Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

6. fundur 21. ágúst 2006 kl. 18:00 - 19:55 Iðndal 2

Mættir voru: Áshildur Linnet, Ragnhildur Hanna Finnbogadóttir, Sigurður Karl Ágústsson, Íris

Bettý Alfreðsdóttir og Bergur Álfþórsson sem einnig ritar fundargerð.

Einnig mættir: Snæbjörn Reynisson skólastjóri, Guðbjörg Kristmundsdóttir, Sigurður Rúnar

Símonarson og Róbert Ragnarsson bæjarstjóri.

 

1. Mötuneyti grunnskóla.

Gjaldfrjálsar skólamáltíðir: Rætt um framkvæmd, börn verði skráð í mat. Bæjarstjóri fór

yfir rekstrarþátt málsins. Aukinn kostnaður vegna gjaldfrjálsra máltíða er áætlaður 3

milljónir og er gert ráð fyrir því í endurskoðun fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.

Heilsustefna: Búið er að festa kaup á “Handbók fyrir skólamötuneyti” frá

Lýðheilsustofnun fyrir starfsmenn eldhúss grunnskólans. Einnig upplýsti formaður að

næringarfræðingur sem hefur veitt ráðgjöf í leikskólanum muni halda fræðslufund fyrir

starfsmenn mötuneyta leik og grunnskóla mánudaginn 28. ágúst.

 

2. Tækjamál grunnskólans.

Bæjarstjóri kynnti áætlun um endurnýjun netþjóns skólans og nýtingu hans fyrir

sveitarfélagið. Skólastjóri fór yfir ástand tölvubúnaðar skólans. Fulltrúar kennara benda á

að aðgengi að tölvum kennara sem ekki eru umsjónarkennarar sé af mjög skornum

skammti þar sem tvær af þremur tölvum í sameiginlegri vinnuaðstöðu kennara séu í

lamasessi. Skólastjóri ítrekar að meira liggi á uppfærlsu tölvubúnaðar í tölvuveri skólans.

3. Erlendir nemendur við grunnskólans.

Fyrirspurn til skólastjóra um hver áætlun skólans sé um nýbúakennslu: Skólastjóri

upplýsir að nú sé búið að skrá 3 nemendur sem ekki tala íslensku og von sé á a.m.k. 2 til

viðbótar. Skólastjóri vinnur að undirbúningi kennslu þessarra barna og mun upplýsa

nefndina um framgang mála.

Túlkaþjónusta hefur verið pöntuð vegna foreldraviðtala frá Alþjóðahúsi.

 

4. Sérfræðiþjónusta við grunnskólann.

Skólastjóri fór yfir stöðuna í sérfæðiþjónustu fyrir skólann. Skólastjóra og Bæjarstjóra

falið að ganga frá samningum um sérfræðiþjónustu fyrir skólaárið 2006-2007.

 

5. Húsnæðisþörf grunnskólans.

Fræðslunefnd beinir því til bæjarstjórnar að skipaður verði vinnuhópur sem greini

húsnæðisþörf grunnskólans og geri tillögur um aðgerðir ef þurfa þykir.

 

6. Bréf frá Brunabót.

Bréfið lagt fram til kynningar. Skólastjórnendur er hvattir til að sækja um styrk til EBÍ

hafi þeir verkefni sem réttlæta slíkt.

 

2

 

7. Önnur mál.

Sundkennsla í grunnskólanum, lagt er fram erindi frá UMFÞ vegna tímasetningar

sundkennslu í stundarskrá skólans. Skólastjóri ákvað vegna skipulagsvandamála að fella

sundkennslu inn í sem samfelldasta stundarskrá. Einungis verður sundnámskeið fyrir

fyrsta bekk. Skólastjóri mun upplýsa fræðslunefnd um hvernig breytingar á

tímasetningum sundtíma koma út á næsta fundi nefndarinnar.

Formaður óskar eftir skólanámsskrá sbr. 31 gr. Grunnskólalaga. Skólastjóri mun leggja

hana fram fyrir næsta fund.

Formaður óskar eftir afriti af stundartöflum allra bekkja. Skólastjóri mun leggja þær fram

fyrir næsta fund.

Dagmar Eiríksdóttir spyr um breytingu á skólaakstri, hvort búið sé að taka út heimreiðar

á Ströndinni með hliðsjón af því hvor skólabíll sæki börn heim að húsi. Ákveðið að fá

hlutlausann aðila til að taka út þá staði sem vafi leikur á að hægt sé að sækja börn að húsi

sem ráðleggi um endurbætur ef þörf er á. Formanni falið að senda reglur um skólaakstur

til væntanlegra þjónustuþega. Einnig spyr Dagmar um ástæður þess að ekki er boðið uppá

gæslu fyrir 4. bekk.

Guðbjörg spyr hvort sveitarfélagið sjái sér fært að veita kennurum ókeypis aðgang að

íþróttamiðstöð sérstaklega þegar þeir fylgja bekkjum í íþróttahús. Fræðslunefnd vísar

erindi Guðbjargar til bæjarstjóra varðandi starfsmannastefnu sveitarfélagsins.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 19:55

Getum við bætt efni síðunnar?