Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

9. fundur 20. nóvember 2006 kl. 18:00 - 21:37 Iðndal 2

Mættir voru: Sigurður Karl Ágústsson, Íris Bettý Alfreðsdóttir, Áshildur Linnet, Bergur

Álfþórsson og Ragnhildur Hanna Finnbogadóttir sem einnig ritar fundargerð.

Einnig mættir: Salvör Jóhannesdóttir leikskólastjóri, María Hermannsdóttir, Linda Sigurðardóttir,

Snæbjörn Reynisson skólastjóri, Guðbjörg Kristmundsdóttir, Kristín Hulda Halldórsdóttir,

Dagmar J. Eiríksdóttir og Róbert Ragnarsson bæjarstjóri.

 

1. Fundargerð 8. fundar

Lið frestað þar til fulltrúar grunnskóla mæta.

2. Skólanámskrá Suðurvalla

Fræðslunefnd lýsir yfir ánægju með námskrána og telur að hún sé vel unnin. Einnig vill

fræðslunefnd lýsa yfir ánægju sinni með það góða starf sem unnið er á leikskólanum.

3. Fyrirspurn vegna leikskólarýma árið 2007

Fylgisskjal # 1, Skólastjóri leggur fram skriflegt svar. Umræður um hugsanlegar lausnir.

4. Viðburðardagatal Suðurvalla á aðventu

Leikskólastjóri kynnir það sem á döfinni er á aðventunni í leikskólastarfinu.

 

5. Handbók fyrir foreldra

Skólastjóri kynnir nýuppfærða handbók fyrir foreldra.

6. Bréf frá Menntamálaráðuneytinu dags. 6. nóvember 2006

Bréf lagt fram og skýrsla um Starfsemi leikskóla, starfsmannahald, námskrá og mat.

Samantekt úr könnun menntamálaráðuneytis 2006.

Fulltrúar grunnskóla mættu til fundar kl.18:43 og fulltrúar leikskóla viku af fundi kl. 18:25

1.liður tekinn fyrir að nýju. Minnihluti leggur fram skriflegan fyrirvara við fundargerð

8.fundar. Fulltrúar h-lista gera athugasemdir við 4.lið fundargerðarinnar þar sem fram

kemur að skriflegar athugasemdir hefðu verið afhentar skólastjóra, þar sem rétt hefði verið að

kynna fyrir nefndarmönnum efni þessa skjals áður en það var lagt fyrir skólastjórann.

Síðan bendum við á að skv. gildandi grunnskólalögum skal skólanámsskrá aðeins lögð fram fyrir

skólanefnd og foreldraráð til umsagnar.

Einnig viljum við gera athugasemdir við 6. lið fundargerðar um agamál og brottrekstur úr skóla.

Við höfum kynnt okkur þau úrræði sem eru fyrir börn með félagsleg og andleg vandamál í

skólanum og teljum að þar sé nokkuð gert. Við skólann er sálfræðiþjónusta, samstarf er við

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja um GOSA ráðgjöf sem er ráðgjöf, meðferð og eftirfylgni við börn

og fjölskyldur þeirra sem eiga við geðræn og/eða sálfræðilegan vanda að stríða. Einnig er okkur

kunnugt um að umsjónakennarar svo og aðrir kennarar eyða drjúgum hluta af tíma sínum í að

vinna með slík vandamál í starfi sínu.

Þess vegna finnst okkur óheppilegt að umrætt orðalag sé að finna í fundargerð fræðslunefndar

sem auðveldlega má skilja þannig að eina aðstoðin sem þessum börnum er veitt sé brottrekstur úr

skóla.

 

2

7. Samanburður á niðurstöðum samræmdra prófa

Skólastjóri leggur fram niðurstöður sem upp á vantaði. Eru þetta niðurstöður frá 2005 þar

sem niðurstöður 2006 liggja ekki fyrir. Umræður um niðurstöðurnar.

8. Skóladagatal Stóru-Vogaskóla

Skólastjóri kynnti skóladagatal.

9. Fyrirspurn vegna þemanáms, þróunarverkefna, heimasíðu og Mentor

Fylgiskjal # 2.

Fulltrúar H listans í fræðslunefnd gera eftirfarandi bókun.

Minnihluti fræðslunefndar gerir alvarlegar athugasemdir við að bréf til skólastjóra Stóru-

Vogaskóla sé sent í nafni nefndarinnar án aðkomu minnihlutans. Í bréfinu eru rangfærslur

og fullyrðingar sem eiga ekki við rök að styðjast.

Minnihlutinn vill gera athugasemd við það virðingarleysi sem formaður fræðslunefndar

sýnir skólastjórnendum í umboði fræðslunefndar að senda skólastjóra bréf sem dagsett er

á föstudegi fyrir fund fræðslunefndar á mánudegi. Óskað er eftir svörum við fyrirspurn í

a.m.k. 13 liðum og skólastjórnendum gefinn einn virkur dagur til að gera skriflega grein

fyrir þeim. Fulltrúar H listans í fræðslunefnd gera alvarlegar athugasemdir við þetta

vinnulag og leggur til að slík vinnubrögð verði alfarið lögð af.

Einnig gerir minnihlutinn athugasemdir við rangar fullyrðingar sem koma fram í bréfinu

og hvetur því formann fræðslunefndar til að kynna sér þær upplýsingar sem fyrir liggja

um starfsemi grunnskólans áður en hún leggur í bréfaskriftir af þessu tagi. Að lokum vill

minnihluti H listans í fræðslunefnd ítreka að hann frábiðji sér alla aðkomu að slíkum

vinnubrögðum, jafnt nú og til framtíðar.

Meirihluti fræðslunefndar leggur fram eftirfarandi bókun:

Meirihluti fræðslunefndar gerir sér grein fyrir mistökum sem urðu í bréfritun því svo

sannarlega átti bréf þetta að fara út í nafni meirihluta fræðslunefndar.

Meirihlutinn vísar á bug gagnrýni minnihluta í ljósi þess að ljóst má vera að upplýsingar

þær sem um er beðið í bréfinu eru eða eiga að stærstum hluta að vera tiltækar hjá

skólastjóra og því aðgengilegar með skömmum fyrirvara.

Meirihluta og minnihluta greinir augljóslega á um heimasíðuna og stendur meirihluti við

fyrirspurn sína.

Formaður fræðslunefndar hafði að auki gert skólastjóra ljóst að þess væri óskað að hann

svaraði eftir bestu getu miðað við þann fyrirvara sem gefinn var. Skólastjóra hafði verið

gerð grein fyrir að hann gæti svarað ýtarlegar með bréfi (tölvupósti) til nefndarmanna

eftir fræðslunefndarfund.

Meirihlutinn undrast að minnihlutinn skuli ekki hafa gert athugasemdir við fyrirspurn

formanns skv. 3. lið þessarar fundargerðar.

Skólastjóri svarar fyrirspurn meirihluta og leggur fram ítarleg gögn.

Meirihlutinn þakkar skólastjóra framlögð svör og gögn og fagnar því að áhyggjur

minnihluta af tímaskorti reyndust óþarfar.

 

3

10. Drög að reglum fyrir starfsemi Stóru-Vogaskóla

Fylgiskjal # 3.Drögin lögð fram. Umræður um þessar reglur. Ákveðið að nefndarmenn

vinni í sameiningu að reglum sem hægt verði að leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

Fulltrúi kennara dreifir bréfi frá deildarstjórum Stóru-Vogaskóla.

11. Skólahúsnæði

Umræður um gildi heimastofu bekkjar og heimastofu kennara.

12. Málefni einstakra nemenda

Fært í trúnaðarbók.

13. Önnur mál

Fulltrúi foreldrafélags ræðir um skapandi starf í skólanum.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 21:37

Getum við bætt efni síðunnar?