan og aðrar þær þarfir nemenda fyrir

akstur sem samkomulag er um að uppfylla.

 

Bílstjóri skal kappkosta að gera hverja ferð sem þægilegsta fyrir farþega sína og halda

áætlun eins og kostur er. Virða ber ákvarðanir skólayfirvalda um komutíma skólabíls

að og frá skóla. Bílstjóri má ekki sinna einkaerindum með skólabörn í bílnum né láta

slík erindi seinka skráðri brottför skólabíls.

Hafa skal samráð við skólastjóra ef nauðsyn er talin að fella niður ferð, hafa skal

opinn farsíma ef breyta þyrfti áætlun. Skólastjóri eða staðgengill hans tilkynnir

ökumanni um frávik frá venjubundinni ferðatilhögun og/eða tímasetningu jafnskjótt

og slíkar ákvarðanir liggja fyrir.

Börn eru sótt á fyrirfram ákveðnar biðstöðvar og á skólalóð á skólabíll sérmerkt stæði.

Á Vatnsleysuströnd skal miðað við að börn í 4.-10. bekk séu tekin uppí skólabíl við

þjóðveg 420, Vatnsleysustrandarveg. Um börn í 1.-3. bekk skal sú regla gilda að þau

séu sótt heim að því gefnu að heimkeyrsla að húsi sé þannig búin að hægt sé án

vandkvæða að snúa skólabílnum við á hlaðinu við húsið.

Bílstjóri og skólastjóri skulu í sameiningu leggja á það mat í upphafi skólaárs hvort

heimkeyrsla og hlað standist þau skilyrði að hægt sé að snúa skólabifreið við án þess

að stefna öryggi farþega, bíls, bílstjóra og heimilisfólks í hættu. Breytilegar aðstæður,

s.s. vegna ófærðar, hálku eða annarra umhverfisþátta geta orðið til þess að ekki sé

ekið heim að húsi.

Skólastjóra er heimilt að gera undanþágu á ákvæði um biðstöðvar fyrir börn í 4.-10.

bekk s.s. í tilfellum líkamlegra og/eða andlega fatlaðra barna.

 

3. gr.

Öryggi farþega

 

Bílstjóri skal aðstoða börn í og úr bíl eftir þörfum. Bílstjóri fylgist með því að börnin

séu fest í öryggisbelti.

Bílstjóri getur tekið ákvörðun um að aka ekki ef aðstæður eru víðsjárverðar. Skal

skólastjórnendum tilkynnt um slíka ákvörðun jafnfljótt og ákvörðun liggur fyrir.

 

4. gr.

Hegðun í skólabifreið

 

Nemendur skulu fara eftir almennum skólareglum hvað varðar umgengni um

skólabifreið. Skulu þeir fara eftir óskum bílstjóra í akstri og sitja í sætum sínum með

spennt belti. Jafnframt skulu nemendur leggja sig fram um að trufla ekki bílstjóra í

akstri.

 

5. gr.

Trúnaður og þagnarheiti

 

Bílstjóri er bundinn trúnaði og þagnarheiti um öll þau mál er hann kann að fá

vitneskju um í starfi sínu og snerta einstaka nemendur, foreldra þeirra eða

aðstandendur. Skólabílstjóri hefur upplýsingarskyldu til skólastjóra um þau mál sem

upp kunna að koma

 

6. gr.

 

Notkun skólabifreiðar utan áætlunar

 

Um lán á skólabíl skal gilda sú regla að skólabíllinn er ekki lánaður til einstaklinga

eða félagasamtaka. Notkun hans skal miðast við starfsemi á vegum hreppsins og að

honum sé ekið af bílstjóra á vegum hans sem hafi til þess gild ökuréttindi.

 

4. Önnur mál

a) Snæbjörn greindi frá því að skólinn hefði fengið styrk úr Þróunarsjóði

grunnskóla. Óskuðu nefndarmenn starfsmönnum skólans hjartanlega

til hamingju með styrkinn.

b) Formaður spurðist fyrir um hvort skipulagsbreytingar væru

fyrirhugaðar í grunnskólanum. Snæbjörn greindi frá því að

tvennskonar skipulagsbreytingar væru fyrirhugaðar, annars vegar hvað

varðar kennslu og hins vegar hvað varðar gæslu og ræstingar. Ástæða

skipulagsbreytinga vegna gæslu og ræstinga er stækkun skólans og því

þörf á breyttu starfsfyrirkomulagi.

c) Skólamáltíðir. Formaður las upp bókun úr fundargerð foreldrafélags

Stóru-Vogaskóla frá 7. apríl. Bergur fór yfir matseðla frá nokkrum

skólum til samanburðar við matseðil Stóru-Vogaskóla. Þorbera fór yfir

málið frá sjónarhorni foreldrafélagsins. Farið var yfir stöðu málsins

eins og það er í dag. Sveitarstjóri er að kanna hagkvæmni útboðs.

d) Umræður um sal í nýja skólahúsnæðinu og mögulega nýtingu hans.

Fræðslunefnd vísar til reglugerðar 113/1958, 9.gr.

e) Helga færði fundarmönnum kveðju frá Lenu Rós fyrrverandi formanni

nefndarinnar.

f) Næsti fundur áveðinn þriðjudaginn 7. júní kl. 18:00

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 19:30

Getum við bætt efni síðunnar?