Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

209. fundur 30. júní 2023 kl. 12:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Björn Sæbjörnsson forseti bæjarstjórnar
  • Inga Sigrún Baldursdóttir aðalmaður
  • Eva Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • Kristinn Björgvinsson aðalmaður
  • Guðmann Rúnar Lúðvíksson 1. varamaður
  • Ingþór Guðmundsson 1. varamaður
Starfsmenn
  • Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri
  • Guðrún P. Ólafsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Guðrún P. Ólafsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Kosning forseta og varaforseta bæjarstjórnar til eins árs 2023

2306010

Samkvæmt 7. grein samþykktar um stjórn sveitarfélagsins Voga skal kjósa forseta og tvo varaforseta til eins árs.
Tilnefningar til embættis forseta, 1. varaforseta og 2. varaforseta eru eftirfarandi:
Forseti bæjarstjórnar: Björn G. Sæbjörnsson
1.
varaforseti: Birgir Örn Ólafsson
2.
varaforseti: Andri Rúnar Sigurðsson

Tilnefningarnar eru samþykktar samhljóða með 7 atkvæðum.

2.Kosning í bæjarráð til eins árs 2023

2306011

Samkvæmt 27. grein samþykktar um stjórn Sveitarfélagsins Voga skal kjósa bæjarráð árlega til eins árs, 3 aðalmenn og jafn marga til vara.
Á fundinum er lagður fram sameiginlegur listi D og E lista. Af hálfu L-lista eru lagðar fram tilnefningar um áheyrnarfulltrúa og varaáheyrnarfulltrúa.

Eftirfarandi eru tilnefndir:
Aðalmenn:
Birgir Örn Ólafsson, formaður
Björn Sæbjörnsson, varaformaður
Eva Björk Jónsdóttir
Kristinn Björgvinsson, áheyrnarfulltrúi

Varamenn:
Friðrik Valdimar Árnason
Ingþór Guðmundsson
Andri Rúnar Sigurðsson
Eðvarð Atli Bjarnason, varaáheyrnarfulltrúi

Tilnefningarnar eru samþykktar samhljóða með 7 atkvæðum.

3.Kosning í nefndir og ráð 2023

2303040

Lagðar fram tillögur að breytingum á skipan í ráð og nefndir.
Lögð er fram eftirfarandi tillaga um tilnefningu fulltrúa Sveitarfélagsins Voga í Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja:

Aðalmenn:
Andri Rúnar Sigurðsson
Davíð Viðarsson

Varamenn:
Inga Sigrún Baldursdóttir
Ingþór Guðmundsson


Einnig er lögð fram tillaga um breytingar á skipan í Umhverfisnefnd:
Í stað Ellenar Lindar Ísaksdóttur tekur Karen Mejna sæti sem aðalmaður í umhverfisnefnd fyrir hönd L-lista.
Eðvarð Atli Bjarnason tekur sæti sem varamaður í umhverfisnefnd í stað Karenar Menju.

Tilnefningarnar eru samþykktar samhljóða með 7 atkvæðum.

4.Fagháskólanám í leikskólafræði

2306015

Tekið fyrir 1. mál úr fundargerð 103. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 19. júní 2023:

Fagháskólanám í leikskólafræði - 2306015

Lagt fram erindi frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands og Hug- og félagsvísindasviði Háskólans á Akureyri um fagháskólanám í leikskólafræði. Um er að ræða 60 ECTS nám með vinnu og skuldbinda sveitarfélög/leikskólar sem velja að taka þátt í verkefninu sig til þess að styðja við sitt starfsfólk sem sækir um og uppfyllir inntökuskilyrðin.

Samþykkt

Nefndin tekur jákvætt í erindið og leggur til við bæjarstjórn að sveitarfélagið geri samning um þátttöku í verkefninu, sbr. fyrirliggjandi samningsdrög.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu fræðslunefndar.

Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.


5.Samningur um launavinnslu

2306028

Þjónustusamningur við Suðurnesjabæ um aðkeypta launaþjónustu lagður fyrir bæjarstjórn til staðfestingar.
Bæjarstjórn staðfestir framlagðan samning.

Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum

6.Sumarleyfi bæjarstjórnar 2023

2306032

Lögð fram tillaga um sumarleyfi bæjarstjórnar.
Sumarleyfi bæjarstjórnar verður frá 30. júní til 30. ágúst 2023. Bæjarráð hefur samkvæmt ákvæðum samþykkta sveitarfélagsins og með vísan í Sveitarstjórnarlög nr. 138/2011 heimild til fullnaðarafgreiðslu mála á meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur.

Næsti fundur bæjarstjórnar verður miðvikudaginn 30. ágúst 2023.

Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

7.Samkomulag vegna flýtingar framkvæmda v. SN2

2306029

Tekið fyrir 1. mál af dagskrá 52. fundar skipulagsnefndar frá 29.6.2023:

Lagt er fyrir nefndina drög að samkomulag vegna flýtingar framkvæmda v. SN2 vegna mögulegrar uppbyggingar raforkuinnviða í Sveitarfélaginu Vogum.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Lagt fram.
Bæjarstjórn staðfestir fyrir sitt leyti framlögð drög að samkomulagi og felur bæjarstjóra að undirrita það fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

8.Umsókn um framkvæmdaleyfi Suðurnesjalína 2

2104113

Tekið fyrir 2. mál af dagskrá 52. fundar skipulagsnefndar frá 29.6.2023:

Tekið fyrir að nýju erindi Landsnets hf. dags. 11.12.2020, umsókn um framkvæmdaleyfi Suðurnesjalínu 2, ásamt fylgigögnum.

Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu að greinargerð ?sveitarstjórnar?, dagsett í júní 2023, um umsókn framkvæmdaleyfi. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að að fallist verði á umsókn Landnets um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu skv. leið C. með vísan til rökstuðnings og þeirra skilyrða sem fram koma í 5. kafla í tillögu að greinargerð sveitarstjórnar, m.a. um að hluti Suðurnesjalínu 1, þar sem hún liggur næst Reykjanesbraut og þéttbýlinu í Vogum, verði strax lagður sem jarðstrengur meðfram Reykjanesbraut.

Með samkomulagi milli Sveitarfélagsins Voga og Landsnets, um að Suðurnesjalína 1, loftlína, verði tekin niður og lögð sem jarðstrengur, telur nefndin að komið sé til móts við sjónarmið sveitarfélagsins um að til framtíðar litið liggi ekki tvær háspennulínur í lofti um sveitarfélagið með tilheyrandi sjónrænum áhrifum. Með því að leggja Suðurnesjalínu 1 í jörðu norðan við línustæði núverandi línu, einkum ef það verður gert norðan Reykjanesbrautar s.s. með meðfram Vatnsleysustrandarvegi, verði afhendingar öryggi kerfisins í heild aukið til muna m.t.t. jarðvár.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

Forseti leggur fram eftirfarandi bókun bæjarstjórnar:

Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að greinargerð bæjarstjórnar, dagsetta í júní 2023, um umsókn um framkvæmdaleyfi Landsnets dags 11. desember 2020.
Sveitarfélagið Vogar og Landsnet hafa um langt árabil verið ósammála um val á línuleið fyrir Suðurnesjalínu 2. Sveitarfélagið hefur leitast við á fá ákvörðun Landsnets um val á línuleið fyrir Suðurnesja línu 2 breytt. Það hefur ekki tekist. Ljóst er að samþykki sveitarfélagið ekki umsókn Landsnets mun það enn leiða til ágreinings um málið og tafa á nauðsynlegum úrbótum á raflínuneti Landsnets á Reykjanesi og mögulega hamla uppbyggingu og raforkuöryggi á svæðinu. Andstaða sveitarfélagsins hefur að mestu byggt á sjónrænum áhrifum af nýrri og stærri línu við hlið núverandi línu og sjónarmiðum um öryggi, einkum vegna jarðvár.
Nú liggur fyrir samkomulag á milli aðila um að um að taka beri niður núverandi loftlínu, Suðurnesjalínu 1, í öllu sveitarfélaginu, og leggja hana þess í stað sem jarðstreng ekki seinna en innan 25 ára. Náist samningar við stórnotanda um uppbyggingu á Keilisnesi verður línan tekin niður fyrr.
Samkomulagið gerir að auki ráð fyrir því að eftir að framkvæmdum við Suðurnesjalínu 2, 220 kV háspennulínu, ljúki verði hluti Suðurnesjalínu 1, strax tekinn niður og lagður sem jarðstrengur. Um er að ræða þann hluta Suðurnesjalínu 1 þar sem línan liggur næst Reykjanesbraut og þéttbýlinu í Vogum, á um 5 km kafla í austurátt frá Grindavíkurvegi að Vogaafleggjara, háð frekari greiningu og útfærslu við hönnun. Gert er ráð fyrir að línan verði færð að Reykjanesbraut.
Með samkomulagi þessu telur bæjarstjórn að komið sé til móts við sjónarmið sveitarfélagsins um að til framtíðar litið liggi ekki tvær háspennulínur í lofti um sveitarfélagið með tilheyrandi sjónrænum áhrifum. Með því að leggja Suðurnesjalínu 1 í jörðu norðan við línustæði núverandi línu, einkum ef það verður gert norðan Reykjanesbrautar s.s. meðfram Vatnsleysustrandarvegi, verði afhendingaröryggi kerfisins í heild aukið til muna m.t.t. jarðvár eftir að þeim framkvæmdum verður lokið.
Með vísan til framangreinds samþykkir bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2, með þeim skilyrðum fyrir framkvæmdinni sem fram koma í umsókn Landsnets, matsskýrslu, áliti Skipulagsstofnunar og skipulagi auk skilyrðis um að eftir að framkvæmdum við Suðurnesjalínu 2 líkur verði hluti Suðurnesjalínu 1 strax tekinn niður og lagður sem jarðstrengur á þeim hluta þar sem línan liggur næst Reykjanesbraut og þéttbýlinu í Vogum, á um 5 km kafla í austurátt frá Grindavíkurvegi að Vogaafleggjara, háð frekari greiningu og útfærslu við hönnun.

Skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfið að uppfylltum skilyrðum.

9.Deiliskipulag Grænubyggðar áfangi 2 (Norðursvæði)

2211023

Tekið er fyrri 3.mál af dagskrá 52.fundar skipulagsnefndar frá 29.6.2023: Deiliskipulag Grænubyggðar áfangi 2 (Norðursvæði) - 2211023

Lögð er fyrir nefndina vinnslustillaga svæðisins. Viðfangsefni deiliskipulagsins er m.a. að skipuleggja íbúðarbyggð með 334 íbúðum í sérbýlishúsum og fjölbýlishúsum. Gert er ráð fyrir að einbýlishús og
parhús á einni hæð verði vestast á svæðinu nærst ströndinni en þar fyrir ofan komi lítil fjölbýlishús eða raðhús á tveimur hæðum. Stærri og hærri fjölbýlishús (allt að 4 hæðir) verða við norðurjarðar svæðisins nærst Vatnsleysustrandarvegi. Dælustöð fráveitu verður vestan og neðan byggðarinnar.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin samþykkir að vinnslutillagan verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að uppfæra vinnslutillögu deiliskipulagsins í samræmi við umræður á fundinum. Nefndin leggur áherslu á að framkvæmdir við áfanga 1-5 í Grænubyggð verði kláraðir áður en framkvæmdir síðari áfanga hefjast.

Samþykkt
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum

10.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 379

2306003F

Fundargerð 379. fundar bæjarráðs er lögð fram til kynningar á 209. fundi bæjarstjórnar
Lagt fram
Lagt fram

11.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 378

2306001F

Fundargerð 378. fundar bæjarráðs er lögð fram til kynningar á 209. fundi bæjarstjórnar
Lagt fram
Lagt fram

12.Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 103

2305005F

Fundargerð 103. fundar fræðslunefndar er lögð fram til kynningar á 209. fundi bæjarstjórnar
Lagt fram

13.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 84

2306002F

Fundargerð 84. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa er lögð fram til kynningar á 209. fundi bæjarstjórnar
Lagt fram

14.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 85

2305009F

Fundargerð 85. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa er lögð fram til kynningar á 209. fundi bæjarstjórnar
Lagt fram

15.Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 51

2306004F

Fundargerð 51. fundar skipulagsnefndar er lögð fram til kynningar á 209. fundi bæjarstjórnar
Lagt fram

16.Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 52

2306005F

Fundargerð 52. fundar skipulagsnefndar er lögð fram til kynningar á 209. fundi bæjarstjórnar
Lagt fram

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?