Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

23. fundur 18. febrúar 2007 kl. 18:00 - 19:16 Iðndal 2

Mættir voru:Bergur Álfþórsson, Erla Lúðvíksdóttir, Ragnhildur Hanna Finnbogadóttir, Jóhanna

Lára Guðjónsdóttir og Sigurður Karl Ágústsson. Ragnhildur ritar fundargerð í tölvu.

Einnig mættir: Sveinn Alfreðsson skólastjóri, Salvör Jóhannesdóttir skólastjóri, Sigríður Ragna

Birgisdóttir fulltrúi grunnskólakennara, María Hermannsdóttir fulltrúi leikskólakennara, Íris

Pétursdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Jóngeir Hlinason fulltrúi foreldra

grunnskólabarna.

Fulltrúar grunnskóla mæta til fundar kl. 18:00

1. Skýrsla ríkisendurskoðunnar um jöfnunargreiðslur.

Formaður leggur fram upplýsingar um aðgengi að lagafrumvörpum sem eru til umsagnar

fræðslunefndar og hvetur nefndarmenn til að kynna sér þau fyrir næsta fund nefndarinnar

og koma með umsagnir um þau ef þurfa þykir.

 

2. Starfsmannamál Stóru-Vogaskóla.

Skólastjóri fer yfir stöðuna í starfsmannamálum.

Minnihluti fræðslunefndar leggur fram eftirfarandi bókun:

Varðandi starfsmannamál Stóru- Vogaskóla

 

Minnihluti fræðslunefndar lýsir yfir þungum áhyggjum af framtaks- og getuleysi

bæjarstjórnar Sveitafélagsins Voga varðandi þann mikla vanda sem hefur steðjað

að og er yfirvofandi í Stóru- Vogaskóla.

 

Minnihluti fræðslunefndar skorar á bæjarstjórn að koma með tillögur að lausnum

varðandi vandann og svara því strax hve háar fjárhæðir bæjarstjórn er tilbúin að

leggja fram til að leysa vandann.

Á meðan sveitafélög í kringum okkur, þar á meðal sveitafélag undir sömu

fræðsluskrifstofu og við, bjóða hvatagreiðslur og önnur fríðindi til að laða að sem

kennara með réttindi koma lítil sem engin viðbrögð frá bæjarstjórn. Einu

viðbrögðin eru að vísa í starfsmannastefnu (sjá 07.02.08 | Bæjarstjórn, Fundur nr.

29 , http://www.vogar.is/stjornsysla/fundagerdir/395/default.aspx ).

Reynslan sem hefur sýnt  að vinnuferli ákvarðana og verkefna sem þarf að leysa,

geta tekið marga mánuði í meðförum bæjaryfirvalda. Vandinn sem við stöndum

frammi fyrir er núna en ekki eftir marga mánuði. Með tilliti til barnanna sem við

eigum að þjóna þá höfum við ekki marga mánuði til lausna.

Því krefjum við bæjarstjórn svar við eftirfarandi:

Hve háar fjárhæðir er bæjarstjórn tilbúin að leggja í hvatagreiðslur?

Er bæjarstjórn tilbúin að veita afslátt af leikskólagjöldum og liðka fyrir

leikskólaplássum fyrir kennara sem ráða sig til skólans?

Er bæjarstjórn tilbúin að veita akstursstyrkri handa kennurum?

Hvaða úrræði ætlar bæjarstjórn að bjóða í húsnæðismálum fyrir kennara sem ráða

sig til skólans?

 

2

3. Skóladagatal skólaárið 2007-2008.

Skólastjóri leggur fram breytt skóladagatal. Breyting skóladagatalsins er

samþykkt.

 

4. Undirbúningur fyrir skólaárið 2008-2009.

Skólastjóri upplýsir um að vinna sé hafin við undirbúning fyrir næsta skólaár.

Fræðslunefnd hvetur skólastjóra til samráðs við leikskólastjóra vegan starfsdaga á

skólaárinu 2008-2009

 

5. Forvarnarmál.

Skólastjóri fer yfir það sem gert hefur verið til þessa í forvarnarmálum.

Fræðslunefnd þakkar skólanum hraustlega framgöngu í forvarnarmálum og

hvetur skólann til frekari dáða á þessum vettvangi.

 

6. Bréf frá Dagmar J. Eiríksdóttur og Halldóri H. Halldórssyni.

Bréf lagt fram til kynningar. Sigurður Karl Ágústsson óskar eftir að málið verði

tekið upp á næsta fundi nefndarinnar.

 

Fulltrúar leikskóla mæta til fundar kl. 19:00

7. Húsnæðismál leikskólans.

Fræðslunefnd beinir þeim tilmælum til bæjarstjórnar að komið verði fyrir lausri

skólastofu við leikskólann sem tilbúin verði eftir sumarlokun.

 

8. Sumarlokun leikskólans.

Skólastjóri leggur til að sumarlokun leikskólans verði 07.07-11.08 að báðum

dögum meðtöldum. Samþykkt af fræðslunefnd.

 

Bókun vegna fundarboðs á 23 fræaðslunefndarfund

Minnihluti H-lista gerir alvarlegrar athugasemdir við fundarboð 23. fundar

fræðslunefndar Sveitarfélagsins Voga

Með atriðum 1 – 5 og 7 - 8 vantar öll fylgigögn einnig vantar alveg að geta þess í

öllum atriðum ( 1 -8) hvert erindi málana er á fundinum (kynning, afgreiðsla

,umfjöllun)

 

3

 

Fylgiskjala sem sent var með lið 6 var sent þann 15. 02. og þá var ekki hægt að

opna það. Nýtt skjal sem hægt var að opna barst svo seinnipart þess 17. 02. eftir

að formanni fræðslunefndar hafði verið send athugasemd um galla í skjali.

Við förum þess á leit að formaður fræðslunefndar temji sér vandaðri vinnubrögð

og sendi fundargögn með fundarboði og vandi gerð fundarboða.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl: 19:16

Getum við bætt efni síðunnar?