Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

13. fundur 03. október 2006 kl. 18:00 - 20:40 Tjarnarsal

Fundur haldinn í bæjarstjórn þriðjudaginn 3. október 2006,
kl. 18 í Tjarnarsal.
Mættir: Inga Rut Hlöðversdóttir, Hörður Harðarson, Bergur Álfþórsson, Þorvaldur
Örn Árnason, Inga Sigrún Atladóttir, Íris Bettý Alfreðsdóttir og Sigurður Kristinsson.
Róbert Ragnarsson ritar fundargerð.
Inga Rut Hlöðversdóttir, 1. varaforseti, stýrir fundi í fjarveru Birgis Arnar Ólafssonar.
Hún lýsir vanhæfi sínu til að fjalla um 14. mál og mun víkja af fundi við afgreiðslu
þess. Sigurður Kristinsson, 2. varaforseti, mun stýra fundi við afgreiðslu þess máls, en
Inga Rut mun koma aftur inn að því loknu og slíta fundi.
1. Fundargerð bæjarráðs dags. 12. september 2006.
Varðandi 5. lið fundargerðarinnar, þá tekur bæjarstjórn jákvætt í hugmyndir um
byggingu nýrrar slökkvistöðvar. Endanleg ákvörðun verður þó ekki tekin fyrr en
framkvæmda- og kostnaðaráætlun liggur fyrir þar sem kemur fram hver skuldbinding
sveitarfélagsins verður.
Varðandi 9. lið. Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkir að veita Strympu ehf.
leyfi til áfengisveitinga á veitingastaðnum Víkingnum Iðndal 10, 190 Vogar. Leyfið
gildir frá 12. september 2006 til og með 11. september 2007 og heimilar veitingar
léttra og sterkra vína.
Leyfið er bundið við nafn veitingamanns og það húsnæði sem leyfishafi nú hefur og
umsagnaraðilar hafa skoðað. Leyfið er bundið því skilyrði að veitingaleyfi sé fyrir
hendi. Börnum og ungmennum innan 18 ára aldurs er óheimil dvöl á staðnum eftir kl
20:00 nema í fylgd með forsjáraðila. Ef vínveitingar fara fram eftir kl. 23:30 ber að
hafa sérstaka dyravörslu á veitingahúsinu. Áfengisveitingatími er frá kl. 12:00 á
hádegi til kl 23:30 alla daga en til kl. 04:00 aðfaranótt laugardags, sunnudags og
almenns frídags. Fyrir helgidag stórhátíða þjóðkirkjunnar, aðfangadag jóla og
föstudaginn langa er einungis heimilt að veita borðvín með mat á reglulegum
matmálstímum frá kl. 12:00-13:30 og 19:00-21:00.
Bæjarstjóri svaraði fyrirspurnum varðandi málsmeðferð við veitingu vínveitingaleyfis,
fráveitumál, miðbæjarkjarna og vatnsveitu.
Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.
Til máls tóku Inga Rut, Inga Sigrún, Sigurður Kristinsson og Róbert Ragnarsson.

2

2. Fundargerð aðalfundar DS dags. 31. ágúst 2006.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
3. Fundargerð stjórnar DS dags. 4. september 2006.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
4. Fundargerð fræðslunefndar dags. 18. september 2006.
Varðandi 3., 4. og 5. lið telur bæjarstjórn eðlilegt að slíkar breytingar verði teknar upp
við vinnslu starfsmannastefnu fyrir sveitarfélagið og vísar málinu í þann farveg.
Inga Sigrún leggur fram tillögu um að skipaður verði hópur til að vinna að
starfsmannastefnu og vinna samræmdar tillögur í starfsendurmenntunarmálum
starfsmanna.
Bæjarstjórn felur fræðslunefnd að gera tillögu að verklagsreglum um skráningu barna
í leik- og grunnskóla sveitarfélagsins.
Bæjarstjóri svaraði fyrirspurnum varðandi tækjamál Stóru-Vogaskóla og skráningu
barna í skóla með lögheimili.
Fundargerðin samþykkt samhljóða með ofangreindum tillögum.
Til máls tóku Inga Rut, Inga Sigrún og Róbert.
5. Fundargerð félagsmála- og jafnréttisnefndar dags. 26. september 2006.
Varðandi 2. mál bæjarstjóri vekur athygli á því að jafnréttisáætlun Sveitarfélagsins
Voga varðar fyrst og fremst starfsemi sveitarfélagsins.
Inga Sigrún telur æskilegt að sveitarfélagið safni upplýsingum um stöðu jafnréttismála
í fyrirtækjum í sveitarfélaginu.
Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.
Til máls tóku Inga Rut, Inga Sigrún, Þorvaldur Örn, Sigurður Kristinsson og Róbert.
6. Fundargerð skipulags- og bygginganefndar dags. 26. september 2006.
Fundargerðin er samþykkt samhljóða.
7. Fundargerð umhverfisnefndar dags. 27. september 2006.
Varðandi 1. lið. Íris Bettý gerir athugasemdir við formgalla í fundargerð
umhverfisnefndar og leggur til að hún verði leiðrétt á næsta fundi nefndarinnar, ásamt
því að tilnefning í vinnuhóp verði endurskoðuð.
Samþykkt samhljóða.
Varðandi 2. lið. Bæjarstjórn felur umhverfisnefnd að gera tillögu að reglum varðandi
umgengni og umhverfismál í sveitarfélaginu. Jafnframt felur bæjarstjórn
umhverfisnefnd að hefja undirbúning að sérstöku átaki til hreinsunar í sveitarfélaginu
sem fram færi næsta vor.
Samþykkt samhljóða.

3

Varðandi 4. lið. Bæjarstjórn lýsir ánægju með að til sé aðgengileg skrá um
menningarminjar í sveitarfélaginu og hvetur íbúa til að kynna sér innihald hennar en
eintak er aðgengilegt á bókasafni sveitarfélagsins.
Fundargerðinni er vísað aftur til umhverfisnefndar í samræmi við ofangreint.
Til máls tóku Inga Rut, Inga Sigrún, Íris Bettý
8. Bréf frá Sambandi sveitarfélaga dags. 20. september 2006.
Bréfið er lagt fram til kynningar.
Til máls tóku Sigurður og Róbert.
9. Bréf frá Lögreglufélagi Gullbringusýslu dags. 7. september 2006.
Bæjarstjórn getur ekki orðið við erindinu, en lýsir sig jákvætt gagnvart kaupum á
ritinu þegar það kemur út.
10. Undirskriftalisti frá foreldrafélagi Sunddeildar UMFÞ.
Meirihluti bæjarstjórnar leggur fram eftirfarandi bókun. Meirihlutinn ítrekar að UMFÞ
er frjáls félagasamtök og bæjarstjórn hefur ekki lögsögu um innri málefni þess.
Minnihluti bæjarstjórnar bókar að minnihlutinn standi heilshugar að baki starfi UMFÞ
og sunddeildarinnar, þó annað megi skilja á fullyrðingum meirihlutans.
Meirihluti bæjarstjórnar leggur til að undirskriftalistinn verði sendur Maríu Jónu.
Tillagan samþykkt með sex atkvæðum, einn situr hjá.
Til máls tóku Inga Sigrún, Þorvaldur Örn, Hörður, Sigurður, Róbert, Bergur og Íris
Bettý.
11. Breyting á fulltrúum í nefndum.
Forseti ber upp tillögur meiri- og minnihluta um breytingar á fulltrúum í nefndum.
Guðrún Gunnarsdóttir, Akurgerði 13, er kjörinn skoðunarmaður ársreikninga í stað
Sigurðar R. Símonarsonar, Marargötu 2. Til vara kemur Sigurður Hrafn Sigurðsson,
Marargötu 2, í stað Þórdísar Símonardóttur, Borg Vatnsleysuströnd.
Hörður Harðarson, Vogagerði 3, kemur inn sem varamaður í fræðslunefnd fyrir
Oktavíu Ragnarsdóttur, Hofgerði 7b.
Ragnhildur Hanna Finnbogadóttir, Ægisgötu 39, verður aðalmaður í
barnaverndarnefnd í stað Kristínar Hreiðarsdóttur, Heiðargerði 18. Halldóra
Magnúsdóttir, Heiðargerði 5, verður varamaður.
Tillögurnar samþykktar samhljóða.
12. XX. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Bæjarstjóri dreifði minnisblaði um landsþingið. Bæjarstjóri og Inga Sigrún greindu frá
helstu málefnum sem þar voru rædd.

4

Til máls tóku Inga Sigrún og Róbert.
13. Samkomulag um afgreiðslu ágreinings vegna gatnagerðargjalda Vogagerði
30.
Bæjarstjóri kynnti samkomulagið með vísan til minnisblaðs lögmanns sveitarfélagsins
og lagði til að það verði samþykkt og þau útgjöld sem hljótast af verði greidd með
tekjum vegna álagðra gatnagerðargjalda á núverandi fjárhagsári.
Sigurður leggur fram tillögu um að málinu verði frestað og falið bæjarráði til frekari
umfjöllunar.
Tillagan er felld með fjórum atkvæðum gegn þremur.
Forseti ber upp tillögu bæjarstjóra.
Samkomulagið er samþykkt með fjórum atkvæðum, einn er á móti, en tveir sitja hjá.
Sigurður leggur fram eftirfarandi bókun.
Minnihlutinn lýsir undrun á því hvernig þetta mál er sett fram. Eðlilegt hefði verið að
okkar dómi að leggja málið fyrir í bæjarráði til umræðu og ræða þar hvernig ætti að
taka á því miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir á minnisblaði lögmanns, en gera
eins og hér er gert, að taka einhliða ákvörðun um hvernig eigi að leysa þennan
ágreining og gera samning við deiluaðila, undirritaða af lögmönnum með fyrirvara um
samþykki bæjarstjórnar. Okkur finnst undarleg sú afstaða sem meirihluti bæjarstjórnar
tekur miðað við það sem fram kemur orðrétt fram í minnisblaði lögmannsins, en í því
stendur m.a.:
,,Gatnagerðargjöld lóða sem ekki eru í eigu sveitarfélagsins eru ekki gjaldkræf fyrr en
við útgáfu byggingaleyfis. Með vísan til þess, og þrátt fyrir framangreind
sjónarmiðum um afturvirkni, telur undirritaður (lögmaðurinn), komi ekkert annað til,
að heimilt hafi verið að innheimta gatnagerðargjöld samkvæmt hinni nýju gjaldskrá.”
Því finnst okkur furðuleg afstaða sem meirihluti tekur miða við það hvað fram kemur
í minnisblaði lögmannsins að ákveða að greiða eigendum Vogagerði 30 tæp 600
þúsund.
Meirihluti bæjarstjórnar leggur fram eftirfarandi bókun.
Meirihluti bæjarstjórnar fagnar því að sátt hafi náðst í máli sem hefur dregist í rúm tvö
ár að afgreiða. Með sáttinni sparar bæjarsjóður umtalsverða fjármuni þar sem ekki
þarf að greiða vexti og dráttarvexti af fjárhæðinni allan þann tíma.
Til máls tóku Inga Sigrún, Róbert og Sigurður.
Inga Rut Hlöðversdóttir víkur af fundi. Sigurður tekur við stjórn fundarins undir lið
14. Áshildur Linnet kemur inn sem varamaður.
14. Kauptilboð í 121 m2 af lóðinni Iðndal 7.
Bæjarstjóri kynnir kauptilboð sem borist hefur í 121 m2 af landi sveitarfélagsins og
leggur til að það verði samþykkt.

5

Samkomulagið er samþykkt með 5 atkvæðum, tveir sitja sjá.
Meirihluti bæjarstjórnar leggur fram eftirfarandi bókun.
Meirihluti bæjarstjórnar harmar að fyrrverandi meirihluti H-lista hafi ekki nýtt sér það
tækifæri að kaupa allt svokallað Þurrkhúsland við Iðndal, alls 4.857 m2 á því
yfirmatsverði sem fyrir lág 15. september 2004. Heildarverð alls landsins á þeim tíma
var nánast það sama og nú er verið að greiða fyrir 1.592 m2.
Til máls tóku Inga Sigrún, Róbert, Sigurður og Hörður.
Inga Rut kemur aftur inn á fundinn og Áshildur Linnet víkur af fundi.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20.40

Getum við bætt efni síðunnar?