Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

2. fundur 27. febrúar 2006 kl. 18:14 - 20:10 Iðndal 2

Mættir voru: Bergur Álfþórsson, Oktavía Ragnarsdóttir, Salvör Jóhannesdóttir, María

Hermannsdóttir, Dagmar Eiríksdóttir og Áshildur Linnet sem jafnframt ritaði fundargerð.

Fundur settur kl. 18:14

1. Starfsmannamál á Suðurvöllum

Salvör greindi frá breytingum í starfsmannamálum. Tveir starfsmenn létu af störfum í lok

janúar. Þrír nýjir starfsmenn hafa verið ráðnir, Harpa Rós Drzymkowska á Lyngbjalla, Elín

Margrét Helgadóttir á Lágabjalla og Valgerður Guðmundsdóttir á Háabjalla. Búið er að

úthluta afleysingamál sem annar þeirra starfsmanna sem lét af störfum hafði umsjón með.

Tveir starfsmenn sjá nú um starf elstu barnanna. Deildarstjórar hafa skipt með sér umsjón

með íþróttum.

2. Heimsókn næringafræðings á leikskólann

Salvör greindi frá því að í tengslum við heilsustefnu leikskólans hefði verið ákveðið að fá

næringarfræðing til að yfirfara matseðla leikskólans auk þess sem næringarfræðingurinn hélt

erindi á foreldrafundi þann 26. febrúar. Úttekt á matseðli skólans kom mjög vel út auk þess

sem fyrirlesturinn á foreldrafundinum var mjög fróðlegur. Dræm þátttaka var á foreldrafundi

en aðeins 7 foreldrar utan starfsmanna mættu. Greindi Salvör frá helstu atriðum í erindi

næringarfræðingsins.

Snæbjörn Reynisson mætti til fundar kl. 18:45 og á sama tíma véku Salvör Jóhannesdóttir og

María Hermannsdóttir af fundi.

3. Skóladagatal Stóru-Vogaskóla

Snæbjörn lagði fram drög að skóladagatali skólaársins 2006-2007

Guðbjörg Kristmundsdóttir mætti til fundar kl. 18:50

Umræður um skóladagatalið. Ákveðið að Snæbjörn sendi nefndarmönnum drögin á tölvutæku

formi.

4. Bréf frá Menntamálaráðuneyti vegna samræmdra prófa 2006

a) Bréf Arnórs Guðmundssonar og Margrétar Harðardóttur Menntamálaráðuneyti

dags. 7. febrúar 2006 vegna samræmdra prófa í íslensku og stærðfræði í 4. og 7.

bekk. Prófað verður í íslensku þann 19. október kl. 09:30-12:00 og prófað verður

í stærðfræði 20. október kl. 9:30-12:00.

b) Bréf Arnórs Guðmundssonar og Margrétar Harðardóttur Menntamálaráðuneyti

um prófdaga samræmdra prófa í 10. bekk vorið 2007. Prófað verður sem hér

segir: íslenska 2. maí, enska 3. maí, danska 4. maí, samfélagsgreinar 7. maí,

náttúrufræði 8. maí, stærðfræði 9. maí. Öll prófin standa frá 9:00-12:00.

5. Fjölgun nemenda við Stóru-Vogaskóla og framkvæmdir við skólahúsnæði

Samkvæmt mannfjölgunarspá bæjarstjórnar mun fjölgun verða nokkuð ör á næstu árum. Gert

er ráð fyrir um 230 nemendum við skólann á næsta ári og gera má ráð fyrir að innan tveggja

ára verði orðin þörf á fleiri kennslustofum þar sem bekkjadeildir koma til með að skiptast í

tvo bekki. Byggja þarf við skólann og að viðbygging verði tilbúin til notkunar haustið 2007.

Stóru-Vogaskóli með viðbót ætti að geta rúmað um 400 nemendur.

 

2

 

Áshildur spurðist fyrir um fjölgun á kennurum og starfsfólki í tengslum við fjölgun nemenda.

Snæbjörn taldi að mikilvægt væri að fá húsvörð í fulla stöðu þegar nemendum fjölgaði, óvíst

væri með fjölgun kennara og annars starfsfólks þar sem það verður að ráðast að samsetningu

nemendahópsins.

6. Viðhorfskannanir á vegum skólastjóra Stóru-Vogaskóla

Snæbjörn kynnti könnun sem hann gerði á meðal kennara og starfsmanna skólans og könnun

sem hann gerði meðal foreldra. Dagmar benti á að spurningar í foreldrakönnun hafi verið of

víðar s.s. spurning um þjónustu þar sem ekki kom fram hvaða þjónustu um væri að ræða.

Snæbjörn greindi frá því að upphaflega hafi ráðgjafar farið yfir spurningalistann, taldi hann

að þessi könnun kallaði á nákvæmari könnun á meðal foreldra. Bergur spurði hvort

skólastjóri væri sammála jákvæðu viðhorfi foreldra um árangur í námi í ljósi námsárangurs

nemenda skólans á landsvísu. Snæbjörn kvaðst ekki vera sammála þessu viðhorfi sem fram

kemur í könnuninni. Umræður um foreldrastarf í skólanum og hvað væri til ráða til að virkja

foreldra betur til þátttöku í foreldrastarfi.

7. Önnur mál

a) Bergur nefndi vef skólans og voru nefndarmenn sammála um að hann væri ekki

til fyrirmyndar. Áshildur nefndi að upplýsingar um skólann inná vogar.is væru

nánast allar úreldar. Snæbjörn greindi frá því að skólinn væri kominn með nýtt

lén og að eftir páskafrí verði hugsanlega hægt að opna nýjan vef. Mun þá verða

tengin

b) Bergur spurðist fyrir um kynning á reglum um skólaakstur. Greindi Snæbjörn frá

því að reglurnar væru komnar inná vefinn vogar.is. Umræða um gildandi reglur.

c) Oktavía spurðist fyrir um hvort skólinn hafi forgang um viðveru í Tjarnarsal.

Snæbjörn greindi frá því að svo væri.

d) Áshildur spurðist fyrir um hvort ráðgert væri að gera úttekt á matseðli grunnskóla

líkt og á leikskólanum. Snæbjörn greindi frá því að það hafi ekki verið rætt.

Dagmar spurðist fyrir um hvort taka ætti upp heilsustefnu í matseld skólans.

Umræður um málefnið og í framhaldi af umræðunni ályktar fræðslunefnd:

Fræðslunefnd leggur til að fenginn verði næringarfræðingur til að taka út

matseðil grunnskólans og veita matráðum skólans ráðgjöf ef þurfa þykir líkt og

gert hefur verið á leikskóla bæjarins.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl.20:10

Getum við bætt efni síðunnar?