Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

11. fundur 15. janúar 2007 kl. 18:00 - 20:12 Iðndal 2

Mættir voru: Íris Bettý Alfreðsdóttir, Sigurður Karl Ágústsson, Áshildur Linnet, Erla

Lúðvíksdóttir og Bergur Álfþórsson sem einnig ritar fundargerð.

Einnig mættir:Salvör Jóhannesdóttir, María Hermannsdóttir, Snæbjörn Reynisson skólastjóri,

Guðbjörg Kristmundsdóttir, Sigurður Rúnar Símonarson, Dagmar J. Eiríksdóttir og Róbert

Ragnarsson bæjarstjóri.

 

1. Starfsmannamál

Leikskólastjóri fer yfir starfsmannamál.

2. Biðlistar

Leikskólastjóri fer yfir biðlista.

Guðbjörg Kristmundsdóttir og Sigurður Rúnar Símonarson mæta til fundar kl 18:17.

Snæbjörn Reynisson mætir til fundar kl 18:22.

3. Þriggja ára áætlun.

Bæjarstjóri fer yfir 3 ára áætlun.

Meirihluti fræðslunefndar lýsir ánægju sinni með að nefndin hafi fengið að koma að

áætlunargerðinni á nýju kjörtímabili.

Dagmar Eiríksdóttir mætir til fundar kl 18:33.

María Hermannsdóttir og Salvör Jóhannesdóttir víkja af fundi kl 18:34.

4. Nýsköpunarkeppni.

Nefndin leggur til að Stóru-Vogaskóli stefni að þáttöku í Nýsköpunarkeppni Grunnskóla

árið 2007 og felur skólastjóra undirbúning málsins

5. Drög að reglum um starfsemi Stóru-Vogaskóla.

Drögin rædd, eftirfarandi bókun lögð fram af fulltrúum kennara:

Fulltrúar kennara í fræðslunefnd leggja til eftirfarandi breytingu á

,,Drögum að reglum um leyfi starfsmanna grunnskóla” :

Greinin orðist svo:

Starfsmaður sem óskar eftir tímabundnu leyfi skal sækja um það skriflega til

skólastjóra sem afgreiðir þær í samræmi við ákvæði í starfsmannastefnu

bæjarins.

Greinargerð:

Það hlýtur að teljast sjálfsagt og eðlilegt að starfsmaður sem hyggst sækja um tímabundið

leyfi geri það skriflega til síns yfirmanns. Á sama hátt hlýtur það að teljast eðlilegt og

sanngjarnt að sömu reglur gildi um alla.

Þær reglur og það ferli sem slíkar beiðnir skulu fara í eiga því tvímælalaust heima í

starfsmannastefnu bæjarins þar sem við það skal miðað að þær gildi óháð því hvaða

stofnun eða vinnustað er um að ræða.

 

2

 

Það er því í meira lagi óeðlilegt að lögð skuli áhersla á að setja slíkar reglur fyrir eina af

stofnunum bæjarins meðan ekki er til staðar heildarstefna bæjaryfirvalda í þessum

málum.

__________________________ _________________________

Sigurður Rúnar Símonarson ( sign.) Guðbjörg Kristmundsdóttir ( sign. )

Nefndin skiptir með sér verkum við að bera saman reglur annarra sveitarfélaga.

Nefndin beinir því til bæjarráðs að settar verði almennar reglum um leyfisveitingar

starfsmanna sveitarfélagsins.

 

6. Mál einstakra nemenda.

Fært í trúnaðarmálabók.

Róbert Ragnarsson víkur af fundi kl. 19:27.

7. Afgreiðsla á bréfi frá foreldrum dags. 16.12.2006.

Skólastjóri leggur fram svarbréf sitt til nefndarinnar. Fræðslunefnd vísar því til bæjarráðs

að skoðaðir verði verkferlar við afgreiðslu mála í Stóru-Vogaskóla. Formanni falið að

svara bréfi foreldra.

 

8. Fyrirspurn frá nefndarmanni.

Skólastjóri leggur fram svör við spurningum Bergs um eineltismál, nemendaverndarráð

og vísan mála til barnaverndarnefndar.

9. Staða sérfræðiþjónustu.

Skólastjóri leggur fram skýrslu um sérfræðiþjónustu.

 

10. Önnur mál.

a. Formaður leggur fram drög að ,,verklagsreglum um tilkynningarskyldu

starfsmanna leik- grunn og framhaldsskóla til barnaverndarnefnda” frá Sambandi

Ísl Sveitarfélaga til umsagnar.

b. Skólastjóri leggur fram ,,Drög og hugmyndir að móttökuáætlun fyrir nýja íbúa”

til umsagnar.

c. Guðbjörg leggur fram bréf frá tveimur deildarstjórum Stóru-Vogaskóla með

fyrirspurn um svar við athugasemdum frá deildarstjórunum. Formaður upplýsir

að fyrirspurn deildarstjóranna hafi verið svarað.

d. Sigurður Rúnar leggur fram eftirfarandi bókun:

Fundur fræðslunefndar Sveitarfélagsins Vogar, 15. janúar 2007.

Vegna bókunar forseta bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Vogar á síðasta

bæjarstjórnarfundi óskar undirritaður fulltrúi kennara í fræðslunefnd eftir því að

eftirfarandi verði bókað:

Bókun :

,, Á fundi fræðslunefndar, 19. desember s.l. gerði undirritaður athugasemd, m.a.

við það að í fjárhagsáætlun fyrir árið 2007 væri lögð fram óbreytt krónutala fyrir

 

3

 

laun kennara frá áætlaðri niðurstöðu ársins 2006. Þar væri einnig gert ráð fyrir

lækkun á launakostnaði annarra starfsmanna milli ára.

Samkvæmt gildandi kjarasamningum hækkuðu laun þessara starfsstétta 1. janúar

s.l. og kennsluskylda kennara mun lækka frá og með næsta skólaári samkvæmt

samningi þeirra.

Þessi ákvæði kjarasamninganna leiða óhjákvæmilega til umtalsverðs

kostnaðarauka og gera það að verkum að minna verður úr að spila við upphaf

næsta skólaárs.

Benti undirritaður á að ef þessar yrðu niðurstöðurnar við endanlega afgreiðslu

fjárhagsáætlunarinnar leiddi það til skertrar þjónustu við nemendur Stóru-

Vogaskóla frá og með næsta skólaári.

Það er því rangt sem fram kom í bókun forseta bæjarstjórnar við síðari umræðu

um fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Vogar að tillögur að fjárhagsáætluninni hafi

verið kynntar í fræðslunefnd án athugasemda”.

 

Lagt fram á fundi fræðslunefndar Sveitarfélagsins Vogar, 15. janúar 2007.

 

_______________________________

Sigurður Rúnar Símonarson (sign.)

 

Formaður fræðslunefndar vísar til þess að forseti bæjarstjórnar byggir bókun sína á

fundargerð 10. fundar fræðslunefndar.

 

Áshildur Linnet (sign.)

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 20:12.

Getum við bætt efni síðunnar?