Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

8. fundur 08. október 2005 kl. 10:10 Iðndal 2

Mættir voru: Helga Friðfinnsdóttir, Fanney Ósk Ingvaldsdóttir, Bergur Álfþórsson,

Oktavía Ragnarsdóttir og Áshildur Linnet sem jafnframt ritaði fundargerð.

Fundur settur kl. 10:10

1. Vinnufundur stjórnar

Rætt um starf nefndarinnar á síðasta skólaári og hvaða málum nefndin náði fram

og hvaða málum þarf að halda áfram á þessu skólaári. Farið yfir spurningar sem

komu fram í stefnumótunarvinnu 1. nóvember 2004 m.a.: Hvernig getur

fræðslunefnd fylgst með framkvæmd náms og kennslu í sveitarfélaginu og að hún

sé í samræmi við lög?

Oktavía lagði til að fulltrúar foreldraráðs yrðu kallaðir á fund til að nefndin gæti

kynnt sér þetta mál.

Rætt um bættan mælanlegan námsárangur í grunnskóla en eitt af markmiðum

hreppsins í grunnskólamálum á þessu kjörtímabili er að bæta mælanlegan árangur

í Stóru-Vogaskóla. Helga benti á að hægt er að halda aðhaldsfundi fyrir börn sem

eru slök í náminu. Slíkir fundir eru haldnir með foreldrum og börnum reglulega

t.d. á 4-6 vikna fresti. Bergur nefndi Mentor sem er aðhaldstæki. Athuga hvort

hægt er að virkja foreldra til að nota Mentor betur. Rætt um notknun á þessu kerfi.

Áshildur lagði til að foreldrum yrðu sendar nákvæmar leiðbeiningar um notkun

þar sem tölvulæsi foreldra gæti verið misjafnt. Einnig þarf að athuga að ekki hafa

allir foreldrar aðgang að tölvu.

Rætt um Olweusarverkefni og ákveðið að óska formlega eftir niðurstöðum úr

könnun sem gerð var í tengslum við verkefnið.

Rætt um kynfræðslu í Stóru-Vogaskóla. Ákveðið að óska formlega eftir hver er

staða kynfræðslu í skólanum, hvaða námsefni er stuðst við og hvaða fagaðilar

koma að þeirri kennslu.

Að gefnu tilefni var rætt um agavandamál í Stóru-Vogaskóla. Ákveðið að óska

eftir skýrslu skjólastjórnenda, deildarstjóra og fulltrúa kennara í fræðslunefnd um

ástand agamála og þau úrræði sem eru í boði.

Rætt um mötuneyti í grunnskóla. Fræðslunefnd óskar eftir upplýsingum um hvort

einhver gjaldskrárhækkun hefur orðið fyrir þjónustu mötuneytis á milli skólaára.

Nefndin óskar jafnframt eftir upplýsingum um tekjur og kostnað við rekstur

mötuneytis skólans síðastliðin 3 ár.

Rætt um mats- og þróunaráætlun grunnskólans og óskar nefndin eftir niðurstöðum

á mati á samvinnuverkefni milli grunn- og leikskóla.

2. Önnur mál

 

2

a) Lagt fram bréf, dags. 1. september 2005, varðandi nefndarstarf.

Formaður bauð Fanneyju formlega velkomna til starfa í nefndinni.

b) Ákveðið að fastir fundir nefndarinnar verði síðasta mánudag hvers

mánaðar kl. 18:00

Getum við bætt efni síðunnar?