Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

17. fundur 18. júní 2007 kl. 18:00 - 20:15 Iðndal 2

Mættir voru: Íris Bettý Alfreðsdóttir, Brynhildur Hafsteinsdóttir, Bergur Álfþórsson, Sigurður

Karl Ágústsson og Ragnhildur Hanna Finnbogadóttir sem einnig ritar fundargerð.

Einnig mættir:Sigurður Rúnar Símonarson, Íris Pétursdóttir, Salvör Jóhannesdóttir, María

Hermannsdóttir, Snæbjörn Reynisson og Guðrún Jónsdóttir.

Varaformaður leitar afbrigða til að taka á dagskrá skóladagatal Stóru-Vogaskóla fyrir skólaárið

2007-2008, samþykkt, tekið fyrir undir lið 10.

1. Skráning skólabókasafnsins í Gegni.

Bókasafnsstjóri kynnir nefndinni skráningarferlið. Lagt fyrir skólastjórnendur hvort

skólabókasafn skuli skráð í Gegni. Bókasafnsstjóri fer yfir útlán af safninu.

2. Starfsmannamál bókasafns.

Bókasafnsstjóri tilkynnir fræðslunefnd að hún hyggist ekki láta af störfum í bráð

fyrir aldurs sakir, og fagnar fræðslunefnd því.

Fulltrúi bókasafns víkur af fundi kl 18:14

Fulltrúar leikskólans mæta til fundar kl. 18:15

3. Starfsmannamál leikskóla.

Leikskólastjóri fer yfir stöðu starfsmannamála sem eru í góðu lagi.

4. Fyrirspurn fulltrúa foreldra leikskólabarna frá 16. fundi.

Bókun:

Fulltrúi foreldra leikskólabarna óskar eftir upplýsingum vegna fyrirhugaðra

breytinga á mötuneytismálum leikskólans og vegna lækkunar virðisaukaskatts á

matvæli 1.mars síðastliðinn. Farið er fram á að fyrirspurnirnar og svör þeirra verði

bókuð í fundargerð.

1. Fulltrúi foreldra leikskólabarna spyr hvernig ætlar sveitarfélagið að tryggja að

það gjald sem foreldrar leikskólabarna greiða fyrir mat barna sinna fari

eingöngu í fæði þeirra og en ekki í að niðurgreiða mat grunnskólabarna?

2. Einnig spyr fulltrúi foreldra leikskólabarna hvers vegna hefur gjaldið sem

foreldrar leikskólabarna greiða fyrir mat barna sinna ekki lækkað í kjölfar

lækkunar virðisaukaskatts á matvæli 1.mars síðastliðinn? Og ætlar

sveitarfélagið að lækka þennan kostnað?

Linda Sigurðardóttir Fulltrúi foreldra leikskólabarna.

 

Meirihluti fræðslulnefndar vísar til svars bæjarstjóra til Neytendastofu dags 7.

maí við fyrirspurn um verðlagsbreytingar í kjölfar lækkunar virðisaukaskatts en

þar segir “ Við lækkun virðisaukaskatts á matvæli var kannað hvort svigrúm væri

til að lækka gjald vegna hádegisverðar leikskólabarna. Sú könnun leiddi í ljós að

gjald fyrir leikskólabörn er 17,5% lægra en hráefniskostnaður sveitarfélagsins, í

ljósi þess var ákveðið að láta gjaldið standa óbreytt.

 

2

 

Stefnt er að því að uppgjör vegna matsölu verði aðgreint eftir stofnunum svo

fylgjast megi með kostnaði á hverja stofnun fyrir sig.

5. Fræðslufundir fyrir foreldra leikskólabarna.

Meirihluti fræðslunefndar leggur fram eftirfarandi bókun:

Á 18 fundi bæjarráðs leggur fulltrúi H lista fram tillögu um að fræðslufundir fyrir

foreldra leik og grunnskólabarna verði sameiginlegir. Meirihluti fræslunefndar

bendir á að ekki er sjálfgefið að sama fræðsluefni henti foreldum beggja

skólastiga. Meirihluti fræðslunefnda beinir því hins vegar til stjórnenda beggja

skólastiga að samnýta það fræðsluefni og fundi sem við á.

 

Fulltrúar leikskólans víkja af fundi kl. 19:09

Fulltrúar grunnskólans mæta til fundar kl. 19:09

 

6. Starfsmannamál grunnskóla.

Skólastjóri fer yfir starfsmannamál, enn er ekki fullmannað.

Tvær beiðnir liggja fyrir um launalaust leyfi frá kennurum við Stóru-Vogaskóla.

Fræðslunefnd samþykkir leyfin og vonast til að sjá kennarana tvíeflda að ári.

Meirihluti fræðslunefndar beinir því til starfsmanna að beiðnir um leyfi af þessu

tagi komi fram með meiri fyrirvara en nú er.

Fulltrúar H-lista leggja fram eftirfarandi bókun:

 

Nú er komin upp sú alvarlega staða að 1/3 hluti kennara við Stóru-Vogaskóla

mun hætta störfum við skólann í haust og/eða fara í leyfi.

Erfiðlega gengur að manna þessar stöður og auglýsingar hafa ekki skilað miklum

árangri.

Við óttumst því miður að þetta séu afleiðingar árása meirihl. fræðslunefndar á

skólastjórnendur, og starf skólans s.l. ár.

Þykir okkur því full ástæða til að minna enn og aftur á niðurstöðu könnunar sem

gerð var hjá foreldrum s.l haust, en þar kom fram að 98% þeirra var ánægður með

aðbúnað skólans og 96% með kennslu í skólanum.

Erfitt er að túlka þessa niðurstöðu á annan hátt en að almennt séu foreldrar mjög

jákvæðir í garð skólans.

Von okkar er sú að vel takist til að ráða í þessar stöður fyrir komandi skólaár svo

áfram verði hægt að halda uppi farsælu starfi innan skólans.

Meirihluti fræðslunefndar áskilur sér rétt til að svara þessari bókun síðar.

 

3

7. Fyrirspurn frá meirihluta fræðslunefndar.

Meirihluti fræðslunefndar þakkar svör skólastjóra.

Meirihluti fræðslunefndar hvetur skólastjórnendur til að hraða vinnu við gerð

skólanámsskrár svo leggja megi hana fullmótaða fram á haustönn.

 

8. Eineltisáætlun.

Eineltisáætlunin er samþykkt í fræðslunefnd.

Meirihluti fræðslunefndar fagnar því að nú skuli liggja fyrir eineltisáætlun fyrir

Stóru-Vogaskóla.

9. Sumarleyfi fræðslunefndar.

Fræðslunefnd samþykkir að næsti reglulegi fundur nefndarinnar verði í ágúst.

10. Skóladagatal skólaársins 2007-2008.

Skóladagatalið lagt fram og samþykkt.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20:15

Getum við bætt efni síðunnar?