Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

11. fundur 28. nóvember 2005 kl. 18:17 - 19:50 Iðndal 2

Mættir voru: Helga Friðfinnsdóttir, Fanney Ingvaldsdóttir, Bergur Álfþórsson, Oktavía

Ragnarsdóttir, Snæbjörn Reynisson, Dagmar Eiríksdóttir og Áshildur Linnet sem jafnframt ritaði

fundargerð.

 

Fundur settur kl. 18:17

1. Reglur um skólabifreið

Umræður um reglur um skólaakstur

Guðbjörg Kristmundsdóttir mætti til fundar kl. 18:35

Farið yfir athugasemdir sem bárust frá sveitastjóra og reglurnar lagðar fram í samræmi við

þær breytingar. Þær verða því sem hér segir:

1. gr.

Skólabifreið

 

Vatnsleysustrandarhreppur útvegar bifreið til skólaaksturs og skal sjá til þess að bifreið sú er

notuð er til skólaakstursins uppfylli öll ávæði laga, reglugerða og settra reglna um gerð,

búnað og merkingu sem í gildi eru á hverjum tíma.

Vatnsleysustrandarhreppur skal sjá til þess að bifreið sú er notuð er til skólaakstursins sé

vátryggð sem og farþegar og bifreiðastjóri. Vatnsleysustrandarhreppur tryggir jafnframt að

bifreiðastjóri hafi gild ökuréttindi.

Rekstrarkostnaður skólabifreiðar greiðist af sérmerktum lið á fjárhagsáætlun Stóru-

Vogaskóla. Skólabifreiðastjóri er einn af starfsmönnum skólans og er undir verkstjórn

skólastjóra. Akstur í þágu annarra stofnana hreppsins er gjaldfærður á þær, samkvæmt

gjalskrá sem samþykkt er af hreppsnefnd.

2. gr.

Áætlun

 

Daglegur skólaakstur er samkvæmt skólaakstursáætlun sem skólastjóri vinnur í upphafi hvers

skólaárs í samræmi við kennsluskipan og aðrar þær þarfir nemenda fyrir akstur sem

samkomulag er um að uppfylla.

Bifreiðastjóri skal kappkosta að gera hverja ferð sem þægilegsta fyrir farþega sína og halda

áætlun eins og kostur er. Virða ber ákvarðanir skólayfirvalda um komutíma skólabíls að og

frá skóla. Bifreiðastjóri má ekki sinna einkaerindum með skólabörn í bílnum né láta slík

erindi seinka skráðri brottför skólabíls.

Hafa skal samráð við skólastjóra ef nauðsyn er talin að fella niður ferð, hafa skal opinn

farsíma ef breyta þyrfti áætlun. Skólastjóri eða staðgengill hans tilkynnir ökumanni um frávik

frá venjubundinni ferðatilhögun og/eða tímasetningu jafnskjótt og slíkar ákvarðanir liggja

fyrir.

 

2

 

Börn eru sótt á fyrirfram ákveðnar biðstöðvar og á skólalóð á skólabifreið sérmerkt stæði. Á

Vatnsleysuströnd skal miðað við að börn í 4.-10. bekk séu tekin uppí skólabíl við þjóðveg

420, Vatnsleysustrandarveg. Um börn í 1.-3. bekk skal sú regla gilda að þau séu sótt heim að

því gefnu að heimkeyrsla að húsi sé þannig búin að hægt sé án vandkvæða að snúa

skólabílnum við á hlaðinu við húsið.

Bifreiðastjóri og skólastjóri skulu í sameiningu leggja á það mat í upphafi skólaárs hvort

heimkeyrsla og hlað standist þau skilyrði að hægt sé að snúa skólabifreið við án þess að

stefna öryggi farþega, bíls, bílstjóra og heimilisfólks í hættu. Breytilegar aðstæður, s.s. vegna

ófærðar, hálku eða annarra umhverfisþátta geta orðið til þess að ekki sé ekið heim að húsi.

Skólastjóra er heimilt að gera undanþágu á ákvæði um biðstöðvar fyrir börn í 4.-10. bekk s.s.

í tilfellum líkamlegra og/eða andlega fatlaðra barna.

3. gr.

Öryggi farþega

 

Bifreiðastjóri skal aðstoða börn í og úr bíl eftir þörfum. Bifreiðastjóri fylgist með því að

börnin séu fest í öryggisbelti.

Bifreiðastjóri getur tekið ákvörðun um að aka ekki ef aðstæður eru víðsjárverðar. Skal

skólastjórnendum tilkynnt um slíka ákvörðun jafnfljótt og ákvörðun liggur fyrir.

 

4. gr.

Hegðun í skólabifreið

 

Nemendur skulu fara eftir almennum skólareglum hvað varðar umgengni um skólabifreið.

Skulu þeir fara eftir óskum bílstjóra í akstri og sitja í sætum sínum með spennt belti.

Jafnframt skulu nemendur leggja sig fram um að trufla ekki bílstjóra í akstri.

 

5. gr.

Trúnaður og þagnarheiti

 

Bifreiðastjóri er bundinn trúnaði og þagnarheiti um öll þau mál er hann kann að fá vitneskju

um í starfi sínu og snerta einstaka nemendur, foreldra þeirra eða aðstandendur.

Skólabifreiðastjóri hefur upplýsingarskyldu til skólastjóra um þau mál sem upp kunna að

koma

 

6. gr.

 

Notkun skólabifreiðar utan áætlunar

 

Um lán á skólabíl skal gilda sú regla að skólabifreiðin er ekki lánaður til einstaklinga eða

félagasamtaka. Félagasamtök geta átt kost á því að fá skólabirfreið leigða með bifreiðastjóra.

Að öðru leyti skal notkun hans miðast við starfsemi á vegum hreppsins og að honum sé ekið

af bifreiðastjóra á vegum hans sem hafi til þess gild ökuréttindi.

 

2. Agamál í Stóru-Vogaskóla

Áshildur spurðist fyrir um stöðu agamála í dag og hvort breytingar hafi orðið. Snæbjörn

greindi frá því nú er verið að herða á reglum um eftirfylgni vegna brottvísana úr tímum. Í

öllum slíkum tilvikum verður foreldri/forráðamaður látinn sækja viðkomandi nemanda í skóla

 

3

 

og fera upp þau mál við kennara/skólastjórnendur. Ýmist strax eða á hentugum tíma innan

vinnuramma kennara. Í millitíðinni sæki nemandi ekki aðrar kennslustundir. Helga nefndi að

hún þekkti til þessa úrræðis og það gæfi mjög góða raun. Í þessu reyni á samábyrgð nemanda,

kennara og foreldra.

Helga spurðist fyrir um hvort búið væri að halda fund með foreldrum og nemendum 8.bekkjar

sem vísað er til í bréfi Jóns Inga dags. 19. október 2005. Greindi Snæbjörn frá því að ekki

væri búið að halda umræddan fund en hann væri á dagskrá og væri í samvinnu við

Þjóðkirkjuna.

3. Önnur mál

a) Rætt um málefni mötuneytis. Dagmar greindi frá því að foreldrafélagið væri að

skoða matseðla grunnskólans. Snæbjörn greindi frá því að hann hefði borið

saman matseðla nokkura skóla og að þeir hafi verið mjög svipaðir. Snæbjörn

nýtti tækifærið og hvatti fólk til að leggja fram formlegar athugasemdir hafi það

einhverjar. Helga spurðist fyrir um hvernig afgreiðslan í matartímum gengi og

greindi Snæbjörn frá því að hún gengi mjög vel.

b) Bergur spurðist fyrir hvort vantaði fulltrúa í foreldraráð. Svaraði Snæbjörn því að

það væri rétt. Verið er að leita að nýjum fulltrúa og óskaði Snæbjörn eftir

tillögum.

c) Bergur ítrekaði fyrirspurn um námsefni frá 9. fundi. Snæbjörn hyggst kanna

málið og koma með svar á næsta fundi nefndarinnar.

d) Oktavía spurðist fyrir um hvernig nýju kennurum skólans gengi í starfi. Greindi

Snæbjörn frá því að þeim gengi mjög vel.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl.19:50

Til næsta fundar er boðað 27. desember

Getum við bætt efni síðunnar?